Vill banna fóstureyðingar 23. febrúar 2011 07:00 Á móti fóstureyðingum Justin Bieber er á móti fóstureyðingum, jafnvel í þeim tilvikum þegar konan hefur orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi.NordicPHotos/Getty Justin Bieber hefur hneykslað marga í Ameríku með yfirlýsingum sínum um fóstureyðingar og ameríska heilbrigðiskerfið. Íslenskir aðdáendur hans flykkjast í bíó um helgina. Yfir þúsund miðar hafa selst í forsölu hér á landi á frumsýningarhelgi tónlistar- og heimildarmyndarinnar um Justin Bieber, Never Say Never. Sigurður Victor Chelbat hjá Sambíóunum segir þetta vera nokkuð mikið miðað við íslenskan markað því yfirleitt mæti Íslendingar bara á staðinn og láti sig hafa það að standa í röð. Sigurður Victor, sem er ekki í hinum hefðbundna Bieber-markhópi, segir myndina koma á óvart en bætir því við að hún sé ekki sýnd með íslenskum texta í þrívíddarútgáfunni. Bieber hefur undanfarið verið einn vinsælasti erlendi tónlistarmaðurinn á Íslandi en eins og kom fram í Fréttablaðinu fyrir nokkru seldist síðasti diskur hans, My World 2.0, í þrjú þúsund eintökum. Bieber sneri reyndar öllu á hvolf í Bandaríkjunum um helgina þegar bandaríska tónlistartímaritið Rolling Stone birti ítarlegt viðtal við hann. Þar opinberaði hann að hann væri sannkristinn hægrimaður. Bieber byrjaði viðtalið á því að ráðast gegn bandaríska heilbrigðiskerfinu og stillti sér næst upp við hliðina á þeim sem eru á móti fóstureyðingum. „Ég er á móti þeim, þetta er eins og að drepa lítið barn,“ hefur Rolling Stone eftir poppstjörnunni ungu. Hann heldur síðan áfram á svipuðum slóðum þegar hann er spurður hvort hann sé þá líka á móti fóstureyðingum eftir kynferðislegt ofbeldi. „Auðvitað er slíkt alltaf sorglegt en ég trúi því að allt sem gerist hafi einhvern tilgang. Í þessu tilviki er auðvitað erfitt að koma auga á tilganginn en hann er einhver. Ég hef hins vegar ekki verið í þessari aðstöðu og get því ekki sest í dómarasæti.“ Víst er að þessi ummæli munu vekja misjöfn viðbrögð hjá bandarískum fjölmiðlum enda eru fóstureyðingar eitt eldfimasta málið í bandarísku samfélagi. Samkvæmt New York Daily News er Bieber af sannkristnu fólki kominn og hlaut víst afar strangt kristilegt uppeldi, sem ætti að einhverju leyti að varpa ljósi á orð hans í Rolling Stone. Lífið Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið Fleiri fréttir Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Sjá meira
Justin Bieber hefur hneykslað marga í Ameríku með yfirlýsingum sínum um fóstureyðingar og ameríska heilbrigðiskerfið. Íslenskir aðdáendur hans flykkjast í bíó um helgina. Yfir þúsund miðar hafa selst í forsölu hér á landi á frumsýningarhelgi tónlistar- og heimildarmyndarinnar um Justin Bieber, Never Say Never. Sigurður Victor Chelbat hjá Sambíóunum segir þetta vera nokkuð mikið miðað við íslenskan markað því yfirleitt mæti Íslendingar bara á staðinn og láti sig hafa það að standa í röð. Sigurður Victor, sem er ekki í hinum hefðbundna Bieber-markhópi, segir myndina koma á óvart en bætir því við að hún sé ekki sýnd með íslenskum texta í þrívíddarútgáfunni. Bieber hefur undanfarið verið einn vinsælasti erlendi tónlistarmaðurinn á Íslandi en eins og kom fram í Fréttablaðinu fyrir nokkru seldist síðasti diskur hans, My World 2.0, í þrjú þúsund eintökum. Bieber sneri reyndar öllu á hvolf í Bandaríkjunum um helgina þegar bandaríska tónlistartímaritið Rolling Stone birti ítarlegt viðtal við hann. Þar opinberaði hann að hann væri sannkristinn hægrimaður. Bieber byrjaði viðtalið á því að ráðast gegn bandaríska heilbrigðiskerfinu og stillti sér næst upp við hliðina á þeim sem eru á móti fóstureyðingum. „Ég er á móti þeim, þetta er eins og að drepa lítið barn,“ hefur Rolling Stone eftir poppstjörnunni ungu. Hann heldur síðan áfram á svipuðum slóðum þegar hann er spurður hvort hann sé þá líka á móti fóstureyðingum eftir kynferðislegt ofbeldi. „Auðvitað er slíkt alltaf sorglegt en ég trúi því að allt sem gerist hafi einhvern tilgang. Í þessu tilviki er auðvitað erfitt að koma auga á tilganginn en hann er einhver. Ég hef hins vegar ekki verið í þessari aðstöðu og get því ekki sest í dómarasæti.“ Víst er að þessi ummæli munu vekja misjöfn viðbrögð hjá bandarískum fjölmiðlum enda eru fóstureyðingar eitt eldfimasta málið í bandarísku samfélagi. Samkvæmt New York Daily News er Bieber af sannkristnu fólki kominn og hlaut víst afar strangt kristilegt uppeldi, sem ætti að einhverju leyti að varpa ljósi á orð hans í Rolling Stone.
Lífið Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið Fleiri fréttir Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Sjá meira