Væri samnorrænt hollustumerki, eins og Skráargatið, tekið upp hér á landi myndi það auka neytendavernd barna. Þetta segir Gísli Tryggvason, talsmaður neytenda.
„Leiðbeiningar um neytendavernd barna yrðu strax mun virkari ef hollustumerki að skandinavískri fyrirmynd (skráargatsmerki) yrði tekið upp,“ segir á heimasíðu Gísla.
Talsmaður neytenda og umboðsmaður barna fagna umræðunni um hollustumerkið og auknum áhuga stjórnvalda á því að taka merkið upp hér á landi. - sv

