Þessi pistill á að vera óþarfur Gunnar Hansson skrifar 30. janúar 2011 10:00 Til að byrja með vil ég taka það fram að það á ekki að þurfa að skrifa þennan pistil. Ekki árið 2011! Ég var beðinn um að skrifa um eitthvað sem tengdist kynbundnu misrétti. Ég hélt það nú. Frábært málefni sem ég hef mjög sterkar skoðanir á og ég vildi endilega leggja mitt lóð á vogarskálarnar. En svo fór ég að skrifa og þá fór tími minn aðallega í það að stroka út. Mér fannst ekkert sem ég skrifaði vera nógu gott né nógu sterkt fyrir svona gott málefni. Ég vildi ekki gera grín, því þó að samskipti kynjanna kalli mjög auðveldlega fram brandara, marga mjög slæma, en nokkra ágæta, þá langaði mig ekki til þess að skrifa djók-pistil. Það er oft vörn hjá mér að djóka með það sem er viðkvæmt, ég vildi standast það í þetta sinn. Svo vildi ég heldur ekki vera með predikunartón. Skamma hina og þessa fyrir slæma frammistöðu í þessum málum. Mér finnst því miður vera allt of mikið um slíkan tón í dag í umræðunni um hin ýmsu málefni. Ég er þreyttur á því. Ég endurtek: Það á enginn að þurfa að skrifa pistil gegn kynjabundnu misrétti árið 2011 for kræing át lád! Það er fáránlegt. Að konur þurfi að berjast fyrir sjálfsögðum mannréttindum eins og að fá sömu laun fyrir sömu vinnu og karlar. Að einstæðir feður þurfi að berjast fyrir því að fá að umgangast börnin sín til jafns á við mæðurnar. Það getur ekki verið að neinn vilji viðhalda svona löguðu. Það vilja allir vel. Ég trúi því að minnsta kosti. Ég á tvær dætur og einn son. Ég vil að dætur mínar fái sömu tækifæri og sonur minn og öfugt. Þetta verður þannig, það er óumflýjanlegt. Það er engin glóra í öðru. Hættum bara að streitast á móti. Þetta þarf engan veginn að vera stríð milli kynjanna, miklu heldur faðmlag. Hlýtt og gott. +++++++++++++++++ Öðlingurinn 2011 er vitundarvakning. Átakið stendur yfir í mánuð, frá bóndadeginum (21. janúar) til konudagsins (20. febrúar). Markmið þess er að stuðla að opinni umræðu um jafnrétti kynjanna á Íslandi. Nánar á heimasíðu átaksins, odlingurinn.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Öðlingurinn Mest lesið Ísland fyrst Kjartan Magnússon Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Það er pólitískt val að uppræta fátækt Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir skrifar Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Það er pólitískt val að uppræta fátækt Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Bankarnir og þjáningin Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með Ljósinu! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala um Heiðmörk Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Aðild Íslands að ESB: Vegvísir til velsældar? Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Ávinningur fyrri ára í hættu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Gefum í – því unglingarnir okkar eiga það skilið skrifar Skoðun Það er munur á veðmálum og veðmálum Auður Inga Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að bíða lengur? Björg Baldursdóttir skrifar Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Um meint hlutleysi Kína í Úkraínustríðinu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun VR-félagar, ykkar er valið! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Laufey og brúin milli kynslóðanna Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Árangur skólanna, hvað veist þú um hann? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Til að byrja með vil ég taka það fram að það á ekki að þurfa að skrifa þennan pistil. Ekki árið 2011! Ég var beðinn um að skrifa um eitthvað sem tengdist kynbundnu misrétti. Ég hélt það nú. Frábært málefni sem ég hef mjög sterkar skoðanir á og ég vildi endilega leggja mitt lóð á vogarskálarnar. En svo fór ég að skrifa og þá fór tími minn aðallega í það að stroka út. Mér fannst ekkert sem ég skrifaði vera nógu gott né nógu sterkt fyrir svona gott málefni. Ég vildi ekki gera grín, því þó að samskipti kynjanna kalli mjög auðveldlega fram brandara, marga mjög slæma, en nokkra ágæta, þá langaði mig ekki til þess að skrifa djók-pistil. Það er oft vörn hjá mér að djóka með það sem er viðkvæmt, ég vildi standast það í þetta sinn. Svo vildi ég heldur ekki vera með predikunartón. Skamma hina og þessa fyrir slæma frammistöðu í þessum málum. Mér finnst því miður vera allt of mikið um slíkan tón í dag í umræðunni um hin ýmsu málefni. Ég er þreyttur á því. Ég endurtek: Það á enginn að þurfa að skrifa pistil gegn kynjabundnu misrétti árið 2011 for kræing át lád! Það er fáránlegt. Að konur þurfi að berjast fyrir sjálfsögðum mannréttindum eins og að fá sömu laun fyrir sömu vinnu og karlar. Að einstæðir feður þurfi að berjast fyrir því að fá að umgangast börnin sín til jafns á við mæðurnar. Það getur ekki verið að neinn vilji viðhalda svona löguðu. Það vilja allir vel. Ég trúi því að minnsta kosti. Ég á tvær dætur og einn son. Ég vil að dætur mínar fái sömu tækifæri og sonur minn og öfugt. Þetta verður þannig, það er óumflýjanlegt. Það er engin glóra í öðru. Hættum bara að streitast á móti. Þetta þarf engan veginn að vera stríð milli kynjanna, miklu heldur faðmlag. Hlýtt og gott. +++++++++++++++++ Öðlingurinn 2011 er vitundarvakning. Átakið stendur yfir í mánuð, frá bóndadeginum (21. janúar) til konudagsins (20. febrúar). Markmið þess er að stuðla að opinni umræðu um jafnrétti kynjanna á Íslandi. Nánar á heimasíðu átaksins, odlingurinn.is.
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun
Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar
Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar
Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar
Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun