Dregið verður í sextán liða úrslit í bikarkeppni KKÍ, Powerade-bikarnum, klukkan 14.00 í dag og verður drátturinn í beinni Twitter-lýsingu á Vísi.
Hægt verður að fylgjast með uppfærslum af drættinum í sérstökum Twitter-glugga á íþróttahluta Vísis.
Liðin í sem verða í skálinni eru:
Karlar: Snæfell, Fjölnir, Tindastóll, Keflavík, KR, Grindavík, Njarðvík, Hamar, Stjarnan, KFÍ, Breiðablik, Þór Akureyri, Njarðvík-b, Höttur, Skallagrímur og Þór Þorlákshöfn.
Konur: Breiðablik, Fjölnir, Grindavík, Hamar, Haukar, Keflavík, KR, Laugdælir, Njarðvík, Snæfell, Stjarnan, Valur og Þór Akureyri.
