Vill LÍÚ sátt um fiskveiðar? Bolli Héðinsson skrifar 12. febrúar 2011 06:00 Allt útlit er fyrir að LÍÚ ætli að hafna því að ná sátt um fiskveiðikerfið og kjósa að halda atvinnugreininni áfram í óvissu, einstökum útgerðum og samfélaginu öllu til verulegs tjóns. Því miður þá hefur LÍÚ, allt frá upphafi kvótakerfisins, aldrei ljáð máls á minnstu eftirgjöf af sinni hálfu um sanngjarnt veiðigjald. Sáttin við þjóðina hefur öll átt að vera á einn veg, óbreytt ástand. LÍÚ ætti að vera fyrir löngu búið að átta sig á að greiðsla hæfilegs afnotagjalds til eigenda fiskimiðanna, þjóðarinnar, er besta leiðin til að skapa sátt um atvinnugreinina. Hæfilegt og sanngjarnt leigugjald er einfaldast að finna með því að gefa útgerðarmönnum kost á að bjóða í þann kvóta sem þjóðin, eigandi kvótans, setur á markað hverju sinni. Enda bjóða menn þá í samræmi við greiðslugetu og hæfi til að gera verðmæti úr aflanum. LÍÚ treystir aftur á móti ekki eigin félagsmönnum til að þekkja best hversu háar fjárhæðir þeir geti greitt fyrir veiðileyfin og telja það því ekki vera færa leið að leyfa útvegsmönnum að bjóða í kvóta t.d. samkvæmt svokallaðri „tilboðsleið". En tilboðsleiðin, sem fjallað var um í nefnd sjávarútvegsráðherra, virðist ætla að verða sú leið sem hvað víðtækust sátt getur orðið um í samfélaginu.Hvers virði er það útgerðinni að losna við óvissuna? Fyrirkomulag á fiskveiðum, sem ekki leiðir til niðurstöðu sem þjóðin sættir sig við, er til þess fallið að halda greininni í áframhaldandi óvissu. Ótti LÍÚ við tilboðsleiðina, þar sem einstökum útgerðum gefst færi á að bjóða í afnot af þeim kvóta sem losnar á hverju ári, ætti að vera fullkomlega ástæðulaus. Því, eins og áður er rakið, þá eru það einmitt þeir útgerðarmenn sem líklegastir eru til að hámarka aflaverðmætið sem fá munu þann kvóta sem losnar. Krafa LÍÚ ætti að standa til þess að hafa áhrif á útfærslu tilboðsleiðarinnar, setja fram kröfu um að allur fiskur verða kvótasettur og tilboða verði leitað í allar fisktegundir. Framsýnir útgerðarmenn vita að ef ekki verður leitað sátta við þjóðina í þessum efnum þá mun áfram verða kroppað í kvótakerfið með hverri nýrri ríkisstjórn. Nýjar úthlutanir munu verða framhjá kvóta, til sérstakra viðfangsefna, líkt og verið hefur. Slíkt munum við sjá í enn ríkari mæli eftir því sem fram í sækir, sjái LÍÚ ekki að sér og leggi sitt af mörkum til þjóðarsáttar um fiskveiðar.Viljum við nýtt Verðlagsráð sjávarútvegsins? Mörg okkar muna enn eftir Verðlagsráði sjávarútvegsins, þar sem svo átti að heita að útgerðarmenn og sjómenn komu saman til að „semja" um fiskverð. Daginn eftir hverja verðákvörðun var gengi krónunnar fellt „til að tryggja rekstrargrundvöll útgerðarinnar". Hætt er við að hinn nýi vettvangur „samninga" útgerða og ríkisstjórnar um kvótaverð, samkvæmt hinni svokölluðu „samningaleið", verði sama marki brenndur. Það er með ólíkindum að nokkur kjósi að taka upp slíkar miðstýrðar ákvarðanir að nýju. Einstakar útgerðir hljóta að vera fullfærar um það sjálfar að meta greiðsluhæfi sitt til kvótakaupa og geta þ.a.l. boðið í þann afla sem þær telja sig hafa getu og möguleika til að breyta í verðmæta útflutningsafurð, svo fremi þær fái tækifæri til þess, t.d. samkvæmt svokallaðri tilboðsleið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bolli Héðinsson Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Allt útlit er fyrir að LÍÚ ætli að hafna því að ná sátt um fiskveiðikerfið og kjósa að halda atvinnugreininni áfram í óvissu, einstökum útgerðum og samfélaginu öllu til verulegs tjóns. Því miður þá hefur LÍÚ, allt frá upphafi kvótakerfisins, aldrei ljáð máls á minnstu eftirgjöf af sinni hálfu um sanngjarnt veiðigjald. Sáttin við þjóðina hefur öll átt að vera á einn veg, óbreytt ástand. LÍÚ ætti að vera fyrir löngu búið að átta sig á að greiðsla hæfilegs afnotagjalds til eigenda fiskimiðanna, þjóðarinnar, er besta leiðin til að skapa sátt um atvinnugreinina. Hæfilegt og sanngjarnt leigugjald er einfaldast að finna með því að gefa útgerðarmönnum kost á að bjóða í þann kvóta sem þjóðin, eigandi kvótans, setur á markað hverju sinni. Enda bjóða menn þá í samræmi við greiðslugetu og hæfi til að gera verðmæti úr aflanum. LÍÚ treystir aftur á móti ekki eigin félagsmönnum til að þekkja best hversu háar fjárhæðir þeir geti greitt fyrir veiðileyfin og telja það því ekki vera færa leið að leyfa útvegsmönnum að bjóða í kvóta t.d. samkvæmt svokallaðri „tilboðsleið". En tilboðsleiðin, sem fjallað var um í nefnd sjávarútvegsráðherra, virðist ætla að verða sú leið sem hvað víðtækust sátt getur orðið um í samfélaginu.Hvers virði er það útgerðinni að losna við óvissuna? Fyrirkomulag á fiskveiðum, sem ekki leiðir til niðurstöðu sem þjóðin sættir sig við, er til þess fallið að halda greininni í áframhaldandi óvissu. Ótti LÍÚ við tilboðsleiðina, þar sem einstökum útgerðum gefst færi á að bjóða í afnot af þeim kvóta sem losnar á hverju ári, ætti að vera fullkomlega ástæðulaus. Því, eins og áður er rakið, þá eru það einmitt þeir útgerðarmenn sem líklegastir eru til að hámarka aflaverðmætið sem fá munu þann kvóta sem losnar. Krafa LÍÚ ætti að standa til þess að hafa áhrif á útfærslu tilboðsleiðarinnar, setja fram kröfu um að allur fiskur verða kvótasettur og tilboða verði leitað í allar fisktegundir. Framsýnir útgerðarmenn vita að ef ekki verður leitað sátta við þjóðina í þessum efnum þá mun áfram verða kroppað í kvótakerfið með hverri nýrri ríkisstjórn. Nýjar úthlutanir munu verða framhjá kvóta, til sérstakra viðfangsefna, líkt og verið hefur. Slíkt munum við sjá í enn ríkari mæli eftir því sem fram í sækir, sjái LÍÚ ekki að sér og leggi sitt af mörkum til þjóðarsáttar um fiskveiðar.Viljum við nýtt Verðlagsráð sjávarútvegsins? Mörg okkar muna enn eftir Verðlagsráði sjávarútvegsins, þar sem svo átti að heita að útgerðarmenn og sjómenn komu saman til að „semja" um fiskverð. Daginn eftir hverja verðákvörðun var gengi krónunnar fellt „til að tryggja rekstrargrundvöll útgerðarinnar". Hætt er við að hinn nýi vettvangur „samninga" útgerða og ríkisstjórnar um kvótaverð, samkvæmt hinni svokölluðu „samningaleið", verði sama marki brenndur. Það er með ólíkindum að nokkur kjósi að taka upp slíkar miðstýrðar ákvarðanir að nýju. Einstakar útgerðir hljóta að vera fullfærar um það sjálfar að meta greiðsluhæfi sitt til kvótakaupa og geta þ.a.l. boðið í þann afla sem þær telja sig hafa getu og möguleika til að breyta í verðmæta útflutningsafurð, svo fremi þær fái tækifæri til þess, t.d. samkvæmt svokallaðri tilboðsleið.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun