Gaurasamfélagið Hallgrímur Helgason skrifar 8. febrúar 2011 06:00 Á leið í leikskólann spurði dóttir mín fimm ára: "En hvað heitir hann, maðurinn sem bjó til öll orðin?" - "E… hann heitir Guð…" Í því bili gekk Guðbergur Bergsson framhjá bílnum og ég lengdi því svarið: "…bergur Bergsson." Að loknu skólaskutli átti ég stefnumót á kaffihúsi við gamla vinkonu. Tveir kunningjar tylltu sér hjá okkur. Ég kynnti vinkonu mína fyrir þeim og þeir gerðu stutt hlé á gauratali en virtu hana annars ekki viðlits. Í hádeginu snæddi ég á matstað. Á næsta borði sátu tveir menn á tali, annar þekktur forstjóri. Eftir stutta stund kom kona og settist hjá þeim, kona sem ég veit að starfar í fyrirtæki forstjórans. Gaurarnir héldu áfram að tala saman. Konan reyndi að komast inn í spjallið. Þeir umbáru orð hennar (kvennabaráttan hafði skilað þeim þangað) með þjáningarsvip í andliti en litu aldrei á hana. Eftir hádegi las ég hóptölvupóst frá kennara sonar míns, yfirlit vikunnar. Ég gladdist innilega yfir hennar góða starfi, og eftir að hafa lesið á netmiðli að yfirmenn einnar af gaurastofnunum borgarinnar væru á sjöföldum kennaralaunum, fékk ég þá hugmynd að foreldrarnir í bekknum tæku sig til og greiddu henni 10.000 kr. hver á mánuði í ánægjubónus. Síðdegis horfði ég á leikinn á boltabar og var enn og aftur minntur á hve greindarvísitala karlmanna hrynur er þeir hittast einir í hóp. Ég kannaðist við tvo gaura sem þarna sátu og mundi að ég hafði heyrt að hvorugur þeirra hafði séð börnin sín í hálft ár. En sátu þarna við bjór og annan og öskruðu án afláts á dómarann. Um kvöldið horfði ég á annarskonar sjónvarpsþátt. Í settinu var karl að spjalla við karl og konu. Greinilegt var að gaurarnir þekktust og eftir nokkrar mínútur var ég kominn með meðvirknistak fyrir brjóstið yfir því hve sjaldan konan fékk orðið, á meðan frúin fylltist löngun til að brjóta sjónvarpið. Síðar um kvöldið skrapp ég út. Blaðamenn stóðu við barinn og hlógu hátt í bjórglöðu gaurabandalagi. Brátt varð ég einn af þeim. Fjölmiðlakonur komu og fóru. Aðeins ein staldraði við, aðeins einni tókst að komast inn í hópinn. Hún var enda áberandi sæt og stök að auki. Þegar ég kom til baka úr klósettferð varð mér litið yfir staðinn. Það var líkt og barinn væri rekinn samkvæmt Hjallastefnunni: Kynin sátu aðskilin við borð: "Út með strákunum" við eitt, "stelpukvöld" við annað. Utarlega við barborðið stóð kona með kort í hönd og beið síns bjórs. Ég vissi að hún hafði unnið með öllum körlunum í blaðamannagenginu. Og af glottinu að dæma heyrði hún á gauratal þeirra, gaut að þeim auga annað slagið. En hún stóð þarna áfram ein og þagði, líkt og hún hefði nýlega verið ráðin í stöðu konunnar. Stuttu síðar komu vinkonur hennar og óskuðu henni til hamingju með stöðutökuna gegn gaurabandalaginu. Augnaráð þeirra sagði: Við höfum engan áhuga á samfélagi við ykkur karlrembur. Við myndum okkar eigið tengslanet. Svo héldu þær saman út í horn með sína drykki og sinn hlátur. Á meðan gaurasamfélagið lifir heldur baráttan áfram. Á meðan gaurasamfélagið lifir þurfa konur að vera á tánum. Á meðan gaurasamfélagið lifir verður meðvirknin til, hin kurteisa útskúfun, hin daglega smánauðgun, og öll sú vanlíðan og aulahrollur sem fylgir. Á meðan gaurasamfélagið lifir lifir draumurinn um þjóðfélag laust við aðskilnaðarmenningu og kynisma. Þjóðfélag kurteisi og virðingar. Dóttir mín heldur að karlmaður hafi skapað móðurmálið. Og vissulega varð það til í karlaheimi. En ég hef ennþá tíu ár til að varna því að hún þurfi að mennta sig í stöðu konunnar. Kannski verður þá búið að ráða í hana karlmann? Best væri þó ef embættið yrði lagt niður. Staða konunnar á Íslandi er sterk en fullsterk verður hún ekki fyrr en hugtakið verður óþarft. +++++++++++++++++ Öðlingurinn 2011 er vitundarvakning. Átakið stendur yfir í mánuð, frá bóndadeginum (21. janúar) til konudagsins (20. febrúar). Markmið þess er að stuðla að opinni umræðu um jafnrétti kynjanna á Íslandi. Nánar á heimasíðu átaksins, odlingurinn.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hallgrímur Helgason Skoðanir Öðlingurinn Mest lesið Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Sjá meira
