Fjölskylduhjálp Íslands hefur nú ákveðið að bjóða á ný upp á ókeypis klippingar. Boðið var upp á hárklippingar fyrir skjólstæðinga Fjölskylduhjálpar Íslands í Reykjavík í nóvember og desember á síðasta ári.
Boðið verður upp á klippingarnar alla mánudaga í húsakynnum Fjölskylduhjálpar á milli klukkan 12 og 16. Hárgreiðslumeistarinn Magnea Agnarsdóttir, sem starfar á Slippnum við Skólavörðustíg, mun sjá um klippingarnar. - sv
