Útrýmum mönnum! Illugi Jökulsson skrifar 13. febrúar 2011 06:00 Þegar ég var að byrja að fylgjast með þjóðmálum upp úr 1970 var Rauðsokkahreyfingin að koma undir sig fótunum. Ég segi nú ekki að ég hafi fylgst grannt með hreyfingunni en vitaskuld varð ég var við helstu baráttumál hennar. Og skemmst er frá því að segja að mér fannst þau öll svo sjálfsögð og eðlileg að ég bjóst fastlega við að búið yrði að afgreiða þau öll seinni partinn á morgun, eða í síðasta lagi snemma í næstu viku. Launamisrétti úr sögunni, sjálfsögð og aukin virðing fyrir hlut og framlagi kvenna, þetta lá allt svo í augum uppi að mér fannst varla að það þyrfti að ræða það öllu frekar. Og ég tók svo hátíðlega orðin um að "konur væru líka menn" að ég lagði gjörsamlega á hilluna orðið "menn" ef merkingin var í rauninni "karlmenn". Um þetta tók ég bara meðvitaða ákvörðun - að ég myndi aldrei nokkurn tíma láta standa mig að því að segja til dæmis "menn og konur". Því ég samþykkti fyrirvaralaust að með slíku orðalagi væru karlmenn að eigna sér tegundarheitið "maður" og til þess hefðu þeir engan rétt. Ég var sem sagt afar efnilegur kvenréttindasinni, þó ég segi sjálfur frá. Það var auðvitað ekki af því ég væri eitthvað betur úr garði gerður en aðrir strákar, heldur hefur fordæmi móður minnar sjálfsagt ráðið mestu. Hún sá ein um heimilið af mikilli kostgæfni og það hefði verið beinlínis fáránlegt að láta sér detta í hug að hún, sem kona, ætti að vera einhvers konar eftirbátur karlmanna. Þetta var um miðjan áttunda áratuginn eða þar um bil. Fyrir rúmlega 35 árum. Þá hefði ég svo sannarlega orðið hissa ef mér hefði verið sagt að árið 2011 væru jafnréttismál enn að vefjast fyrir fólki, og algert jafnrétti kvenna og karla hefði reyndar alls ekki náðst ennþá - ekki að fullu. Og núna skil ég hvorki upp né niður í því af hverju jafnréttismál eru ekki lengra á veg komin - ég botna ekki í hvað getur staðið í veginum, því nánast öll hljótum við að viðurkenna að markmið kvennabaráttunnar séu sjálfsögð og eðlileg. Það er einhver tregða, ég veit ekki almennilega hvar, en einn þáttur þeirrar tregðu birtist í því að mér til mikillar undrunar, þá hefur alls ekki dáið út notkun orðsins "maður" í merkingunni "karlmaður". Og það sem hefur komið mér allra mest á óvart er að ég hef iðulega heyrt konur - jafnvel af kynslóð Rauðsokkanna - tala um "menn og konur" þegar átt við "karla og konur". Ég hélt að strax þarna upp úr 1970 hefðu allir orðið sammála um að taka upp nýtt orðalag til merkis um nýja hugsun, en það tókst af einhverjum ástæðum ekki. Og enn heyrir maður þetta vefjast fyrir fólki, og afleiðingin er þá sú að fólk sem talar um "menn" þegar það á við "karlmenn" á við - undir niðri - að karlmenn séu hinir einu sönnu fulltrúar mannkynsins. Og ég hef ekki heyrt neinn benda á þetta í mörg herrans ár. Orrustan um orðin tapaðist, eða að minnsta kosti var látið afskiptalaust að stór hópur fólks talar enn um karlmenn sem "menn", en konur eru þá einhvers konar aukameðlimir í mannkyninu. Það er afar mikilvægt að vinna orrustur um orð þegar málið snýst um að breyta samfélaginu, gera byltingu. Því hvet ég til að við förum aftur að vanda mál okkar og tölum í samræmi við þá trú að "konur séu líka menn". Það mun geta orðið einum litlum dreng umhugsunarefni, eins og það varð mér á sínum tíma, og gæti gert hann að ögn skárri jafnréttissinna en hann hefði kannski annars orðið. Útrýmum mönnum - að minnsta kosti í þessari merkingu. Konur eru líka menn.Öðlingurinn 2011 er vitundarvakning. Átakið stendur yfir í mánuð, frá bóndadeginum (21. janúar) til konudagsins (20. febrúar).Markmið þess er að stuðla að opinni umræðu um jafnrétti kynjanna á Íslandi. Nánar á heimasíðu átaksins, odlingurinn.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Illugi Jökulsson Öðlingurinn Mest lesið Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Í nafni frelsis og valdeflingar Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Sjá meira
Þegar ég var að byrja að fylgjast með þjóðmálum upp úr 1970 var Rauðsokkahreyfingin að koma undir sig fótunum. Ég segi nú ekki að ég hafi fylgst grannt með hreyfingunni en vitaskuld varð ég var við helstu baráttumál hennar. Og skemmst er frá því að segja að mér fannst þau öll svo sjálfsögð og eðlileg að ég bjóst fastlega við að búið yrði að afgreiða þau öll seinni partinn á morgun, eða í síðasta lagi snemma í næstu viku. Launamisrétti úr sögunni, sjálfsögð og aukin virðing fyrir hlut og framlagi kvenna, þetta lá allt svo í augum uppi að mér fannst varla að það þyrfti að ræða það öllu frekar. Og ég tók svo hátíðlega orðin um að "konur væru líka menn" að ég lagði gjörsamlega á hilluna orðið "menn" ef merkingin var í rauninni "karlmenn". Um þetta tók ég bara meðvitaða ákvörðun - að ég myndi aldrei nokkurn tíma láta standa mig að því að segja til dæmis "menn og konur". Því ég samþykkti fyrirvaralaust að með slíku orðalagi væru karlmenn að eigna sér tegundarheitið "maður" og til þess hefðu þeir engan rétt. Ég var sem sagt afar efnilegur kvenréttindasinni, þó ég segi sjálfur frá. Það var auðvitað ekki af því ég væri eitthvað betur úr garði gerður en aðrir strákar, heldur hefur fordæmi móður minnar sjálfsagt ráðið mestu. Hún sá ein um heimilið af mikilli kostgæfni og það hefði verið beinlínis fáránlegt að láta sér detta í hug að hún, sem kona, ætti að vera einhvers konar eftirbátur karlmanna. Þetta var um miðjan áttunda áratuginn eða þar um bil. Fyrir rúmlega 35 árum. Þá hefði ég svo sannarlega orðið hissa ef mér hefði verið sagt að árið 2011 væru jafnréttismál enn að vefjast fyrir fólki, og algert jafnrétti kvenna og karla hefði reyndar alls ekki náðst ennþá - ekki að fullu. Og núna skil ég hvorki upp né niður í því af hverju jafnréttismál eru ekki lengra á veg komin - ég botna ekki í hvað getur staðið í veginum, því nánast öll hljótum við að viðurkenna að markmið kvennabaráttunnar séu sjálfsögð og eðlileg. Það er einhver tregða, ég veit ekki almennilega hvar, en einn þáttur þeirrar tregðu birtist í því að mér til mikillar undrunar, þá hefur alls ekki dáið út notkun orðsins "maður" í merkingunni "karlmaður". Og það sem hefur komið mér allra mest á óvart er að ég hef iðulega heyrt konur - jafnvel af kynslóð Rauðsokkanna - tala um "menn og konur" þegar átt við "karla og konur". Ég hélt að strax þarna upp úr 1970 hefðu allir orðið sammála um að taka upp nýtt orðalag til merkis um nýja hugsun, en það tókst af einhverjum ástæðum ekki. Og enn heyrir maður þetta vefjast fyrir fólki, og afleiðingin er þá sú að fólk sem talar um "menn" þegar það á við "karlmenn" á við - undir niðri - að karlmenn séu hinir einu sönnu fulltrúar mannkynsins. Og ég hef ekki heyrt neinn benda á þetta í mörg herrans ár. Orrustan um orðin tapaðist, eða að minnsta kosti var látið afskiptalaust að stór hópur fólks talar enn um karlmenn sem "menn", en konur eru þá einhvers konar aukameðlimir í mannkyninu. Það er afar mikilvægt að vinna orrustur um orð þegar málið snýst um að breyta samfélaginu, gera byltingu. Því hvet ég til að við förum aftur að vanda mál okkar og tölum í samræmi við þá trú að "konur séu líka menn". Það mun geta orðið einum litlum dreng umhugsunarefni, eins og það varð mér á sínum tíma, og gæti gert hann að ögn skárri jafnréttissinna en hann hefði kannski annars orðið. Útrýmum mönnum - að minnsta kosti í þessari merkingu. Konur eru líka menn.Öðlingurinn 2011 er vitundarvakning. Átakið stendur yfir í mánuð, frá bóndadeginum (21. janúar) til konudagsins (20. febrúar).Markmið þess er að stuðla að opinni umræðu um jafnrétti kynjanna á Íslandi. Nánar á heimasíðu átaksins, odlingurinn.is.
Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun