Golf

Birgir Leifur með neðstu mönnum

Kylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson náði sér engan veginn á strik á þriðja hring úrtökumótsins fyrir PGA-mótaröðina í Bandaríkjunum. Birgir Leifur lék á 76 höggum sem hans langslakasti hringur á mótinu. Birgir Leifur er í 58.-63. sæti og því með neðstu mönnum. Aðeins um 20 fara áfram og möguleikar Birgis á því að komast áfram eru því væntanlega úr sögunni.

Birgir Leifur lék fyrsta hringinn á 70 höggum, í gær kom hann í hús á 67 höggum en þessi 76 högg í dag munu líklega gera það að verkum að hann á ekki möguleika að komast á lokamótið. Reyndar var veðrið ekki eins gott og síðustu daga og það hafði áhrif á skor manna.

Það þarf að komast í gegnum þrjú úrtökumót til þess að komast á PGA-mótaröðina. Birgir Leifur er fyrsti Íslendingurinn sem kemst á annað úrtökumótið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×