Harðir bardagar í grennd við Trípolí 25. febrúar 2011 00:00 Yfirgefið flugskeyti Geitur í grennd við Tobruk láta sér fátt um flugskeytið finnast, sem hefur staðið þarna án eftirlits síðan uppreisnarmenn réðust á herstöðina fyrr í vikunni. nordicphotos/AFP Múammar Gaddafí segir að Osama bin Laden standi á bak við uppreisnina gegn sér í Líbíu. Ungt fólk sé platað með vímuefnum til þess að taka þátt í „eyðileggingu og skemmdarverkum“. Megnið af Líbíu virtist í gær komið í hendur stjórnarandstæðinga, sem fögnuðu ákaft þrátt fyrir harða bardaga í grennd við höfuðborgina Trípólí. Höfuðborgin sjálf var enn undir stjórn Gaddafís og liðsmanna hans. Hersveitir Gaddafís beittu fullu afli gegn uppreisnarmönnum í gær, réðust meðal annars á mosku þar sem hópur fólks var í setuverkfalli gegn stjórn Gaddafís. Einnig urðu átök á flugvelli sem stjórnarandstæðingar höfðu náð á sitt vald. Fullyrt var að fimmtán manns hefðu látið lífið í þessum átökum. Alls er talið að hundruð manna hafi fallið í átökunum undanfarna daga, en utanríkisráðherra Ítalíu hefur sagst halda að fjöldi látinna sé kominn yfir þúsund. Í höfuðborginni hafa borist fregnir af því að hersveitir, skipaðar bæði heimamönnum og erlendum málamiðlum, fari með vopnum um götur og skjóti handahófskennt út í loftið. Tugir manna eru sagðir hafa látið lífið þar fyrr í vikunni þegar skotið var á mótmælendur. Herinn er einnig sagður hafa gert árásir á íbúðarhús víðs vegar um borgina og tekið fólk höndum. Stjórnarandstæðingar eru sagðir hafa lokað einhverjum hverfum borgarinnar með götuvígjum, en hafi hægt um sig innan hverfanna. „Nú er tími leynilegra ógnarverka og leynilegra handtaka. Þeir fara hús úr húsi og útrýma andstæðingum stjórnarinnar þannig,“ sagði einn íbúi í borginni. Mannréttindasamtökin Amnesty International hafa gagnrýnt hæg og dræm viðbrögð Sameinuðu þjóðanna og annarra alþjóðastofnana. „Amnesty International telur að Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna verði tafarlaust að koma á vopnasölubanni til Líbíu sem og að frysta eignir Gaddafís og helstu ráðgjafa hans innan hers og öryggissveita,“ segir í yfirlýsingu frá Amnesty. Svissnesk stjórnvöld skýrðu frá því í gær að þau hefðu fryst allar eigur sem Gaddafí og félagar hans kunni að eiga í svissneskum fjármálafyrirtækjum. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna kom einnig saman í gær til að ræða refsiaðgerðir. gudsteinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Örlög Bayrou ráðast 8. september Erlent Skjálfti við Húsavík Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Fleiri fréttir Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Sjá meira
Múammar Gaddafí segir að Osama bin Laden standi á bak við uppreisnina gegn sér í Líbíu. Ungt fólk sé platað með vímuefnum til þess að taka þátt í „eyðileggingu og skemmdarverkum“. Megnið af Líbíu virtist í gær komið í hendur stjórnarandstæðinga, sem fögnuðu ákaft þrátt fyrir harða bardaga í grennd við höfuðborgina Trípólí. Höfuðborgin sjálf var enn undir stjórn Gaddafís og liðsmanna hans. Hersveitir Gaddafís beittu fullu afli gegn uppreisnarmönnum í gær, réðust meðal annars á mosku þar sem hópur fólks var í setuverkfalli gegn stjórn Gaddafís. Einnig urðu átök á flugvelli sem stjórnarandstæðingar höfðu náð á sitt vald. Fullyrt var að fimmtán manns hefðu látið lífið í þessum átökum. Alls er talið að hundruð manna hafi fallið í átökunum undanfarna daga, en utanríkisráðherra Ítalíu hefur sagst halda að fjöldi látinna sé kominn yfir þúsund. Í höfuðborginni hafa borist fregnir af því að hersveitir, skipaðar bæði heimamönnum og erlendum málamiðlum, fari með vopnum um götur og skjóti handahófskennt út í loftið. Tugir manna eru sagðir hafa látið lífið þar fyrr í vikunni þegar skotið var á mótmælendur. Herinn er einnig sagður hafa gert árásir á íbúðarhús víðs vegar um borgina og tekið fólk höndum. Stjórnarandstæðingar eru sagðir hafa lokað einhverjum hverfum borgarinnar með götuvígjum, en hafi hægt um sig innan hverfanna. „Nú er tími leynilegra ógnarverka og leynilegra handtaka. Þeir fara hús úr húsi og útrýma andstæðingum stjórnarinnar þannig,“ sagði einn íbúi í borginni. Mannréttindasamtökin Amnesty International hafa gagnrýnt hæg og dræm viðbrögð Sameinuðu þjóðanna og annarra alþjóðastofnana. „Amnesty International telur að Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna verði tafarlaust að koma á vopnasölubanni til Líbíu sem og að frysta eignir Gaddafís og helstu ráðgjafa hans innan hers og öryggissveita,“ segir í yfirlýsingu frá Amnesty. Svissnesk stjórnvöld skýrðu frá því í gær að þau hefðu fryst allar eigur sem Gaddafí og félagar hans kunni að eiga í svissneskum fjármálafyrirtækjum. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna kom einnig saman í gær til að ræða refsiaðgerðir. gudsteinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Örlög Bayrou ráðast 8. september Erlent Skjálfti við Húsavík Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Fleiri fréttir Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Sjá meira