Sport

Þormóður vann silfur á Samóaeyjum - stórt skref í átt að ÓL 2012

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Þormóður Jónsson.
Þormóður Jónsson. Mynd/Nordic Photos/Getty
Júdókappinn Þormóður Jónsson úr JR stóð sig frábærlega á Heimsbikarmótinu á Apia á Samóaeyjum í gær.

Hann vann silfur í +100 kílóa flokknum en á leið sinni í úrslitin sló hann út menn sem allir voru ofar á heimslistanum en hann sjálfur.

Þormóður vann þrjár glímur af öryggi og í úrslitaglímunnni gegn Sherrington frá Bretlandi leiddi Þormóður glímuna nánast allan tímann.

Bretinn komst í góða sókn í lokinn og náði að tryggja sér gullið. Áður hafði Þormóður lagt af velli keppendur frá Líbanon, Mongólíu og Argentínu.

Þessi árangur Þormóðs færir hann mun ofar á heimslistanum sem líkast til dugar honum til að komast á Ólympíuleikana í London á næsta ári.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×