Belinda Theriault hefur verið ráðin í starf framkvæmdastjóra Fulbright-stofnunarinnar á Íslandi.
Belinda er með meistarapróf í alþjóðasamskiptum og MBA í stjórnun og viðskiptafræði.
Í tilkynningu segir að hún hafi starfað á vettvangi alþjóðlegs samstarfs í yfir tvo áratugi, meðal annars sem forstöðumaður alþjóðasviðs Alþingis í níu ár. Belinda hefur jafnframt starfað hjá EFTA og Fjármálaeftirlitinu og sem sjálfstæður ráðgjafi.- þj
Belinda ráðin til Fulbright
