Sigfús: Þarf bara að taka aðeins af varaforðanum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. nóvember 2011 08:45 Sigfús Sigurðsson. Valsmaðurinn Sigfús Sigurðsson hefur verið orðaður við endurkomu í íslenska landsliðið að undanförnu en hann meiddist á ökkla í fyrri hálfleik í sigri Vals á Gróttu í gær og kom ekki meira við sögu í leiknum. „Þetta er ekki neitt neitt. Ég snéri mig og þegar maður er kominn á þennan aldur þá er þetta allt miklu viðkvæmara en hjá ungu strákunum. Þetta var bara vont," sagði Sigfús um meiðslin sín. „Þetta var búið að ganga ágætlega. Vörnin var að standa fínt og sóknin var að skila sínu. Það kom bara maður í manns stað og svoleiðis á þetta að vera," sagði Sigfús. „Ég tek þetta bara skref fyrir skref. Fyrst þarf ég að koma sjálfum mér í stand og síðan verðum við bara að bíða og sjá hvort að það dugi fyrir landsliðið," sagði Sigfús. Valsmenn tóku enga áhættu og Sigfús kom ekkert meira við sögu. „Ég var teipaður í hálfleik og fór í sokkinn og skóna ef að það skyldi þurfa en það þurfti ekkert því þeir voru flottir strákarnir. Liðsheildin vann þetta þótt að Anton, Stutla og Maggi hafi verið að spila frábærlega sóknarlega. Það voru aðrir að opna fyrir þá og þeir voru að nýta færin rosalega vel. Við spiluðum upp á heitu mennina og það virkaði rosalega vel," sagði Sigfús. „Það eru búnir að vera jafnir leikir sem við höfum tapað eins og á móti Fram hérna heima, leikurinn fyrir norðan og leikurinn út á Nesi. Þetta eru leikir sem við áttum að vinna en einhvern veginn tókst okkur að klúðra því.Við erum núna komnir með tvo sigurleiki í röð í deildinni plús sigur í bikarnum og ég sé ekki annað en að þetta sé svolítið bjart hjá okkur," segir Sigfús. „Við erum með mjög gott lið og ég býð nú ekki í það hvernig það verður eftir jólafrí og pásuna þegar Valdimar og Andri Stefán koma inn. Þá verður það ennþá betra," segir Sigfús en hvað með hann sjálfan? „Ég er í ágætisformi en þarf bara aðeins að taka af varadekkinu eða varaforðanum eins og maður segir. Það kemur allt saman. Það hefur áður verið pressa á manni að vera í formi, bæði frá landsliðinu og þegar ég var að spila erlendis á Þýskalandi og Spáni. Þá var alltaf pressa á manni að vera í formi og ef að maður ætlar að gera eitthvað hérna heima í deildinni þá þarf maður að vera í formi," sagði Sigfús. „Ég ætla að koma mér í betra stand. Númer eitt, tvö og þrjú er það fyrir sjálfan mig, síðan kemur Valur þar á eftir og svo landsliðið þar á eftir. Ef að það gengur upp að ég komist í landsliðið þá er það frábært. Þá fengi maður þriðja tækifærið," sagði Sigfús og skellihló. „Það verður bara að taka þetta skref fyrir skref og einn dag í einu. Við sjáum hvað það leiðir," sagði Sigfús að lokum. Olís-deild karla Mest lesið Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Sir Mo Farah elti uppi þjófa sem stálu símanum hans Sport Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Sjá meira
Valsmaðurinn Sigfús Sigurðsson hefur verið orðaður við endurkomu í íslenska landsliðið að undanförnu en hann meiddist á ökkla í fyrri hálfleik í sigri Vals á Gróttu í gær og kom ekki meira við sögu í leiknum. „Þetta er ekki neitt neitt. Ég snéri mig og þegar maður er kominn á þennan aldur þá er þetta allt miklu viðkvæmara en hjá ungu strákunum. Þetta var bara vont," sagði Sigfús um meiðslin sín. „Þetta var búið að ganga ágætlega. Vörnin var að standa fínt og sóknin var að skila sínu. Það kom bara maður í manns stað og svoleiðis á þetta að vera," sagði Sigfús. „Ég tek þetta bara skref fyrir skref. Fyrst þarf ég að koma sjálfum mér í stand og síðan verðum við bara að bíða og sjá hvort að það dugi fyrir landsliðið," sagði Sigfús. Valsmenn tóku enga áhættu og Sigfús kom ekkert meira við sögu. „Ég var teipaður í hálfleik og fór í sokkinn og skóna ef að það skyldi þurfa en það þurfti ekkert því þeir voru flottir strákarnir. Liðsheildin vann þetta þótt að Anton, Stutla og Maggi hafi verið að spila frábærlega sóknarlega. Það voru aðrir að opna fyrir þá og þeir voru að nýta færin rosalega vel. Við spiluðum upp á heitu mennina og það virkaði rosalega vel," sagði Sigfús. „Það eru búnir að vera jafnir leikir sem við höfum tapað eins og á móti Fram hérna heima, leikurinn fyrir norðan og leikurinn út á Nesi. Þetta eru leikir sem við áttum að vinna en einhvern veginn tókst okkur að klúðra því.Við erum núna komnir með tvo sigurleiki í röð í deildinni plús sigur í bikarnum og ég sé ekki annað en að þetta sé svolítið bjart hjá okkur," segir Sigfús. „Við erum með mjög gott lið og ég býð nú ekki í það hvernig það verður eftir jólafrí og pásuna þegar Valdimar og Andri Stefán koma inn. Þá verður það ennþá betra," segir Sigfús en hvað með hann sjálfan? „Ég er í ágætisformi en þarf bara aðeins að taka af varadekkinu eða varaforðanum eins og maður segir. Það kemur allt saman. Það hefur áður verið pressa á manni að vera í formi, bæði frá landsliðinu og þegar ég var að spila erlendis á Þýskalandi og Spáni. Þá var alltaf pressa á manni að vera í formi og ef að maður ætlar að gera eitthvað hérna heima í deildinni þá þarf maður að vera í formi," sagði Sigfús. „Ég ætla að koma mér í betra stand. Númer eitt, tvö og þrjú er það fyrir sjálfan mig, síðan kemur Valur þar á eftir og svo landsliðið þar á eftir. Ef að það gengur upp að ég komist í landsliðið þá er það frábært. Þá fengi maður þriðja tækifærið," sagði Sigfús og skellihló. „Það verður bara að taka þetta skref fyrir skref og einn dag í einu. Við sjáum hvað það leiðir," sagði Sigfús að lokum.
Olís-deild karla Mest lesið Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Sir Mo Farah elti uppi þjófa sem stálu símanum hans Sport Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Sjá meira