Tiger segir gamla kylfusveininn sinn ekki vera kynþáttahatara Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. nóvember 2011 14:45 Tiger Woods og Steve Williams. Mynd/AFP Tiger Woods viðurkennir að ljót orð gamla kylfusveins hans, Steve Williams, hafi sært hann en að hann sé samt tilbúinn að bæði fyrirgefa og verja orðspor Williams. Tiger Woods lét Steve Williams fara í júlí en Williams hafði verið kylfusveinn Tigers í tólf ár og notið góðs af fjölmörgum sigrum Woods í gegnum tíðina. Williams drullaði yfir Woods þegar hann fór upp á svið í matarboði í tengslum við HSBC-mótið í Sjanghæ. Williams var þá beðinn um að útskýra viðbrögð sín eftir að hann aðstoðaði Adam Scott við að vinna Bridgestone-mótið í ágúst. Það var fyrsta mót þeirra saman en Williams sagði það hafa verið sætasta sigurinn á ferlinum. Williams virðist eiga erfitt með að sætta sig við að Tiger hafi rekið hann síðpasta sumar og ummæli hans í umræddri veislu voru það vafasöm að menn litu á þau sem kynþáttaníð. „Það var rangt af honum að segja þetta en við horfum fram á veginn. Þetta var sárt en lífið heldur áfram," sagði Tiger Woods. „Hann átti aldrei að láta þetta út úr sér og hann óskar þess líka sjálfur að hafa aldrei sagt þetta. Við ræddum þetta auglitis til auglitis á mánudaginn og hann baðst afsökunnar," sagði Woods og segist vera þess fullviss um að Steve Williams sé ekki kynþáttahatari. Stöð 2 sport sýnir frá mótinu. Hægt er að nálgast nánari upplýsingar um útsendingarnar hér. Golf Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Sport Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Tiger Woods viðurkennir að ljót orð gamla kylfusveins hans, Steve Williams, hafi sært hann en að hann sé samt tilbúinn að bæði fyrirgefa og verja orðspor Williams. Tiger Woods lét Steve Williams fara í júlí en Williams hafði verið kylfusveinn Tigers í tólf ár og notið góðs af fjölmörgum sigrum Woods í gegnum tíðina. Williams drullaði yfir Woods þegar hann fór upp á svið í matarboði í tengslum við HSBC-mótið í Sjanghæ. Williams var þá beðinn um að útskýra viðbrögð sín eftir að hann aðstoðaði Adam Scott við að vinna Bridgestone-mótið í ágúst. Það var fyrsta mót þeirra saman en Williams sagði það hafa verið sætasta sigurinn á ferlinum. Williams virðist eiga erfitt með að sætta sig við að Tiger hafi rekið hann síðpasta sumar og ummæli hans í umræddri veislu voru það vafasöm að menn litu á þau sem kynþáttaníð. „Það var rangt af honum að segja þetta en við horfum fram á veginn. Þetta var sárt en lífið heldur áfram," sagði Tiger Woods. „Hann átti aldrei að láta þetta út úr sér og hann óskar þess líka sjálfur að hafa aldrei sagt þetta. Við ræddum þetta auglitis til auglitis á mánudaginn og hann baðst afsökunnar," sagði Woods og segist vera þess fullviss um að Steve Williams sé ekki kynþáttahatari. Stöð 2 sport sýnir frá mótinu. Hægt er að nálgast nánari upplýsingar um útsendingarnar hér.
Golf Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Sport Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira