Körfubolti

KFÍ, Njarðvík og Tindastóll unnu leiki sína í Lengjubikar karla

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Friðrik Steinsson skoraði ellefu stig fyrir heimamenn á Króknum.
Friðrik Steinsson skoraði ellefu stig fyrir heimamenn á Króknum. Mynd / Stefán
KFÍ vann 93-82 sigur á Haukum í B-riðli Lengjubikars karla á Ísafirði í kvöld. Tindastóll vann 86-84 heimasigur á Snæfelli í C-riðli keppninnar. Þá vann Njarðvík 84-74 útisigur á Hamri.

Frábær fjórði leikhluti Ísfirðinga reið baggamuninn gegn Haukum í kvöld. KFÍ vann leikhlutann með fjórtán stigum en þeir voru þremur stigum undir að lokum þriðja leikhluta.

Þrátt fyrir sigurinn er von Ísfirðinga um sæti í undanúrslitum veik en Grindvíkingar sitja í toppsætinu og ekki líklegir til þess að gefa það eftir.

Á Sauðárkróki vann Tindastóll 86-84 heimasigur á Snæfelli í C-riðli Lengjubikars karla í körfuknattleik í kvöld. Þetta var fyrsti sigur Tindastóls í riðlinum en liðið á þó ekki möguleika á að komast áfram í undanúrslit keppninnar.

Þá vann Njarðvík 84-74 útisigur á Hamri í viðureign liðanna í D-riðli keppninnar og eru á góðri stöðu á toppi riðilsins.

Travis Holmes var stigahæstur gestanna með 22 stig og Elvar Friðriksson skoraði 18 stig. Hjá heimamönnum var Brandon Cotton langstigahæstur með 38 stig.

KFÍ-Haukar 93-82 (16-23, 26-23, 21-20, 30-16)

KFÍ: Christopher Miller-Williams 27/17 fráköst, Craig Schoen 26/4 fráköst/5 stoðsendingar, Ari Gylfason 25, Sigurður Orri Hafþórsson 7, Kristján Andrésson 4, Jón H. Baldvinsson 4/5 fráköst.

Haukar: Jovanni Shuler 28/9 fráköst, Christopher Smith 19/5 fráköst, Haukur Óskarsson 15, Davíð Páll Hermannsson 13/4 fráköst, Helgi Björn Einarsson 2, Andri Freysson 2, Guðmundur Kári Sævarsson 2, Emil Barja 1.

Tindastóll-Snæfell 86-84 (17-15, 23-20, 19-24, 27-25)

Tindastóll: Maurice Miller 18/6 fráköst, Svavar Atli Birgisson 15/4 fráköst, Trey Hampton 15/6 fráköst, Helgi Rafn Viggósson 12/4 fráköst, Friðrik Hreinsson 11/5 fráköst, Helgi Freyr Margeirsson 7, Pálmi Geir Jónsson 5, Þröstur Leó Jóhannsson 3.

Snæfell: Jón Ólafur Jónsson 26/5 fráköst, Quincy Hankins-Cole 20/17 fráköst, Marquis Sheldon Hall 19, Sveinn Arnar Davidsson 9, Egill Egilsson 8, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 2/4 fráköst.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×