Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - Valur 24-33 Kristinn Páll Teitsson í Mosfellsbæ skrifar 24. nóvember 2011 14:20 Klaufalegur sóknarleikur var Aftureldingarmönnum að falli í 33-24 tapi þeirra gegn Val í N1-deild karla í kvöld. Eftir jafnræði meðal liða í byrjun skoruðu heimamenn ekki í tæplega 12. mínútur og reyndist það dýrkeypt. Eftir 9. mínútur var staðan 3-3 og var allt í járnum en þá hrökk Valur í gang. Hlynur Morthens, markmaður Vals fór að verja vel og virtist taugaveiklun grípa sig í leikmönnum Aftureldingar. Þeir köstuðu boltanum frá sér trekk í trekk og á 12. mínútna kafla náðu Valsmenn að koma sér í 7 stiga forystu. Valsmenn héldu þeirri forystu og juku á hana fyrir hálfleikinn og var staðan í hálfleik 16-7 fyrir Valsmönnum. Heimamenn komu grimmari út í seinni hálfleik en náðu ekki að minnka muninn verulega og Valsmenn gengu aftur á lagið og juku muninn jafnt og þétt. Þeir náðu mest 13 stiga forskoti en heimamenn náðu aðeins að rétta úr kútnum rétt fyrir lok leiksins og minnkuðu muninn niður í 24-33. Anton Rúnarsson átti stórleik í liði Valsmanna með 14 mörk en fyrir heimamenn var Böðvar Páll Ásgeirsson markahæstur með 7 mörk. Valsmenn hafa með þessu lyft sér upp fyrir Akureyri og náð ágætis fjarlægð á botnbaráttuna. Afturelding situr enn í 7. sæti með 4 stig eftir 9 leiki. Anton: Þetta er einn af erfiðustu útivöllum landsins„Mjög sterkur sigur og mjög mikilvægur leikur hérna í kvöld hjá okkur," sagði Anton Rúnarsson, leikmaður Vals eftir 33-24 sigur á Aftureldingu í kvöld. „Við ætlum okkur að vera í toppbaráttunni og við erum á ágætis skriði núna, búnir að vinna HK og Gróttu og þá þarf að halda áfram því formi, ég er því mjög ánægður að við náðum í stigin tvö hér í dag." „Við töpuðum fyrir Aftureldingu á Reykjarvíkurmótinu og þetta er einn af erfiðustu útivöllum landsins, við vorum ákveðnir hinsvegar og gáfum allt í þetta frá byrjun og það skilaði sér í stigunum." „við ætluðum að mæta grimmir til leiks og berja frá okkur, vörnin var góð og Bubbi var góður í markinu. Það skilar sér í hraðaupphlaupum sem gaf okkur ódýr mörk," sagði Anton Böðvar: Spiluðum hræðilega á köflum„Það gekk eiginlega ekkert hjá okkur hérna, í byrjun seinni hálfleiks náum við ágætis kafla sem við söxum á forskotið þeirra en við spiluðum á köflum hræðilega," sagði Böðvar Páll Ásgeirsson, leikmaður Aftureldingar eftir leikinn. „Við ætluðum okkur þessa tvo punkta og með því nálgast þessi lið fyrir ofan okkur en það gekk ekki hérna í kvöld." „Við opnuðum vörnina þeirra vel í byrjun en vorum ekki að nýta færin. Við það skapaðist einhver örvænting sem leiddi til þess að menn fóru að grýta boltanum meira. Það leiddi til fimm sókna í röð sem við köstum boltanum í hendurnar þeirra." „Það er erfitt að eiga við svoleiðis, það fer rosalega með sjálfstraustið á leikmönnunum í leiknum. Það er hinsvegar nóg eftir af þessu móti og ef við höfum hausinn rétt stilltann þá eigum við að geta unnið upp forskotin á þessi lið," sagði Böðvar. Óskar: Anton er sennilega einn besti sóknarmaður deildarinnar„Ég er mjög ánægður, ég er viss um að Afturelding á eftir að taka helling af stigum af öðrum liðum og því var gott að sigra hér í kvöld," sagði Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals eftir 33-24 sigur á Aftureldingu í kvöld. „Þetta var mjög mikilvægur leikur, við lögðum upp með fyrir mótið að vera í toppbaráttunni og við vissum að ef við töpuðum hér í kvöld værum við að fara í aðra keppni við afar sterkt lið Aftureldingar." „Þeir gerðu mörg mistök í fyrri og við hefðum getað nýtt okkur það betur. Hlynur lokaði hinsvegar markinu, vörnin fór að spila betur og við byrjuðum að skjóta ágætlega og náðum að komast í ágætis forskot." Anton Rúnarsson átti stórleik fyrir Valsara og skoraði 14 mörk. „Hann er búinn að vera frábær í vetur, ég hef alltaf vitað af hæfileikunum en í vetur hefur hann verið mjög stöðugur í sínum leik og sennilega einn besti sóknarmaður deildarinnar. Hann er að stíga upp, þrátt fyrir að hann var dekkaður stíft hérna í kvöld náði hann að losa sig og spila vel," sagði Óskar. Olís-deild karla Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Fótbolti Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Körfubolti Dagskráin í dag: Besta deild kvenna og Ronaldo Sport Fleiri fréttir Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni Sjá meira
Klaufalegur sóknarleikur var Aftureldingarmönnum að falli í 33-24 tapi þeirra gegn Val í N1-deild karla í kvöld. Eftir jafnræði meðal liða í byrjun skoruðu heimamenn ekki í tæplega 12. mínútur og reyndist það dýrkeypt. Eftir 9. mínútur var staðan 3-3 og var allt í járnum en þá hrökk Valur í gang. Hlynur Morthens, markmaður Vals fór að verja vel og virtist taugaveiklun grípa sig í leikmönnum Aftureldingar. Þeir köstuðu boltanum frá sér trekk í trekk og á 12. mínútna kafla náðu Valsmenn að koma sér í 7 stiga forystu. Valsmenn héldu þeirri forystu og juku á hana fyrir hálfleikinn og var staðan í hálfleik 16-7 fyrir Valsmönnum. Heimamenn komu grimmari út í seinni hálfleik en náðu ekki að minnka muninn verulega og Valsmenn gengu aftur á lagið og juku muninn jafnt og þétt. Þeir náðu mest 13 stiga forskoti en heimamenn náðu aðeins að rétta úr kútnum rétt fyrir lok leiksins og minnkuðu muninn niður í 24-33. Anton Rúnarsson átti stórleik í liði Valsmanna með 14 mörk en fyrir heimamenn var Böðvar Páll Ásgeirsson markahæstur með 7 mörk. Valsmenn hafa með þessu lyft sér upp fyrir Akureyri og náð ágætis fjarlægð á botnbaráttuna. Afturelding situr enn í 7. sæti með 4 stig eftir 9 leiki. Anton: Þetta er einn af erfiðustu útivöllum landsins„Mjög sterkur sigur og mjög mikilvægur leikur hérna í kvöld hjá okkur," sagði Anton Rúnarsson, leikmaður Vals eftir 33-24 sigur á Aftureldingu í kvöld. „Við ætlum okkur að vera í toppbaráttunni og við erum á ágætis skriði núna, búnir að vinna HK og Gróttu og þá þarf að halda áfram því formi, ég er því mjög ánægður að við náðum í stigin tvö hér í dag." „Við töpuðum fyrir Aftureldingu á Reykjarvíkurmótinu og þetta er einn af erfiðustu útivöllum landsins, við vorum ákveðnir hinsvegar og gáfum allt í þetta frá byrjun og það skilaði sér í stigunum." „við ætluðum að mæta grimmir til leiks og berja frá okkur, vörnin var góð og Bubbi var góður í markinu. Það skilar sér í hraðaupphlaupum sem gaf okkur ódýr mörk," sagði Anton Böðvar: Spiluðum hræðilega á köflum„Það gekk eiginlega ekkert hjá okkur hérna, í byrjun seinni hálfleiks náum við ágætis kafla sem við söxum á forskotið þeirra en við spiluðum á köflum hræðilega," sagði Böðvar Páll Ásgeirsson, leikmaður Aftureldingar eftir leikinn. „Við ætluðum okkur þessa tvo punkta og með því nálgast þessi lið fyrir ofan okkur en það gekk ekki hérna í kvöld." „Við opnuðum vörnina þeirra vel í byrjun en vorum ekki að nýta færin. Við það skapaðist einhver örvænting sem leiddi til þess að menn fóru að grýta boltanum meira. Það leiddi til fimm sókna í röð sem við köstum boltanum í hendurnar þeirra." „Það er erfitt að eiga við svoleiðis, það fer rosalega með sjálfstraustið á leikmönnunum í leiknum. Það er hinsvegar nóg eftir af þessu móti og ef við höfum hausinn rétt stilltann þá eigum við að geta unnið upp forskotin á þessi lið," sagði Böðvar. Óskar: Anton er sennilega einn besti sóknarmaður deildarinnar„Ég er mjög ánægður, ég er viss um að Afturelding á eftir að taka helling af stigum af öðrum liðum og því var gott að sigra hér í kvöld," sagði Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals eftir 33-24 sigur á Aftureldingu í kvöld. „Þetta var mjög mikilvægur leikur, við lögðum upp með fyrir mótið að vera í toppbaráttunni og við vissum að ef við töpuðum hér í kvöld værum við að fara í aðra keppni við afar sterkt lið Aftureldingar." „Þeir gerðu mörg mistök í fyrri og við hefðum getað nýtt okkur það betur. Hlynur lokaði hinsvegar markinu, vörnin fór að spila betur og við byrjuðum að skjóta ágætlega og náðum að komast í ágætis forskot." Anton Rúnarsson átti stórleik fyrir Valsara og skoraði 14 mörk. „Hann er búinn að vera frábær í vetur, ég hef alltaf vitað af hæfileikunum en í vetur hefur hann verið mjög stöðugur í sínum leik og sennilega einn besti sóknarmaður deildarinnar. Hann er að stíga upp, þrátt fyrir að hann var dekkaður stíft hérna í kvöld náði hann að losa sig og spila vel," sagði Óskar.
Olís-deild karla Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Fótbolti Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Körfubolti Dagskráin í dag: Besta deild kvenna og Ronaldo Sport Fleiri fréttir Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni Sjá meira