Icesave snýr stjórnlagaþingi 23. febrúar 2011 07:00 Flest bendir til að nefnd um framhald stjórnarskrárbreytinga leggi til að þeir 25 sem kjörnir voru til setu á stjórnlagaþing verði skipaðir í stjórnlagaráð. Það verði Alþingi ráðgefandi um breytingar á stjórnarskránni. Ákvörðun forsetans um að vísa Icesave-málinu í þjóðaratkvæðagreiðslu hleypti upp áformum nefndarinnar. Á föstudag var meirihluti nefndarinnar eindregið þeirrar skoðunar að legga bæri til að fram færi uppkosning – að kosið yrði á ný á milli þeirra sem buðu sig fram í kosningunni í nóvember – þótt fulltrúi Vinstri grænna hefði haft fyrirvara á vegna kostnaðar. Ákvörðun forseta á sunnudag varð til þess að meirihluti nefndarinnar lítur ekki lengur á uppkosningu sem vænlegan kost. Ómögulegt sé að reka tvenns konar kosningabaráttu samtímis, það er að fjalla um kosti og galla Icesave-laganna og framboð til stjórnlagaþings. Meðal þess fyrsta sem forystumenn ríkisstjórnarinnar sögðu eftir að ákvörðun forseta lá fyrir var að hugsanlega bæri að kjósa til stjórnlagaþings samhliða Icesave. Sú yfirlýsing kom stjórnlagaþingsnefndinni á óvart og þykja, samkvæmt samtölum Fréttablaðsins við nefndarmenn, óheppileg inngrip í störf hennar. En hvað sem þeim líður virðist meirihluti nefndarinnar þeirrar skoðunar að í ljósi aðstæðna beri að leggja til við þing og ríkisstjórn að skipað verði stjórnlagaráð til að fjalla um breytingar á stjórnarskrá. Reynt verður að ná sátt um málið á fundi stjórnlagaþingsnefndarinnar klukkan fimm í dag. Ef það tekst ekki verður málið afgreitt í ágreiningi á fimmtudag. Nefndin er einungis ráðgefandi og það er Alþingis að taka ákvörðun um afdrif málsins. Færi svo að Alþingi ákvæði að kosið skyldi að nýju til stjórnlagaþings stæði eftir að ákveða hvenær. Forystumenn stjórnarflokkanna hafa sagt borðleggjandi að gera það samhliða þjóðaratkvæðagreiðslunni um Icesave. Heimildir Fréttablaðsins herma hins vegar að stjórnarliðar telji það nú hæpinn möguleika, ekki síst vegna harðrar andstöðu sjálfstæðismanna við þá hugmynd, sem kom meðal annars skýrt í ljós á Alþingi í gær. Til að kjósa á ný til stjórnlagaþings þyrfti að breyta lögum um stjórnlagaþing frá í fyrrasumar. Stjórnarliðar óttast að sjálfstæðismenn myndu tefja þá lagabreytingu nógu lengi til að hún tækist ekki í tíma.- bþs, sh Fréttir Mest lesið Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Erlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent Svört skýrsla komi ekki á óvart Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Fleiri fréttir Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Sjá meira
Flest bendir til að nefnd um framhald stjórnarskrárbreytinga leggi til að þeir 25 sem kjörnir voru til setu á stjórnlagaþing verði skipaðir í stjórnlagaráð. Það verði Alþingi ráðgefandi um breytingar á stjórnarskránni. Ákvörðun forsetans um að vísa Icesave-málinu í þjóðaratkvæðagreiðslu hleypti upp áformum nefndarinnar. Á föstudag var meirihluti nefndarinnar eindregið þeirrar skoðunar að legga bæri til að fram færi uppkosning – að kosið yrði á ný á milli þeirra sem buðu sig fram í kosningunni í nóvember – þótt fulltrúi Vinstri grænna hefði haft fyrirvara á vegna kostnaðar. Ákvörðun forseta á sunnudag varð til þess að meirihluti nefndarinnar lítur ekki lengur á uppkosningu sem vænlegan kost. Ómögulegt sé að reka tvenns konar kosningabaráttu samtímis, það er að fjalla um kosti og galla Icesave-laganna og framboð til stjórnlagaþings. Meðal þess fyrsta sem forystumenn ríkisstjórnarinnar sögðu eftir að ákvörðun forseta lá fyrir var að hugsanlega bæri að kjósa til stjórnlagaþings samhliða Icesave. Sú yfirlýsing kom stjórnlagaþingsnefndinni á óvart og þykja, samkvæmt samtölum Fréttablaðsins við nefndarmenn, óheppileg inngrip í störf hennar. En hvað sem þeim líður virðist meirihluti nefndarinnar þeirrar skoðunar að í ljósi aðstæðna beri að leggja til við þing og ríkisstjórn að skipað verði stjórnlagaráð til að fjalla um breytingar á stjórnarskrá. Reynt verður að ná sátt um málið á fundi stjórnlagaþingsnefndarinnar klukkan fimm í dag. Ef það tekst ekki verður málið afgreitt í ágreiningi á fimmtudag. Nefndin er einungis ráðgefandi og það er Alþingis að taka ákvörðun um afdrif málsins. Færi svo að Alþingi ákvæði að kosið skyldi að nýju til stjórnlagaþings stæði eftir að ákveða hvenær. Forystumenn stjórnarflokkanna hafa sagt borðleggjandi að gera það samhliða þjóðaratkvæðagreiðslunni um Icesave. Heimildir Fréttablaðsins herma hins vegar að stjórnarliðar telji það nú hæpinn möguleika, ekki síst vegna harðrar andstöðu sjálfstæðismanna við þá hugmynd, sem kom meðal annars skýrt í ljós á Alþingi í gær. Til að kjósa á ný til stjórnlagaþings þyrfti að breyta lögum um stjórnlagaþing frá í fyrrasumar. Stjórnarliðar óttast að sjálfstæðismenn myndu tefja þá lagabreytingu nógu lengi til að hún tækist ekki í tíma.- bþs, sh
Fréttir Mest lesið Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Erlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent Svört skýrsla komi ekki á óvart Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Fleiri fréttir Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Sjá meira