Á leið í leikskólann spurði dóttir mín fimm ára: "En hvað heitir hann, maðurinn sem bjó til öll orðin?" - "E… hann heitir Guð…" Í því bili gekk Guðbergur Bergsson framhjá bílnum og ég lengdi því svarið: "…bergur Bergsson." Að loknu skólaskutli átti ég stefnumót á kaffihúsi við gamla vinkonu. Tveir kunningjar tylltu sér hjá okkur. Ég kynnti vinkonu mína fyrir þeim og þeir gerðu stutt hlé á gauratali en virtu hana annars ekki viðlits. Í hádeginu snæddi ég á matstað. Á næsta borði sátu tveir menn á tali, annar þekktur forstjóri. Eftir stutta stund kom kona og settist hjá þeim, kona sem ég veit að starfar í fyrirtæki forstjórans. Gaurarnir héldu áfram að tala saman. Konan reyndi að komast inn í spjallið. Þeir umbáru orð hennar (kvennabaráttan hafði skilað þeim þangað) með þjáningarsvip í andliti en litu aldrei á hana. Eftir hádegi las ég hóptölvupóst frá kennara sonar míns, yfirlit vikunnar. Ég gladdist innilega yfir hennar góða starfi, og eftir að hafa lesið á netmiðli að yfirmenn einnar af gaurastofnunum borgarinnar væru á sjöföldum kennaralaunum, fékk ég þá hugmynd að foreldrarnir í bekknum tæku sig til og greiddu henni 10.000 kr. hver á mánuði í ánægjubónus. Síðdegis horfði ég á leikinn á boltabar og var enn og aftur minntur á hve greindarvísitala karlmanna hrynur er þeir hittast einir í hóp. Ég kannaðist við tvo gaura sem þarna sátu og mundi að ég hafði heyrt að hvorugur þeirra hafði séð börnin sín í hálft ár. En sátu þarna við bjór og annan og öskruðu án afláts á dómarann. Um kvöldið horfði ég á annarskonar sjónvarpsþátt. Í settinu var karl að spjalla við karl og konu. Greinilegt var að gaurarnir þekktust og eftir nokkrar mínútur var ég kominn með meðvirknistak fyrir brjóstið yfir því hve sjaldan konan fékk orðið, á meðan frúin fylltist löngun til að brjóta sjónvarpið. Síðar um kvöldið skrapp ég út. Blaðamenn stóðu við barinn og hlógu hátt í bjórglöðu gaurabandalagi. Brátt varð ég einn af þeim. Fjölmiðlakonur komu og fóru. Aðeins ein staldraði við, aðeins einni tókst að komast inn í hópinn. Hún var enda áberandi sæt og stök að auki. Þegar ég kom til baka úr klósettferð varð mér litið yfir staðinn. Það var líkt og barinn væri rekinn samkvæmt Hjallastefnunni: Kynin sátu aðskilin við borð: "Út með strákunum" við eitt, "stelpukvöld" við annað. Utarlega við barborðið stóð kona með kort í hönd og beið síns bjórs. Ég vissi að hún hafði unnið með öllum körlunum í blaðamannagenginu. Og af glottinu að dæma heyrði hún á gauratal þeirra, gaut að þeim auga annað slagið. En hún stóð þarna áfram ein og þagði, líkt og hún hefði nýlega verið ráðin í stöðu konunnar. Stuttu síðar komu vinkonur hennar og óskuðu henni til hamingju með stöðutökuna gegn gaurabandalaginu. Augnaráð þeirra sagði: Við höfum engan áhuga á samfélagi við ykkur karlrembur. Við myndum okkar eigið tengslanet. Svo héldu þær saman út í horn með sína drykki og sinn hlátur. Á meðan gaurasamfélagið lifir heldur baráttan áfram. Á meðan gaurasamfélagið lifir þurfa konur að vera á tánum. Á meðan gaurasamfélagið lifir verður meðvirknin til, hin kurteisa útskúfun, hin daglega smánauðgun, og öll sú vanlíðan og aulahrollur sem fylgir. Á meðan gaurasamfélagið lifir lifir draumurinn um þjóðfélag laust við aðskilnaðarmenningu og kynisma. Þjóðfélag kurteisi og virðingar. Dóttir mín heldur að karlmaður hafi skapað móðurmálið. Og vissulega varð það til í karlaheimi. En ég hef ennþá tíu ár til að varna því að hún þurfi að mennta sig í stöðu konunnar. Kannski verður þá búið að ráða í hana karlmann? Best væri þó ef embættið yrði lagt niður. Staða konunnar á Íslandi er sterk en fullsterk verður hún ekki fyrr en hugtakið verður óþarft. +++++++++++++++++ Öðlingurinn 2011 er vitundarvakning. Átakið stendur yfir í mánuð, frá bóndadeginum (21. janúar) til konudagsins (20. febrúar). Markmið þess er að stuðla að opinni umræðu um jafnrétti kynjanna á Íslandi. Nánar á heimasíðu átaksins, odlingurinn.is.
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar