Ef við erum ponsu skynsamari, örlítið minna gráðug og hugsum svolítið... þá er þetta ekkert mál, segir Solla Eiríks höfundur bókarinnar Heilsuréttir Hagkaups sem er nýkomin út.
Solla hefur sjálf verið á safakúr undanfarna daga en safarnir sem hún neytir eru stútfullir af næringu. Safa-uppskriftirnar eru í nýju bókinni hennar - nema hvað!
Gefðu þér rúmar 3 mínútur til að horfa á myndskeiðið ef þú átt það til að borða á þig gat yfr hátíðarnar.
