Tölum tæpitungulaust til karlmanna Stefán Ingi Stefánsson skrifar 18. febrúar 2011 06:00 Á undanförnum árum og áratugum hefur á Íslandi náðst merkilegur árangur í að draga úr tíðni ýmissa samfélagsógna sem áður fyrr voru nánast talin óumflýjanlegur hluti af lífi okkar eyjaskeggja. Þetta á t.d. við um slys hvers konar, s.s. á sjó og ekki síst á vegum úti. Þótt í sumum tilvikum liggi skýringin í tækniframförum af ýmsu tagi er oftar en ekki um það að ræða að einföld hugarfarsbreyting hafi gert útslagið. Í dag er það t.d. alveg ljóst; við keyrum ekki full, börnin okkar leika ekki lausum hala í aftursætinu en nota hins vegar reiðhjólahjálma þegar þau hjóla. Þeir sem ekki virða þessar reglur er lítill skilningur sýndur; umburðarlyndi er, réttilega, af skornum skammti. Þessi hugarfarsbreyting varð ekki til í tómarúmi. Hún á sér langan aðdraganda og er árangur af kraftmiklum og einbeittum forvörnum. Mikið hefur verið lagt í forvarnir á sviði umferðaröryggis undanfarna áratugi og er það vel. Það má leiða að því líkum og færa fyrir því sterk rök að starfið hafi bjargað lífum. Jafnvel ótal lífum. Það sama má segja um starf á sviði áfengis-, vímefna- og tóbaksvarna. Þar hefur náðst eftirtektarverður árangur; árangur sem er beinlínis mælanlegur t.d. í lækkaðri tíðni unglinga sem reykja. Hverjir fremja glæpina? Forvarnir gegn nauðgunum Líklegur fjöldi nauðgana á viku á Íslandi er fimm. Fimm! Ein nauðgun nærri daglega í þessu litla samfélagi okkar. Og svona hefur þetta verið frá því að elstu menn muna. En þessi ógn sem steðjar fyrst og fremst að stúlkum og konum er ekki vegna ófrávíkjanlegra eðlisfræðilögmála - ekki frekar en dauðsföll í umferðinni eða reykingar tíundubekkinga. Það eru einhverjir sem fremja þessa ömurlegu glæpi. Í yfir 99% tilvika eru þessir einhverjir karlmenn. Það er augljóslega nauðsynlegt að hlúa að þolendum kynferðisofbeldis - og mikilvægt að leggja þar í frekar en að draga úr. En öflug neyðarmóttaka og stuðningsúrræði draga sem slík ekki úr tíðni glæpsins. Rétt eins og góð bráðamóttaka til að hlúa að slösuðum úr umferðinni, bráðnauðsynleg sem hún er, fækkar ekki slysum. Á endanum hlýtur það þó að vera markmiðið. Rétt eins umferðaröryggisauglýsingum er m.a. beint að þeim hópi sem líklegastur er að haga sér óábyrgt í umferðinni hlýtur að vera lyilatriði að tala til mögulegra kynferðisofbeldismanna og reyna ad hafa áhrif á hegðun þeirra og viðmót; draga skýr mörk þegar kemur að kynferðismálum og gefa þau skilaboð að kynferðisofbeldi verði ekki liðið. Það þarf að tala til karlmanna - og það þarf að tala tæpitungulaust. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Öðlingurinn Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Á undanförnum árum og áratugum hefur á Íslandi náðst merkilegur árangur í að draga úr tíðni ýmissa samfélagsógna sem áður fyrr voru nánast talin óumflýjanlegur hluti af lífi okkar eyjaskeggja. Þetta á t.d. við um slys hvers konar, s.s. á sjó og ekki síst á vegum úti. Þótt í sumum tilvikum liggi skýringin í tækniframförum af ýmsu tagi er oftar en ekki um það að ræða að einföld hugarfarsbreyting hafi gert útslagið. Í dag er það t.d. alveg ljóst; við keyrum ekki full, börnin okkar leika ekki lausum hala í aftursætinu en nota hins vegar reiðhjólahjálma þegar þau hjóla. Þeir sem ekki virða þessar reglur er lítill skilningur sýndur; umburðarlyndi er, réttilega, af skornum skammti. Þessi hugarfarsbreyting varð ekki til í tómarúmi. Hún á sér langan aðdraganda og er árangur af kraftmiklum og einbeittum forvörnum. Mikið hefur verið lagt í forvarnir á sviði umferðaröryggis undanfarna áratugi og er það vel. Það má leiða að því líkum og færa fyrir því sterk rök að starfið hafi bjargað lífum. Jafnvel ótal lífum. Það sama má segja um starf á sviði áfengis-, vímefna- og tóbaksvarna. Þar hefur náðst eftirtektarverður árangur; árangur sem er beinlínis mælanlegur t.d. í lækkaðri tíðni unglinga sem reykja. Hverjir fremja glæpina? Forvarnir gegn nauðgunum Líklegur fjöldi nauðgana á viku á Íslandi er fimm. Fimm! Ein nauðgun nærri daglega í þessu litla samfélagi okkar. Og svona hefur þetta verið frá því að elstu menn muna. En þessi ógn sem steðjar fyrst og fremst að stúlkum og konum er ekki vegna ófrávíkjanlegra eðlisfræðilögmála - ekki frekar en dauðsföll í umferðinni eða reykingar tíundubekkinga. Það eru einhverjir sem fremja þessa ömurlegu glæpi. Í yfir 99% tilvika eru þessir einhverjir karlmenn. Það er augljóslega nauðsynlegt að hlúa að þolendum kynferðisofbeldis - og mikilvægt að leggja þar í frekar en að draga úr. En öflug neyðarmóttaka og stuðningsúrræði draga sem slík ekki úr tíðni glæpsins. Rétt eins og góð bráðamóttaka til að hlúa að slösuðum úr umferðinni, bráðnauðsynleg sem hún er, fækkar ekki slysum. Á endanum hlýtur það þó að vera markmiðið. Rétt eins umferðaröryggisauglýsingum er m.a. beint að þeim hópi sem líklegastur er að haga sér óábyrgt í umferðinni hlýtur að vera lyilatriði að tala til mögulegra kynferðisofbeldismanna og reyna ad hafa áhrif á hegðun þeirra og viðmót; draga skýr mörk þegar kemur að kynferðismálum og gefa þau skilaboð að kynferðisofbeldi verði ekki liðið. Það þarf að tala til karlmanna - og það þarf að tala tæpitungulaust.
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun