Svavar Sigursteinsson varð um helgina í öðru sæti í keppninni Texas Strongest Man sem haldin var í Kingwood í Texas. Svavar keppti í mínus 110 kg flokki.
Þetta var frekar hefðbundin aflraunakeppni eins og við Íslendingar þekkjum orðið svo vel.
Bandaríkjamenn voru í meirihluta keppenda en keppendur komu einnig frá öðrum löndum. Með árangrinum náði Svavar að tryggja sér sæti í Nationals-keppninni.
Gamla buffið Bill Kazmaier veitti verðlaun á mótinu en hann varð þrisvar sinnum sterkasti maður heims.

