Sigur Woods tryggði bandaríska liðinu Forsetabikarinn Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 20. nóvember 2011 09:17 Tiger Woods fagnar sigrinum með áhorfendum í nótt. Nordic Photos / Getty Images Lið Bandaríkjanna vann í nótt Forsetabikarinn í golfi eftir sigur á heimsúrvalinu, 19-15. Á endanum var það sigur Tiger Woods sem tryggði bandaríska liðinu endanlega titilinn. Tiger hafði betur gegn Aaron Baddeley og lenti ekki í teljandi vandræðum. Hann kláraði viðureignina á fimmtándu holu og gátu þá Bandaríkjamenn leyft sér að fagna sigrinum. „Ég var nú að vona að þetta myndi ekki að ráðast á okkar viðureign,“ sagði Woods við fjölmiðla. „En okkur tókst ekki að byrja nægilega vel og við áttuðum okkur á því að líklega myndi þetta ráðast á síðustu fjórum viðureignunum.“ „Við þurftum að ná í stig og náði ég að spila virkilega vel í dag,“ bætti hann við. Fred Couples, fyrirliði bandaríska liðsins, tók nokkuð umdeilda ákvörðun með því að velja Woods í liðið og skilja eftir kylfinga sem höfðu náð betri árangri en hann á undanförnu ári. En Woods stóð fyrir sínu á mótinu og spilaði vel, þrátt fyrir að aðeins tveir vinningar hafi skilað sér í hús á endanum. Þetta var fjórði sigur Bandaríkjanna í röð í Forsetabikarnum og náðu þeir bandarísku að hefna fyrir eina tap liðsins í keppninni fyrir þetta - árið 1998 en þá fór einmitt líka fram í Melbourne. Golf Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Sport Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Lið Bandaríkjanna vann í nótt Forsetabikarinn í golfi eftir sigur á heimsúrvalinu, 19-15. Á endanum var það sigur Tiger Woods sem tryggði bandaríska liðinu endanlega titilinn. Tiger hafði betur gegn Aaron Baddeley og lenti ekki í teljandi vandræðum. Hann kláraði viðureignina á fimmtándu holu og gátu þá Bandaríkjamenn leyft sér að fagna sigrinum. „Ég var nú að vona að þetta myndi ekki að ráðast á okkar viðureign,“ sagði Woods við fjölmiðla. „En okkur tókst ekki að byrja nægilega vel og við áttuðum okkur á því að líklega myndi þetta ráðast á síðustu fjórum viðureignunum.“ „Við þurftum að ná í stig og náði ég að spila virkilega vel í dag,“ bætti hann við. Fred Couples, fyrirliði bandaríska liðsins, tók nokkuð umdeilda ákvörðun með því að velja Woods í liðið og skilja eftir kylfinga sem höfðu náð betri árangri en hann á undanförnu ári. En Woods stóð fyrir sínu á mótinu og spilaði vel, þrátt fyrir að aðeins tveir vinningar hafi skilað sér í hús á endanum. Þetta var fjórði sigur Bandaríkjanna í röð í Forsetabikarnum og náðu þeir bandarísku að hefna fyrir eina tap liðsins í keppninni fyrir þetta - árið 1998 en þá fór einmitt líka fram í Melbourne.
Golf Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Sport Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira