Tölvuþrjótar ráðast á Steam 11. nóvember 2011 21:35 Árásin á Steam er ein af mörgum sem tölvuleikjafyrirtæki hafa þurft að þola á árinu. Kreditkorta- og persónuupplýsingar tæplega 35 milljón notenda tölvuleikjaþjónustunnar Steam eru í hættu. Þetta tilkynnti Gabe Newell, stofnandi og stjórnarformaður Valve. Steam er dreifingarkerfi fyrir ýmsa tölvuleiki en notendur greiða fyrir aðgang að leikjunum. Í tilkynningu frá Newell kom fram að allar kreditkortaupplýsingar séu dulkóðaðar. Hann sagði algjörlega óvíst hvort að tölvuhakkararnir hefðu haft aðgang að upplýsingunum. Upp komst um árásina eftir að spjallsvæði Steam var skemmt af tölvuþrjótunum. Ljóst er að hakkararnir komust yfir mikið magn upplýsinga - þar á meðal notendanöfn og gömul lykilorð, ásamt fyrri kaupum notenda og dulkóðuðum kreditkortaupplýsingum. Newell bað notendur Steam um að fylgjast með notkun kreditkorta sinna. Nokkur tölvuleikjafyrirtæki hafa orðið fyrir árás hakkara það sem af er ári. Í apríl þurfti Sony að loka fyrir netkerfi Playstation leikjatölvunnar eftir að tölvuþrjótar komust yfir persónuupplýsingar notenda þess en þeir eru um 70 milljón talsins. Leikjavísir Mest lesið Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Tónlist Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Lífið Fleiri fréttir Ný Switch kynnt til leiks GameTíví: Berjast fyrir lífinu í Squid Game Leikirnir sem beðið er eftir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví Sjá meira
Kreditkorta- og persónuupplýsingar tæplega 35 milljón notenda tölvuleikjaþjónustunnar Steam eru í hættu. Þetta tilkynnti Gabe Newell, stofnandi og stjórnarformaður Valve. Steam er dreifingarkerfi fyrir ýmsa tölvuleiki en notendur greiða fyrir aðgang að leikjunum. Í tilkynningu frá Newell kom fram að allar kreditkortaupplýsingar séu dulkóðaðar. Hann sagði algjörlega óvíst hvort að tölvuhakkararnir hefðu haft aðgang að upplýsingunum. Upp komst um árásina eftir að spjallsvæði Steam var skemmt af tölvuþrjótunum. Ljóst er að hakkararnir komust yfir mikið magn upplýsinga - þar á meðal notendanöfn og gömul lykilorð, ásamt fyrri kaupum notenda og dulkóðuðum kreditkortaupplýsingum. Newell bað notendur Steam um að fylgjast með notkun kreditkorta sinna. Nokkur tölvuleikjafyrirtæki hafa orðið fyrir árás hakkara það sem af er ári. Í apríl þurfti Sony að loka fyrir netkerfi Playstation leikjatölvunnar eftir að tölvuþrjótar komust yfir persónuupplýsingar notenda þess en þeir eru um 70 milljón talsins.
Leikjavísir Mest lesið Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Tónlist Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Lífið Fleiri fréttir Ný Switch kynnt til leiks GameTíví: Berjast fyrir lífinu í Squid Game Leikirnir sem beðið er eftir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví Sjá meira