Elti innbrotsþjóf með öxi og Rottweiler-tík 16. mars 2011 08:30 Lúðvík Kjartan Kristjánsson og tíkin París náðu innbrotsþjófi sem reyndi að komast undan úr Veiðiportinu. Tómas Skúlason, eigandi verslunarinnar, hugar að skemmdum á hurðinni. Fréttablaðið/GVA „Adrenalínið tók völdin," segir Lúðvík Kjartan Kristjánsson, sem um þarsíðustu helgi elti tvo innbrotsþjófa frá Veiðiportinu á Grandagarði. Lúðvík segir að hann hafi lagt sig á vinnustofu sinni fyrir ofan Veiðiportið þegar hann heyrði mikla háreysti milli klukkan þrjú og fjögur aðfaranótt sunnudags. „Það var eins og verið væri að berja járni í gler við hurðina að stigaganginum hjá mér en ég sá ekkert þegar ég gáði fram. Um leið og ég kom aftur inn til mín heyrði ég brothljóð og viðvörunarkerfið fór í gang í búðinni. Ég stökk þá í skó, kippti með mér exi úr verkfærakassanum og tók Rottweiler-hundinn minn með hér. Þegar ég kom út sá ég tvo innbrotsþjófa á flótta," lýsir Lúðvík atburðarásinni. Hundur Lúðvíks er fjögurra ára gömul verðlaunatík sem gegnir nafninu París og er tæp sextíu kíló. Óárennilegur gripur en vel þjálfaður af eigandanum. Lúðvík sigaði París á þann þjófinn sem nær honum var. „Hundurinn náði þjófnum upp við vegg og urraði á hann til að passa að hann færi ekki neitt enda hallaði hann sér bara upp að veggnum og lyfti upp höndum. Þá gekk ég með hann upp í 10-11 á Seljavegi og bað öryggisvörð að taka við honum og hringja á lögregluna. Síðan hljóp ég út til að ná hinum þjófinum en hann var þá horfinn með vöðlur úttroðnar af þýfi," segir Lúðvík. Þegar Lúðvík og París komu aftur í 10-11 var fyrri þjófurinn að ganga þaðan út. „Ég fór með hann aftur inn í búðina en þá gerði öryggisvörðurinn bara athugasemd við að ég væri með exi inni í búðinni. Ég var ekki að fara að hlaupa út án þess að vera með neitt í höndunum gegn svona mönnum og útskýrði það fyrir honum áður en ég bað hann aftur um að gjöra svo vel að hringja á lögregluna og leyfa ekki manninum að fara." Lúðvík fór við svo búið aftur að Veiðiportinu. Þar var mættur öryggisvörður sem hringdi í lögregluna. „Þegar lögreglan kom í 10-11 var þar enginn innbrotsþjófur. Öryggisvörðurinn þar kvartaði bara undan manni sem hefði verið þar inni með exi," segir Lúðvík. Þegar lögreglan kom í Veiðiportið og Lúðvík heyrði lýsinguna á manninum úr 10-11 sagði hann þeim að þeir þyrftu ekki að leita langt því hann stæði fyrir framan þá. „Þeir hlógu að þessu en þökkuðu mér og París fyrir því þeir gátu þekkt manninn af eftirlitsmyndavélum í 10-11. Þetta er maður sem þeir kannast vel við." Lúðvík segir adrenalínið einfaldlega hafa rekið hann áfram til að elta þjófana. „Svo fær maður dálítinn aukakraft af því að vera með Rottweiler við hliðina á sér." gar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Innlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Níutíu Palestínumenn látnir lausir Erlent Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð Innlent Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Innlent Fleiri fréttir Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Sjá meira
„Adrenalínið tók völdin," segir Lúðvík Kjartan Kristjánsson, sem um þarsíðustu helgi elti tvo innbrotsþjófa frá Veiðiportinu á Grandagarði. Lúðvík segir að hann hafi lagt sig á vinnustofu sinni fyrir ofan Veiðiportið þegar hann heyrði mikla háreysti milli klukkan þrjú og fjögur aðfaranótt sunnudags. „Það var eins og verið væri að berja járni í gler við hurðina að stigaganginum hjá mér en ég sá ekkert þegar ég gáði fram. Um leið og ég kom aftur inn til mín heyrði ég brothljóð og viðvörunarkerfið fór í gang í búðinni. Ég stökk þá í skó, kippti með mér exi úr verkfærakassanum og tók Rottweiler-hundinn minn með hér. Þegar ég kom út sá ég tvo innbrotsþjófa á flótta," lýsir Lúðvík atburðarásinni. Hundur Lúðvíks er fjögurra ára gömul verðlaunatík sem gegnir nafninu París og er tæp sextíu kíló. Óárennilegur gripur en vel þjálfaður af eigandanum. Lúðvík sigaði París á þann þjófinn sem nær honum var. „Hundurinn náði þjófnum upp við vegg og urraði á hann til að passa að hann færi ekki neitt enda hallaði hann sér bara upp að veggnum og lyfti upp höndum. Þá gekk ég með hann upp í 10-11 á Seljavegi og bað öryggisvörð að taka við honum og hringja á lögregluna. Síðan hljóp ég út til að ná hinum þjófinum en hann var þá horfinn með vöðlur úttroðnar af þýfi," segir Lúðvík. Þegar Lúðvík og París komu aftur í 10-11 var fyrri þjófurinn að ganga þaðan út. „Ég fór með hann aftur inn í búðina en þá gerði öryggisvörðurinn bara athugasemd við að ég væri með exi inni í búðinni. Ég var ekki að fara að hlaupa út án þess að vera með neitt í höndunum gegn svona mönnum og útskýrði það fyrir honum áður en ég bað hann aftur um að gjöra svo vel að hringja á lögregluna og leyfa ekki manninum að fara." Lúðvík fór við svo búið aftur að Veiðiportinu. Þar var mættur öryggisvörður sem hringdi í lögregluna. „Þegar lögreglan kom í 10-11 var þar enginn innbrotsþjófur. Öryggisvörðurinn þar kvartaði bara undan manni sem hefði verið þar inni með exi," segir Lúðvík. Þegar lögreglan kom í Veiðiportið og Lúðvík heyrði lýsinguna á manninum úr 10-11 sagði hann þeim að þeir þyrftu ekki að leita langt því hann stæði fyrir framan þá. „Þeir hlógu að þessu en þökkuðu mér og París fyrir því þeir gátu þekkt manninn af eftirlitsmyndavélum í 10-11. Þetta er maður sem þeir kannast vel við." Lúðvík segir adrenalínið einfaldlega hafa rekið hann áfram til að elta þjófana. „Svo fær maður dálítinn aukakraft af því að vera með Rottweiler við hliðina á sér." gar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Innlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Níutíu Palestínumenn látnir lausir Erlent Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð Innlent Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Innlent Fleiri fréttir Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Sjá meira