Woods spilaði á fjórum undir pari - Daly strunsaði af velli Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 10. nóvember 2011 10:15 Daly, í hvítu, gengur hér af velli ásamt kylfusveini sínum. Nordic Photos / Getty Images Tiger Woods er þremur höggum á eftir fremsta manni eftir fyrsta keppnisdag opna ástralska meistaramótsins í golfi. Hann lék á fjórum höggum undir pari, 68 höggum, í gær. Heimamaðurinn Jarrod Lyle er efstur á sjö höggum undir pari en landi hans, Adam Scott, lék á þremur undir pari í gær. Hann fékk reyndar albatrossa á 8. holu, sem er 557 jarda löng og par fimm. Það var þó líklega John Daly sem vakti einna mesta athyglina í gær en hann gekk af velli í miðri keppni og hætti leik. Það gerðist á tíundu holu, eftir að hann hafði slegið rangan bolta upp úr sandglompu og fékk fyrir það tveggja högga víti. Daly tók sig til og sló 6-7 bolta í nærliggjandi vatn, tilkynnti svo að hann væri hættur og gekk af velli. Forráðamenn mótsins í Ástralíu voru brjálaðir og báðu Daly vinsamlegast að halda sér frá mótinu í framtíðinni. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Daly lendir í óvenjulegu atviki í Ástralíu en á sama móti fyrir tveimur árum síðan hrifsaði hann til sín farsíma eins áhorfenda og kastaði honum í tré. Sagði hann að áhorfandinn hafi farið í taugarnar á sér. Golf Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Sport Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Tiger Woods er þremur höggum á eftir fremsta manni eftir fyrsta keppnisdag opna ástralska meistaramótsins í golfi. Hann lék á fjórum höggum undir pari, 68 höggum, í gær. Heimamaðurinn Jarrod Lyle er efstur á sjö höggum undir pari en landi hans, Adam Scott, lék á þremur undir pari í gær. Hann fékk reyndar albatrossa á 8. holu, sem er 557 jarda löng og par fimm. Það var þó líklega John Daly sem vakti einna mesta athyglina í gær en hann gekk af velli í miðri keppni og hætti leik. Það gerðist á tíundu holu, eftir að hann hafði slegið rangan bolta upp úr sandglompu og fékk fyrir það tveggja högga víti. Daly tók sig til og sló 6-7 bolta í nærliggjandi vatn, tilkynnti svo að hann væri hættur og gekk af velli. Forráðamenn mótsins í Ástralíu voru brjálaðir og báðu Daly vinsamlegast að halda sér frá mótinu í framtíðinni. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Daly lendir í óvenjulegu atviki í Ástralíu en á sama móti fyrir tveimur árum síðan hrifsaði hann til sín farsíma eins áhorfenda og kastaði honum í tré. Sagði hann að áhorfandinn hafi farið í taugarnar á sér.
Golf Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Sport Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira