Lánastofnanir á leigumarkað 22. febrúar 2011 07:00 Fasteignir Samráðshópur velferðarráðuneytisins vinnur að endurskipulagningu húsnæðismarkaðarins.Fréttablaðið/Pjetur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Verið er að kanna hvort leigja eigi út þær tvö þúsund íbúðir sem eru í eigu lífeyrissjóða, banka og annarra lánastofnana í gegnum fasteignafélög sem starfrækt yrðu á leigumarkaði. Samráðshópur á vegum velferðarráðuneytisins hefur átt í viðræðum við lífeyrissjóði, sveitarfélög og lánastofnanir um aðkomu þeirra að slíkum félögum. „Flestir eru sammála um að það þurfi að efla almennan leigumarkað. Lífeyrissjóðirnir eru opnir fyrir þessu. En þeirra fjárfestingar verða eðlilega að skila lágmarksarðsemi,“ segir Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingkona Samfylkingarinnar og formaður hópsins. Sigríður segir að öflugri leigumarkaður geti haft jákvæð áhrif víða í þjóðfélaginu. Hann gæti meðal annars unnið gegn bólumyndun á fasteignamarkaði, auk þess sem meiri sveigjanleiki í húsnæðismálum geti verið hagkvæmur fyrir atvinnu- og efnahagslíf. Leigumarkaðurinn eigi þá að vera raunhæfur valkostur, óháð félagsslegum og efnahagslegum aðstæðum. „Séreignarstefnan hefur lengi verið ríkjandi viðhorf en ekki bara vegna þess að fólki finnist betra að eiga íbúð, heldur líka til að njóta öryggis og stöðugleika,“ segir hún. Kerfi húsaleigubóta og vaxtabóta eru þess eðlis að almenningur er beinlínis hvattur til húsnæðiskaupa, að mati Sigríðar. „Að mínu mati er ekki fært að efla leigumarkað en viðhalda þessum mismun á milli kerfa,“ segir hún. Umsvif á fasteignamarkaði hafa dregist verulega saman frá hruni á meðan tvöföldun hefur verið á leigumarkaði. Samkvæmt tölum frá Þjóðskrá náði húsnæðismarkaðurinn hámarki árið 2005 þegar nær 16.000 kaupsamningum var þinglýst, en þeir voru rúmlega 4.600 í fyrra. Þinglýstum leigusamningum fjölgaði úr 5.000 árið 2006 upp í rúmlega 10.000 síðustu tvö ár. Samráðshópurinn, sem er meðal annars skipaður fulltrúum stjórnvalda, aðila vinnumarkaðarins og lífeyrissjóða, mun leggja fram tillögur sínar 1. apríl. - þj , sv Fréttir Mest lesið Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Fleiri fréttir Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Sjá meira
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Verið er að kanna hvort leigja eigi út þær tvö þúsund íbúðir sem eru í eigu lífeyrissjóða, banka og annarra lánastofnana í gegnum fasteignafélög sem starfrækt yrðu á leigumarkaði. Samráðshópur á vegum velferðarráðuneytisins hefur átt í viðræðum við lífeyrissjóði, sveitarfélög og lánastofnanir um aðkomu þeirra að slíkum félögum. „Flestir eru sammála um að það þurfi að efla almennan leigumarkað. Lífeyrissjóðirnir eru opnir fyrir þessu. En þeirra fjárfestingar verða eðlilega að skila lágmarksarðsemi,“ segir Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingkona Samfylkingarinnar og formaður hópsins. Sigríður segir að öflugri leigumarkaður geti haft jákvæð áhrif víða í þjóðfélaginu. Hann gæti meðal annars unnið gegn bólumyndun á fasteignamarkaði, auk þess sem meiri sveigjanleiki í húsnæðismálum geti verið hagkvæmur fyrir atvinnu- og efnahagslíf. Leigumarkaðurinn eigi þá að vera raunhæfur valkostur, óháð félagsslegum og efnahagslegum aðstæðum. „Séreignarstefnan hefur lengi verið ríkjandi viðhorf en ekki bara vegna þess að fólki finnist betra að eiga íbúð, heldur líka til að njóta öryggis og stöðugleika,“ segir hún. Kerfi húsaleigubóta og vaxtabóta eru þess eðlis að almenningur er beinlínis hvattur til húsnæðiskaupa, að mati Sigríðar. „Að mínu mati er ekki fært að efla leigumarkað en viðhalda þessum mismun á milli kerfa,“ segir hún. Umsvif á fasteignamarkaði hafa dregist verulega saman frá hruni á meðan tvöföldun hefur verið á leigumarkaði. Samkvæmt tölum frá Þjóðskrá náði húsnæðismarkaðurinn hámarki árið 2005 þegar nær 16.000 kaupsamningum var þinglýst, en þeir voru rúmlega 4.600 í fyrra. Þinglýstum leigusamningum fjölgaði úr 5.000 árið 2006 upp í rúmlega 10.000 síðustu tvö ár. Samráðshópurinn, sem er meðal annars skipaður fulltrúum stjórnvalda, aðila vinnumarkaðarins og lífeyrissjóða, mun leggja fram tillögur sínar 1. apríl. - þj , sv
Fréttir Mest lesið Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Fleiri fréttir Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Sjá meira