Tækifæri til að kynna samninginn 21. febrúar 2011 10:00 Lárus Blöndal, fulltrúi stjórnarandstöðunnar í Icesave-samninganefndinni, telur að með synjun forsetans gefist tækifæri á að kynna samninginn betur fyrir þjóðinni. „Ég tel að það hafi vantað kynningu á samningnum og að þetta sé ágætis tækifæri til að kynna hann fyrir fólki. Þá getur það tekið upplýsta afstöðu sem snýr þá fyrst og fremst að því hvort eigi að semja eða ekki. Atkvæðagreiðslan mun ekki snúast um neitt annað því ég tel mjög litlar líkur á að við setjumst aftur að samningaborðinu. Þingið hefur heldur ekki talið okkur getað náð betri samningum og eftir stendur þá bara eitt – það er að láta reyna á greiðsluskyldu okkar.“ Lárus segir það hafa gleymst í umræðunni að miðað við útreikningana sem nú liggi fyrir séu Íslendingar nánast eingöngu að borga vexti. „Ef við töpum málinu fyrir dómstólum fáum við enga 2,64 prósenta vexti eins og nú. Bara vaxtamunurinn á gamla og nýja samningnum, úr 2,64 prósentum í 5,55 prósent, er 170 milljarðar. Það sýnir hvað málið er viðkvæmt. Við getum alveg gengið út frá því að Bretar og Hollendingar munu ekki sætta sig við vexti sem eru lægri en það. Þeir munu örugglega fara fram á hærri vexti.“ Lárus segir að þótt hann og Stefán Már Stefánsson lagaprófessor séu enn á þeirri skoðun að Íslendingar hafi ekki lagaskyldu fyrir kröfum Breta og Hollendinga sé ljóst að það séu margir sem séu ekki sama sinnis. „Við höfum þetta áminningarbréf frá ESA sem endurspeglar allt aðra skoðanir og við getum ekki horft framhjá því,“ segir Lárus. „Það er ekki hægt að kalla þetta hræðsluáróður. Þetta er bara raunsæi og við verðum að skoða allt það sem er á borðinu fyrir framan okkur og leggja mat á það. Það er alveg ljóst, eins og með öll önnur dómsmál, að það getur brugðið til beggja vona.“- kh Icesave Mest lesið „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Fleiri fréttir Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Sjá meira
Lárus Blöndal, fulltrúi stjórnarandstöðunnar í Icesave-samninganefndinni, telur að með synjun forsetans gefist tækifæri á að kynna samninginn betur fyrir þjóðinni. „Ég tel að það hafi vantað kynningu á samningnum og að þetta sé ágætis tækifæri til að kynna hann fyrir fólki. Þá getur það tekið upplýsta afstöðu sem snýr þá fyrst og fremst að því hvort eigi að semja eða ekki. Atkvæðagreiðslan mun ekki snúast um neitt annað því ég tel mjög litlar líkur á að við setjumst aftur að samningaborðinu. Þingið hefur heldur ekki talið okkur getað náð betri samningum og eftir stendur þá bara eitt – það er að láta reyna á greiðsluskyldu okkar.“ Lárus segir það hafa gleymst í umræðunni að miðað við útreikningana sem nú liggi fyrir séu Íslendingar nánast eingöngu að borga vexti. „Ef við töpum málinu fyrir dómstólum fáum við enga 2,64 prósenta vexti eins og nú. Bara vaxtamunurinn á gamla og nýja samningnum, úr 2,64 prósentum í 5,55 prósent, er 170 milljarðar. Það sýnir hvað málið er viðkvæmt. Við getum alveg gengið út frá því að Bretar og Hollendingar munu ekki sætta sig við vexti sem eru lægri en það. Þeir munu örugglega fara fram á hærri vexti.“ Lárus segir að þótt hann og Stefán Már Stefánsson lagaprófessor séu enn á þeirri skoðun að Íslendingar hafi ekki lagaskyldu fyrir kröfum Breta og Hollendinga sé ljóst að það séu margir sem séu ekki sama sinnis. „Við höfum þetta áminningarbréf frá ESA sem endurspeglar allt aðra skoðanir og við getum ekki horft framhjá því,“ segir Lárus. „Það er ekki hægt að kalla þetta hræðsluáróður. Þetta er bara raunsæi og við verðum að skoða allt það sem er á borðinu fyrir framan okkur og leggja mat á það. Það er alveg ljóst, eins og með öll önnur dómsmál, að það getur brugðið til beggja vona.“- kh
Icesave Mest lesið „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Fleiri fréttir Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Sjá meira