Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Valur 34-28 Óskar Ófeigur Jónsson á Ásvöllum skrifar 27. október 2011 16:09 Mynd/Valli Haukar héldu sigurgöngu sinni áfram á Ásvöllum í kvöld þegar þeir unnu sex marka sigur á Valsmönnum, 34-28, í 6. umferð N1 deild karla í handbolta. Haukar hafa nú unnið fjóra leiki í röð í deildinni. Haukar nýttu sér vel klaufagang Valsmanna í sókninni um miðjan fyrri hálfleik og náðu fjögurra marka forskoti. Valsmenn náðu aldrei að vinna þann mun að fullu upp þó að þeim hafi tekist að minnka muninn í eitt mark undir lokin. Haukar voru 17-14 yfir í hálfleik. Valsmenn minnkuðu muninn í 29-28 þegar rúmar fjórar mínútur voru eftir en Haukar skoruðu fimm síðustu mörkin í leiknum. Gylfi Gylfason skoraði 9 mörk fyrir Hauka og Tjörvi Þorgeirsson var með átta mörk. Sturla Ásgeirsson skoraði 9 mörk fyrir Val og Anton Rúnarsson var með átta mörk. Valsmenn byrjuðu leikinn betur með Anton Rúnarsson í fararbroddi og komust í 4-2. Haukar jafna en Valsmenn voru áfram skrefinu á undan. Haukarnir nýttu sér hinsvegar vel ráðaleysi í sóknarleik Valsmanna um miðjan hálfleikinn og breyttu stöðunni úr 6-7 fyrir Val í 9-7 fyrir Hauka. Haukarnir skoruðu nokkur hraðaupphlaupsmörk á þessum kafla og komust mest fjórum mörkum yfir en Valsmenn minnkuðu muninn í þrjú mörk, 17-14, fyrir hálfleik. Valsmenn skoruðu tvö fyrstu mörk seinni hálfleik og komu muninum niður í eitt mark. 17-16, en Haukarnir voru alltaf skrefinu á undan og hleyptu Valsmönnum ekki nær Haukarnir voru síðan komnir fimm mörkum yfir, 28-23, þegar Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals tók leikhlé og aðeins níu mínútur voru eftir. Valsmenn náðu í kjölfarið flottum kafla og minnkuðu muninn í eitt mark, 29-28, þegar rúmar fjórar mínútur voru eftir. Nemanja Malovich braut þá ísinn fyrir Hauka með mikilvægu marki og Haukarnir tryggðu sér síðan sigurinn með því að skora fimm síðustu mörkin. Aron Rafn Eðvarðsson (3) og Birkir Ívar Guðmundsson (víti) vörðu fjögur síðustu skot Valsmanna í leiknum og sigur Hauka endaði því í sex mörkum. Sóknarleikurinn var í fyrirrúmi hjá liðunum í kvöld og oft sáust flottir sprettir hjá báðum liðum. Tjörvi Þorgeirsson stjórnaði leik Hauka af röggsemi og skoraði mörk flott mörk að auki en eins voru þeir Gylfi Gylfason og Stefán Rafn Sigurmannsson öflugir. Sturla Ásgeirsson og Anton Rúnarsson héldu uppi sóknarleik Valsmanna og Orri Freyr Gíslason nýtti færin sín vel á línunni. Óskar Bjarni: Við vorum skrefinu á eftir HaukunumÓskar Bjarni Óskarsson.Mynd/Vilhelm„Við vorum ekki nógu þéttir varnarlega og þá sérstaklega til að byrja með. Sóknin var fín en svo fórum við að kasta boltanum frá okkur og lentum í framhaldinu í því að elta og þá var þetta erfitt," sagði Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals. „Vörnin var ekki góð hjá okkur. Við höfum verið að fá okkur 23 mörk að meðaltali í leik en fengum á okkur 34 í kvöld. Þeir skora reyndar síðustu fimm mörkin en vörnin og markvarslan voru ekki góð í dag," sagði Óskar. „Við vorum í miklum vandræðum varnarlega. Við vorum í vandræðum með ákveðin leikkerfi sem þeir voru að spila á okkur. Þetta voru snjöll leikkerfi og við náðum ekki að finna taktinn til að leysa það. Ég var samt ánægður með að við komum aftur inn í leikinn og ég hefði viljað fá meira út úr leiknum í lokin," sagði óskar Bjarni. „Við náðum að þétta okkur vel í seinni hálfleik og tókst að koma okkur aftur inn í þetta eftir að hafa misst þá frá okkur," sagði Óskar en viðurkenndi fúslega að Haukarnir hafi verið sterkari. „Við vorum skrefinu á eftir Haukunum í kvöld, það var klárt mál en við áttum að vinna fyrir norðan og áttum líka að taka tvö stig á móti Gróttunni. Þetta er dýrt en við verðum bara að halda áfram. Það er ýmislegt sem við þurfum að laga og vinna með. Þetta er samt einfalt við þurfum að ná í punkta ef að við ætlum að fara í úrslitakeppnina og þetta er því ekki nógu gott," sagði Óskar Bjarni að lokum. Tjörvi: Það var bara eiginlega allt inni hjá mér í dagTjörvi Þorgeirsson.Mynd/Stefán„Ég er mjög ánægður með þennan leik og þetta var góður sigur. Þetta er ganga vel hjá okkur þó að þetta sér búið að vera upp og niður. Við þurfum að reyna að finna okkar stöðugleika," sagði Tjörvi Þorgeirsson, leikstjórnandi Haukaliðsins sem átti flottan leik á móti Val í kvöld. „Sóknin var góð í dag en það vantaði aðeins upp á varnarleikinn. Þetta er annars búið að ganga vel og ég er ánægður með þetta. Það var bara eiginlega allt inni hjá mér í dag þó að þetta hafi ekki verið allt frábær skot. Ég er ánægður með minn leik, var að stjórna þessu vel og skora líka. Það er gott að ná að gera bæði," sagði Tjörvi. „Við ætlum að halda áfram þessum stíganda og leita áfram að meiri stöðugleika. Þetta er að skána. Okkar markmið var bara úrslitakeppnin og það er það ennþá. Við ætlum að halda áfram. Við höldum okkar ró og hugsum bara um næsta leik," sagði Tjörvi. „Ég er sammála því að þetta hafi verið besti leikur okkar sóknarlega og ég var mjög ánægður með sóknina. Vörnin var búin að vera fín í hinum leikjunum en það vantaði aðeins upp á hana í þessum leik. Þeir náðu að minnka þetta í eitt mark í lokin en þá kom bara sigurhugsunin og við kláruðum þetta," sagði Tjörvi að lokum. Anton: Hefðum með smá heppni getað náð jafntefli eða stolið sigrinumAnton Rúnarsson.Mynd/Vilhelm„Við vorum búnir að minnka þetta niður í eitt mark í lokin og hefðum með smá heppni náð jafntefli eða stolið sigrinum. Við missum þá of langt frá okkur en sex marka tap er alltof mikið," sagði Anton Rúnarsson sem fór fyrir sóknarleik Valsmanna í kvöld. „Þetta byrjaði mjög vel og við vorum staðráðnir í að byrja þetta vel og gerðum það. Það kom síðan kafli þar sem við fórum niður á hælana og vorum alltof slitnir í vörninni. Þeir voru að skora alltof einföld mörk á okkur og það var bara allt opið eftir eina klippingu. Það var engan veginn nógu gott," sagði Anton. „Þeir voru meira eða minna með forystuna en við vorum alltaf að kroppa í þá. Við vorum búnir að minnka þetta niður í eitt mark og hefðum getað stolið sigrinum. Jafntefli hefði kannski verið sanngjarnt," sagði Anton. „Við erum þremur mörkum yfir fyrir norðan þegar tvær mínútur voru eftir og þeir náðu að jafna. Það hefði kannski verið sætt að fá eitthvað í staðinn í kvöld og ná að stela einhverju. Svona er bara boltinn og maður þarf að nýta færin og standa vörnina ef að maður ætlar að fá eitthvað út úr þessum leikjum," sagði Anton. „Við viljum hala inn sem flestum stigum en þetta er erfitt hjá okkur og við þurfum að þola það að vera með menn í meiðslum. Við spilum á þeim mannskap sem við höfum og það eru ungir strákar að koma inn. Við erum kannski að auka breiddina með því að gefa þessum yngri meiri spiltíma og svo verðum við bara sterkari þegar þessir meiddu koma inn," sagði Anton að lokum. Aron: Besti sóknarleikurinn sem við höfum spilað í veturAron KristjánssonMynd/Valli„Ég er ánægður með sigurinn hér í kvöld. Ég vissi að þetta yrði erfiður leikur því við höfum spilað marga mikilvæga leiki við Val á undanförnum árum. Það er því ánægjulegt að vinna þá," sagði Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka. „Mér fannst sóknarleikurinn vera mjög góður. Tjörvi (Þorgeirsson) var að stýra þessu vel og menn voru að nýta færin ágætlega. Það áherslur sem við vorum með fyrir leikinn voru að virka virkilega vel," sagði Aron. „Varnarleikurinn var lélegur í fyrri hálfleik og þá vantaði bæði baráttu og hreyfanleika. Þegar slíkur varnarleikur er til staðar þá er markvarslan oft slök. Í seinni hálfleik fannst mér koma meiri hreyfanleiki í vörnina. Við náðum að þvinga þá í verri skot og markvarslan kom í kjölfarið. Við náðum þá því forskoti sem þurfti," sagði Aron. „Ég var samt ekki rólegur fyrr en síðustu eina og hálfa mínútuna í leiknum þegar við komust fjórum mörkum yfir. Mér fannst Valsararnir aldrei vera langt á undan og það var erfitt að standa vörnina á móti þeim. Þeir voru að spila mjög klókt í sókninni, voru þolinmóðir og sköpuðu sér færi þannig," sagði Aron. „Tjörvi átti virkilega góðan leik, bæði í skotum og í spili. Stefán var góður á milli og datt svo niður en var að skora gríðarlega mikilvæg mörk í restina. Það má ekki gleyma Nemanja heldur sem skorar eki mikið af mörkum í leiknum en gerir mikilvæga hluti í lokin. Gylfi átti frábæran leik og Heimir og Freyr voru að berjast," sagði Aron. „Þetta er besti sóknarleikurinn sem við höfum spilað í vetur en við höfum spilað betur varnarlega. Við þurfum að fá þennan stöðugleika inn og spila bæði vel í vörn og sókn. Við þurfum líka að halda það út leikina en ekki vera svona kaflaskiptir. Ég er ánægður með hvern sigur sem við fáum því þetta verður gríðarlega jafn vetur og það mikilvægt að halda sér á jörðinni," sagði Aron að lokum. Olís-deild karla Mest lesið Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Íslenski boltinn Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Fótbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Handbolti „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Handbolti Fleiri fréttir Haukar og Valur sluppu við að mætast „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Myndasyrpa frá mögnuðum varnarsigri á Slóveníu Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Tölfræðin á móti Slóveníu: Markvarsla og vörn í heimsklassa „Slökum aðeins á og spörum fyrirsagnirnar“ „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ „Nú erum við í aðstöðu til að láta vaða“ Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Grænhöfðaeyjar og Síle í milliriðil „Þeir eru með hraða tætara“ Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Höfum aldrei unnið fyrrum Júgóslavíuþjóð í gömlu Júgóslavíu Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons „Núna byrjar alvaran“ Norðmenn í súran flokk með Íslendingum frá því á HM á Íslandi 1995 Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar „Framhaldið er erfiðara og skemmtilegra“ Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Sjá meira
Haukar héldu sigurgöngu sinni áfram á Ásvöllum í kvöld þegar þeir unnu sex marka sigur á Valsmönnum, 34-28, í 6. umferð N1 deild karla í handbolta. Haukar hafa nú unnið fjóra leiki í röð í deildinni. Haukar nýttu sér vel klaufagang Valsmanna í sókninni um miðjan fyrri hálfleik og náðu fjögurra marka forskoti. Valsmenn náðu aldrei að vinna þann mun að fullu upp þó að þeim hafi tekist að minnka muninn í eitt mark undir lokin. Haukar voru 17-14 yfir í hálfleik. Valsmenn minnkuðu muninn í 29-28 þegar rúmar fjórar mínútur voru eftir en Haukar skoruðu fimm síðustu mörkin í leiknum. Gylfi Gylfason skoraði 9 mörk fyrir Hauka og Tjörvi Þorgeirsson var með átta mörk. Sturla Ásgeirsson skoraði 9 mörk fyrir Val og Anton Rúnarsson var með átta mörk. Valsmenn byrjuðu leikinn betur með Anton Rúnarsson í fararbroddi og komust í 4-2. Haukar jafna en Valsmenn voru áfram skrefinu á undan. Haukarnir nýttu sér hinsvegar vel ráðaleysi í sóknarleik Valsmanna um miðjan hálfleikinn og breyttu stöðunni úr 6-7 fyrir Val í 9-7 fyrir Hauka. Haukarnir skoruðu nokkur hraðaupphlaupsmörk á þessum kafla og komust mest fjórum mörkum yfir en Valsmenn minnkuðu muninn í þrjú mörk, 17-14, fyrir hálfleik. Valsmenn skoruðu tvö fyrstu mörk seinni hálfleik og komu muninum niður í eitt mark. 17-16, en Haukarnir voru alltaf skrefinu á undan og hleyptu Valsmönnum ekki nær Haukarnir voru síðan komnir fimm mörkum yfir, 28-23, þegar Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals tók leikhlé og aðeins níu mínútur voru eftir. Valsmenn náðu í kjölfarið flottum kafla og minnkuðu muninn í eitt mark, 29-28, þegar rúmar fjórar mínútur voru eftir. Nemanja Malovich braut þá ísinn fyrir Hauka með mikilvægu marki og Haukarnir tryggðu sér síðan sigurinn með því að skora fimm síðustu mörkin. Aron Rafn Eðvarðsson (3) og Birkir Ívar Guðmundsson (víti) vörðu fjögur síðustu skot Valsmanna í leiknum og sigur Hauka endaði því í sex mörkum. Sóknarleikurinn var í fyrirrúmi hjá liðunum í kvöld og oft sáust flottir sprettir hjá báðum liðum. Tjörvi Þorgeirsson stjórnaði leik Hauka af röggsemi og skoraði mörk flott mörk að auki en eins voru þeir Gylfi Gylfason og Stefán Rafn Sigurmannsson öflugir. Sturla Ásgeirsson og Anton Rúnarsson héldu uppi sóknarleik Valsmanna og Orri Freyr Gíslason nýtti færin sín vel á línunni. Óskar Bjarni: Við vorum skrefinu á eftir HaukunumÓskar Bjarni Óskarsson.Mynd/Vilhelm„Við vorum ekki nógu þéttir varnarlega og þá sérstaklega til að byrja með. Sóknin var fín en svo fórum við að kasta boltanum frá okkur og lentum í framhaldinu í því að elta og þá var þetta erfitt," sagði Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals. „Vörnin var ekki góð hjá okkur. Við höfum verið að fá okkur 23 mörk að meðaltali í leik en fengum á okkur 34 í kvöld. Þeir skora reyndar síðustu fimm mörkin en vörnin og markvarslan voru ekki góð í dag," sagði Óskar. „Við vorum í miklum vandræðum varnarlega. Við vorum í vandræðum með ákveðin leikkerfi sem þeir voru að spila á okkur. Þetta voru snjöll leikkerfi og við náðum ekki að finna taktinn til að leysa það. Ég var samt ánægður með að við komum aftur inn í leikinn og ég hefði viljað fá meira út úr leiknum í lokin," sagði óskar Bjarni. „Við náðum að þétta okkur vel í seinni hálfleik og tókst að koma okkur aftur inn í þetta eftir að hafa misst þá frá okkur," sagði Óskar en viðurkenndi fúslega að Haukarnir hafi verið sterkari. „Við vorum skrefinu á eftir Haukunum í kvöld, það var klárt mál en við áttum að vinna fyrir norðan og áttum líka að taka tvö stig á móti Gróttunni. Þetta er dýrt en við verðum bara að halda áfram. Það er ýmislegt sem við þurfum að laga og vinna með. Þetta er samt einfalt við þurfum að ná í punkta ef að við ætlum að fara í úrslitakeppnina og þetta er því ekki nógu gott," sagði Óskar Bjarni að lokum. Tjörvi: Það var bara eiginlega allt inni hjá mér í dagTjörvi Þorgeirsson.Mynd/Stefán„Ég er mjög ánægður með þennan leik og þetta var góður sigur. Þetta er ganga vel hjá okkur þó að þetta sér búið að vera upp og niður. Við þurfum að reyna að finna okkar stöðugleika," sagði Tjörvi Þorgeirsson, leikstjórnandi Haukaliðsins sem átti flottan leik á móti Val í kvöld. „Sóknin var góð í dag en það vantaði aðeins upp á varnarleikinn. Þetta er annars búið að ganga vel og ég er ánægður með þetta. Það var bara eiginlega allt inni hjá mér í dag þó að þetta hafi ekki verið allt frábær skot. Ég er ánægður með minn leik, var að stjórna þessu vel og skora líka. Það er gott að ná að gera bæði," sagði Tjörvi. „Við ætlum að halda áfram þessum stíganda og leita áfram að meiri stöðugleika. Þetta er að skána. Okkar markmið var bara úrslitakeppnin og það er það ennþá. Við ætlum að halda áfram. Við höldum okkar ró og hugsum bara um næsta leik," sagði Tjörvi. „Ég er sammála því að þetta hafi verið besti leikur okkar sóknarlega og ég var mjög ánægður með sóknina. Vörnin var búin að vera fín í hinum leikjunum en það vantaði aðeins upp á hana í þessum leik. Þeir náðu að minnka þetta í eitt mark í lokin en þá kom bara sigurhugsunin og við kláruðum þetta," sagði Tjörvi að lokum. Anton: Hefðum með smá heppni getað náð jafntefli eða stolið sigrinumAnton Rúnarsson.Mynd/Vilhelm„Við vorum búnir að minnka þetta niður í eitt mark í lokin og hefðum með smá heppni náð jafntefli eða stolið sigrinum. Við missum þá of langt frá okkur en sex marka tap er alltof mikið," sagði Anton Rúnarsson sem fór fyrir sóknarleik Valsmanna í kvöld. „Þetta byrjaði mjög vel og við vorum staðráðnir í að byrja þetta vel og gerðum það. Það kom síðan kafli þar sem við fórum niður á hælana og vorum alltof slitnir í vörninni. Þeir voru að skora alltof einföld mörk á okkur og það var bara allt opið eftir eina klippingu. Það var engan veginn nógu gott," sagði Anton. „Þeir voru meira eða minna með forystuna en við vorum alltaf að kroppa í þá. Við vorum búnir að minnka þetta niður í eitt mark og hefðum getað stolið sigrinum. Jafntefli hefði kannski verið sanngjarnt," sagði Anton. „Við erum þremur mörkum yfir fyrir norðan þegar tvær mínútur voru eftir og þeir náðu að jafna. Það hefði kannski verið sætt að fá eitthvað í staðinn í kvöld og ná að stela einhverju. Svona er bara boltinn og maður þarf að nýta færin og standa vörnina ef að maður ætlar að fá eitthvað út úr þessum leikjum," sagði Anton. „Við viljum hala inn sem flestum stigum en þetta er erfitt hjá okkur og við þurfum að þola það að vera með menn í meiðslum. Við spilum á þeim mannskap sem við höfum og það eru ungir strákar að koma inn. Við erum kannski að auka