Grindvíkingar hafa verið duglegastir allra félaga að skipta um bandaríska leikmenn í vetur og eru þá talin með bæði karla- og kvennalið félagsins. Nú síðast ákvað stjórn og þjálfari kvennaliðsins að segja upp samningi við framherjann Crystal Boyd.
Fyrr í vetur var Charmaine Clark látin fara frá kvennaliðinu og karlaliðið er nýbúið að fá sinn þriðja bandaríska bakvörð auk þess að sá fjórði sveik þá og hætti við að koma til landsins.
„Stjórn og þjálfari kvennaliðs Grindavíkur hafa ákveðið að segja upp samningi við Bandarískan leikmann liðsins Crystal Boyd. Hún þótti engan vegin standa undir væntingum, hvorki innan vallar né utan. Ekki hefur verið tekin ákvörðun hvort nýr leikmaður verði fengin til liðsins," segir í frétt um málið á heimasíðu Grindavíkur.
Crystal Ann Boyd var með 21,0 stig, 9,1 frákast og 1,9 stoðasendingar að meðaltali í leik í þeim átta leikjum sem hún spilaði með liðinu í Iceland Express deildinni.
Boyd var þó aðeins með 7 stig á 16 mínútum og klikkaði á 8 af 11 skotum í sínum síðasta leik með liðinu þegar liðið tapaði 65-70 á móti Njarðvík.
Grindavík vann tvo af átta leikjum með hana innanborðs og hún var með 28,5 stig að meðaltali í þeim.
Enn ein breytingin á kanamálum Grindvíkinga
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið


„Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“
Körfubolti

Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum
Íslenski boltinn


Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn
Íslenski boltinn



Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við
Enski boltinn

Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United
Enski boltinn

Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti
Enski boltinn