Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum sem teknar voru í útgáfugleði Bubba Morthens í Rafveituheimilinu við Elliðaárdal í gær í tilefni af nýrri bók eftir hann, Veiðisögur, var gleðin við völd og Bubbi syngjandi glaður.
Þá var kynnt rafræn útgáfa bókarinnar á I-pad.
Í bókinni staldrar Bubbi við í Kjósinni, Rangánum, Norðlingafljóti, Grímsá, Kjarrá, Miðfjarðará, Hítará, Norðurá, Langá, Vatnsdalsá, Stóru Laxá í Hreppum, Hofsá og Laxá í Aðaldal. Þá gefur hann gagnleg ráð um græjur og ýmislegt hvað varðar réttu handtökin.
Bókaútgáfan Salkagefur bókina út.
