Alfreð og Íris Mist best í Kópavogi 4. janúar 2011 18:32 Frá verðlaunaafhendingunni í kvöld. Alfreð Finnbogason, knattspyrnumaður úr Breiðabliki, og Íris Mist Magnúsdóttir, fimleikakona úr Gerplu, voru í kvöld kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2010. Fengu þau að launum farandbikar og eignarbikar jafnframt því sem Hafsteinn Karlsson, forseti bæjarstjórnar Kópavogs, afhenti þeim hvoru um sig 150 þúsund króna ávísun í viðurkenningarskyni frá bæjarstjórn Kópavogs. Alfreð og Íris Mist voru valin úr hópi 39 íþróttamanna sem fengu einnig í dag viðurkenningu íþrótta- og tómstundaráðs Kópavogs (ÍTK) eftir tilnefningar frá íþróttafélögunum í bænum. Alfreð var einn af lykilmönnum í meistaraliði Breiðabliks sem á árinu vann fyrsta Íslandsmeistaratitil félagsins í karlaknattspyrnu. Hann lék 21 leik í Pepsídeildinni, skoraði 14 mörk og var í hópi markahæstu leikmanna deildarinnar. Hann var valinn besti leikmaður ársins í lokahófi KSÍ af leikmönnum og þjálfurum Pepsídeildarinnar. Sömu útnefningu hlaut hann hjá Morgunblaðinu, Fréttablaðinu og á fótbolti.net. Hann spilaði sinn fyrsta A landsleik á árinu og var fastamaður í 21árs landsliðinu sem vann sér þátttökurétt á EM í Danmörku á komandi sumri. Alfreð hefur verið gríðarlega einbeittur í að ná markmiðum sínum og heldur nú í til Lokeren í Belgíu þar sem hann tekst á við ný verkefni sem atvinnumaður í knattspyrnu. Íris Mist varð á árinu Íslands- og bikarmeistari í hópfimleikum ásamt stöllum sínum í liði Gerplu. Hápunktinum var hins vegar náð í október síðastliðnum þegar hún ásamt liðsfélögum sínum varð Evrópumeistari í hópfimleikum. Íris Mist er einn af burðarstólpunum í Evrópumeistaraliðinu bæði félagslega og getulega. Hún hefur vakið sérstaka athygli fyrir að framkvæma ný og erfið stökk á trampolíni. Á EM framkvæmdi hún m.a. erfiðustu æfingar á trampolíni sem sýndar voru á mótinu. Árangur Írisar Mistar og liðsfélaga hennar er einstakur í íþróttasögu landsins þar sem þetta er fyrsta liðið sem vinnur til gullverðlauna í hópíþrótt á Evrópumóti. Innlendar Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Coote dómari í enn verri málum „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Popovich fékk heilablóðfall Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sjá meira
Alfreð Finnbogason, knattspyrnumaður úr Breiðabliki, og Íris Mist Magnúsdóttir, fimleikakona úr Gerplu, voru í kvöld kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2010. Fengu þau að launum farandbikar og eignarbikar jafnframt því sem Hafsteinn Karlsson, forseti bæjarstjórnar Kópavogs, afhenti þeim hvoru um sig 150 þúsund króna ávísun í viðurkenningarskyni frá bæjarstjórn Kópavogs. Alfreð og Íris Mist voru valin úr hópi 39 íþróttamanna sem fengu einnig í dag viðurkenningu íþrótta- og tómstundaráðs Kópavogs (ÍTK) eftir tilnefningar frá íþróttafélögunum í bænum. Alfreð var einn af lykilmönnum í meistaraliði Breiðabliks sem á árinu vann fyrsta Íslandsmeistaratitil félagsins í karlaknattspyrnu. Hann lék 21 leik í Pepsídeildinni, skoraði 14 mörk og var í hópi markahæstu leikmanna deildarinnar. Hann var valinn besti leikmaður ársins í lokahófi KSÍ af leikmönnum og þjálfurum Pepsídeildarinnar. Sömu útnefningu hlaut hann hjá Morgunblaðinu, Fréttablaðinu og á fótbolti.net. Hann spilaði sinn fyrsta A landsleik á árinu og var fastamaður í 21árs landsliðinu sem vann sér þátttökurétt á EM í Danmörku á komandi sumri. Alfreð hefur verið gríðarlega einbeittur í að ná markmiðum sínum og heldur nú í til Lokeren í Belgíu þar sem hann tekst á við ný verkefni sem atvinnumaður í knattspyrnu. Íris Mist varð á árinu Íslands- og bikarmeistari í hópfimleikum ásamt stöllum sínum í liði Gerplu. Hápunktinum var hins vegar náð í október síðastliðnum þegar hún ásamt liðsfélögum sínum varð Evrópumeistari í hópfimleikum. Íris Mist er einn af burðarstólpunum í Evrópumeistaraliðinu bæði félagslega og getulega. Hún hefur vakið sérstaka athygli fyrir að framkvæma ný og erfið stökk á trampolíni. Á EM framkvæmdi hún m.a. erfiðustu æfingar á trampolíni sem sýndar voru á mótinu. Árangur Írisar Mistar og liðsfélaga hennar er einstakur í íþróttasögu landsins þar sem þetta er fyrsta liðið sem vinnur til gullverðlauna í hópíþrótt á Evrópumóti.
Innlendar Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Coote dómari í enn verri málum „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Popovich fékk heilablóðfall Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sjá meira