Pires blæs á misvægi Kristinn H. Gunnarsson skrifar 8. febrúar 2011 06:00 Þær bábiljur þrífast hér á landi að svonefnt misvægi atkvæða í Alþingiskosningum sé mannréttindabrot og stjórnmálafræðingar eru sagðir halda því fram að hvergi í heiminum hafi fundist jafnkerfisbundin mismunun og hér á landi. Í stjórnarskránni er fjöldi þingsæta í hverju kjördæmi ákvarðaður þannig að misvægið er lítið og hreyfist í samræmi við breytingar á íbúafjölda. Þingsætum í Norðvesturkjördæmi hefur fækkað á aðeins 10 árum úr 10 í 8 og í Suðvesturkjördæmi hefur þeim á sama tíma fjölgað úr 11 í 13. Í heildina tekið hefur landsbyggðin örfá þingsæti umfram það sem íbúafjölda nemur. Þessi ávinningur hefur engin áhrif landsbyggðinni í hag þegar litið er til þess að löggjafarþingið, ríkisstjórnin öll, ráðuneytin og nærfellt allar ríkisstofnanir eru í Reykjavík. Völdin eru um allt kerfið en kjósendur fá ekki að komast að þeim, það er einfaldlega ekki kosið. Í kosningu til Stjórnlagaþings er dreifbýlinu úthýst með einu kjördæmi í nafni mannréttinda en þeir sem það ákveða gera hins vegar harða kröfu um atkvæðamisvægi sér til handa þegar þeim hentar. Stjórnvöld hafa sótt um aðild að Evrópusambandinu og Íslendingar krefjast 15 sinnum meira atkvæðavægis en Þjóðverjar hafa í kosningum til Evrópuþingsins. Það er nú öll virðingin fyrir mannréttindum. Þetta má lesa í viðtali í Fréttablaðinu um síðustu helgi við Jean-Claude Piris, sem er sagður innmúraður Evrópusambandsmaður, sem hafi verið ráðgjafi ráðherraráðs sambandsins og yfirmaður lögfræðideildar þess. Piris segir um áhrif Íslands: „Á Evrópuþinginu yrðu auðvitað fáir íslenskir þingmenn, sex talsins, en það er hlutfallslega mikið ef miðað er til dæmis við Þýskaland. Evrópuþingmaður frá Þýskalandi er fulltrúi tólf sinnum fleiri íbúa en þingmaður frá Möltu [413.000 íbúar]. Þeir eru samt hvor með sitt atkvæði. Í Evrópudómstólnum hefðuð þið svo einn dómara rétt eins og Þýskaland, Frakkland og Bretland." Evrópusambandið gætir þess að fámenn ríki hafi völd og áhrif umfram íbúafjölda. Hvað segja þeir Ólafur Harðarson og Þorvaldur Gylfason nú um kerfisbundnu mannréttindabrotin? Hver yrðu áhrif Íslendinga ef Evrópusambandið væri eitt kjördæmi? Svar: Engin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn H. Gunnarsson Mest lesið Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Sjá meira
Þær bábiljur þrífast hér á landi að svonefnt misvægi atkvæða í Alþingiskosningum sé mannréttindabrot og stjórnmálafræðingar eru sagðir halda því fram að hvergi í heiminum hafi fundist jafnkerfisbundin mismunun og hér á landi. Í stjórnarskránni er fjöldi þingsæta í hverju kjördæmi ákvarðaður þannig að misvægið er lítið og hreyfist í samræmi við breytingar á íbúafjölda. Þingsætum í Norðvesturkjördæmi hefur fækkað á aðeins 10 árum úr 10 í 8 og í Suðvesturkjördæmi hefur þeim á sama tíma fjölgað úr 11 í 13. Í heildina tekið hefur landsbyggðin örfá þingsæti umfram það sem íbúafjölda nemur. Þessi ávinningur hefur engin áhrif landsbyggðinni í hag þegar litið er til þess að löggjafarþingið, ríkisstjórnin öll, ráðuneytin og nærfellt allar ríkisstofnanir eru í Reykjavík. Völdin eru um allt kerfið en kjósendur fá ekki að komast að þeim, það er einfaldlega ekki kosið. Í kosningu til Stjórnlagaþings er dreifbýlinu úthýst með einu kjördæmi í nafni mannréttinda en þeir sem það ákveða gera hins vegar harða kröfu um atkvæðamisvægi sér til handa þegar þeim hentar. Stjórnvöld hafa sótt um aðild að Evrópusambandinu og Íslendingar krefjast 15 sinnum meira atkvæðavægis en Þjóðverjar hafa í kosningum til Evrópuþingsins. Það er nú öll virðingin fyrir mannréttindum. Þetta má lesa í viðtali í Fréttablaðinu um síðustu helgi við Jean-Claude Piris, sem er sagður innmúraður Evrópusambandsmaður, sem hafi verið ráðgjafi ráðherraráðs sambandsins og yfirmaður lögfræðideildar þess. Piris segir um áhrif Íslands: „Á Evrópuþinginu yrðu auðvitað fáir íslenskir þingmenn, sex talsins, en það er hlutfallslega mikið ef miðað er til dæmis við Þýskaland. Evrópuþingmaður frá Þýskalandi er fulltrúi tólf sinnum fleiri íbúa en þingmaður frá Möltu [413.000 íbúar]. Þeir eru samt hvor með sitt atkvæði. Í Evrópudómstólnum hefðuð þið svo einn dómara rétt eins og Þýskaland, Frakkland og Bretland." Evrópusambandið gætir þess að fámenn ríki hafi völd og áhrif umfram íbúafjölda. Hvað segja þeir Ólafur Harðarson og Þorvaldur Gylfason nú um kerfisbundnu mannréttindabrotin? Hver yrðu áhrif Íslendinga ef Evrópusambandið væri eitt kjördæmi? Svar: Engin.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar