Ragna Ingólfsdóttir er úr leik á alþjóðlega norska mótinu í badminton sem fram fer í Osló þessa dagana.
Ragna tapaði fyrir Chloe Magee frá Írlandi í 16-manna úrslitum. Leikur stúlknanna var afar jöfn og Magee hafði betur í oddalotu.
Magee vann fyrstu lotuna, 21-17, en Ragna svaraði með öruggum sigri, 21-14, í annarri lotu. Í oddalotunni hafði Magee betur, 21-15.
Næst á dagskrá hjá Rögnu er að fara til Skotlands þar sem hún tekur þátt á alþjóðlega skoska mótinu.