breiddina með því að gefa þessum yngri meiri spiltíma og svo verðum við bara sterkari þegar þessir meiddu koma inn," sagði Anton að lokum. Aron: Besti sóknarleikurinn sem við höfum spilað í veturAron KristjánssonMynd/Valli„Ég er ánægður með sigurinn hér í kvöld. Ég vissi að þetta yrði erfiður leikur því við höfum spilað marga mikilvæga leiki við Val á undanförnum árum. Það er því ánægjulegt að vinna þá," sagði Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka. „Mér fannst sóknarleikurinn vera mjög góður. Tjörvi (Þorgeirsson) var að stýra þessu vel og menn voru að nýta færin ágætlega. Það áherslur sem við vorum með fyrir leikinn voru að virka virkilega vel," sagði Aron. „Varnarleikurinn var lélegur í fyrri hálfleik og þá vantaði bæði baráttu og hreyfanleika. Þegar slíkur varnarleikur er til staðar þá er markvarslan oft slök. Í seinni hálfleik fannst mér koma meiri hreyfanleiki í vörnina. Við náðum að þvinga þá í verri skot og markvarslan kom í kjölfarið. Við náðum þá því forskoti sem þurfti," sagði Aron. „Ég var samt ekki rólegur fyrr en síðustu eina og hálfa mínútuna í leiknum þegar við komust fjórum mörkum yfir. Mér fannst Valsararnir aldrei vera langt á undan og það var erfitt að standa vörnina á móti þeim. Þeir voru að spila mjög klókt í sókninni, voru þolinmóðir og sköpuðu sér færi þannig," sagði Aron. „Tjörvi átti virkilega góðan leik, bæði í skotum og í spili. Stefán var góður á milli og datt svo niður en var að skora gríðarlega mikilvæg mörk í restina. Það má ekki gleyma Nemanja heldur sem skorar eki mikið af mörkum í leiknum en gerir mikilvæga hluti í lokin. Gylfi átti frábæran leik og Heimir og Freyr voru að berjast," sagði Aron. „Þetta er besti sóknarleikurinn sem við höfum spilað í vetur en við höfum spilað betur varnarlega. Við þurfum að fá þennan stöðugleika inn og spila bæði vel í vörn og sókn. Við þurfum líka að halda það út leikina en ekki vera svona kaflaskiptir. Ég er ánægður með hvern sigur sem við fáum því þetta verður gríðarlega jafn vetur og það mikilvægt að halda sér á jörðinni," sagði Aron að lokum.
Olís-deild karla Mest lesið Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Íslenski boltinn Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Fótbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Handbolti „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Handbolti Fleiri fréttir Haukar og Valur sluppu við að mætast „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Myndasyrpa frá mögnuðum varnarsigri á Slóveníu Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Tölfræðin á móti Slóveníu: Markvarsla og vörn í heimsklassa „Slökum aðeins á og spörum fyrirsagnirnar“ „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ „Nú erum við í aðstöðu til að láta vaða“ Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Grænhöfðaeyjar og Síle í milliriðil „Þeir eru með hraða tætara“ Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Höfum aldrei unnið fyrrum Júgóslavíuþjóð í gömlu Júgóslavíu Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons „Núna byrjar alvaran“ Norðmenn í súran flokk með Íslendingum frá því á HM á Íslandi 1995 Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar „Framhaldið er erfiðara og skemmtilegra“ Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Sjá meira