Björn Jörundur kynnir á Eddunni 15. febrúar 2011 13:00 Björn Jörundur verður kynnir á Eddunni í ár og veltir nú fyrir sér hvort hann verði með Edduverðlaunin sín á sér. „Ég er að byrja að teikna þetta upp," segir tónlistarmaðurinn Björn Jörundur Friðbjörnsson. Björn verður kynnir á Edduverðlaunahátíðinni sem verður haldin í Íslensku óperunni á laugardaginn og í beinni útsendingu á Stöð 2. „Ég var rólegur yfir þessu þangað til núna - þangað til þú hringdir. Þá vaknaði ég upp af vondum draumi og þarf að pæla í þessu," segir Björn sem hefur verið upptekinn við að setja upp sýninguna í nánd ásamt félögum sínum í hljómsveitinni Nýdönsk. Spurður hvort hann hafi áður tekið að sér svipuð verkefni segir Björn að hann hafi gert það í gamla daga, þó hann hafi reyndar aldrei kynnt Edduna. „Ég fékk nú Edduverðlaunin einu sinni, fyrir Engla alheimsins," segir hann léttur. „Ætli þetta sé ekki svona eins og þegar menn fá Fálkaorðuna, þá setja þeir hana á sig á tyllidögum. Ætli ég verði ekki með mína á mér til að ítreka það að ég sé verðugur." Störf kynna á verðlaunahátíðin vekja oft mikla athygli og skemmst er að minnast þess þegar breski grínistinn Ricky Gervais fór á kostum á Golden Globes-hátíðinni í janúar. Ætli íslenski kvikmyndabransinn eigi von á slíkri meðferð? „Ég á eftir að horfa á hvernig Ricky Gervais gerði þetta. Ég þakka þér fyrir ábendinguna," segir Björn. „Ég heyrði náttúrulega um það í fréttum - ætli ég verði ekki að kynna mér hvernig hann fór að. Og einvherjir aðrir. Balti var nú léttur í fyrra." Hann var mjög pólitískur. Ætlar þú að feta þær slóðir? „Pólitíkin dugði í fyrra, það hefur lítið gerst í þeim efnum síðan og ekki þörf á að draga það fram aftur. Ég held að fólk muni eftir því og það þarf ekki að ítreka það. Ætli ég verði ekki sjálfum mér verstur, er ég það ekki alltaf?" - afb Golden Globes Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira
„Ég er að byrja að teikna þetta upp," segir tónlistarmaðurinn Björn Jörundur Friðbjörnsson. Björn verður kynnir á Edduverðlaunahátíðinni sem verður haldin í Íslensku óperunni á laugardaginn og í beinni útsendingu á Stöð 2. „Ég var rólegur yfir þessu þangað til núna - þangað til þú hringdir. Þá vaknaði ég upp af vondum draumi og þarf að pæla í þessu," segir Björn sem hefur verið upptekinn við að setja upp sýninguna í nánd ásamt félögum sínum í hljómsveitinni Nýdönsk. Spurður hvort hann hafi áður tekið að sér svipuð verkefni segir Björn að hann hafi gert það í gamla daga, þó hann hafi reyndar aldrei kynnt Edduna. „Ég fékk nú Edduverðlaunin einu sinni, fyrir Engla alheimsins," segir hann léttur. „Ætli þetta sé ekki svona eins og þegar menn fá Fálkaorðuna, þá setja þeir hana á sig á tyllidögum. Ætli ég verði ekki með mína á mér til að ítreka það að ég sé verðugur." Störf kynna á verðlaunahátíðin vekja oft mikla athygli og skemmst er að minnast þess þegar breski grínistinn Ricky Gervais fór á kostum á Golden Globes-hátíðinni í janúar. Ætli íslenski kvikmyndabransinn eigi von á slíkri meðferð? „Ég á eftir að horfa á hvernig Ricky Gervais gerði þetta. Ég þakka þér fyrir ábendinguna," segir Björn. „Ég heyrði náttúrulega um það í fréttum - ætli ég verði ekki að kynna mér hvernig hann fór að. Og einvherjir aðrir. Balti var nú léttur í fyrra." Hann var mjög pólitískur. Ætlar þú að feta þær slóðir? „Pólitíkin dugði í fyrra, það hefur lítið gerst í þeim efnum síðan og ekki þörf á að draga það fram aftur. Ég held að fólk muni eftir því og það þarf ekki að ítreka það. Ætli ég verði ekki sjálfum mér verstur, er ég það ekki alltaf?" - afb
Golden Globes Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira