Vilja svör um hagkvæmni Vaðlaheiðarganga 17. mars 2011 06:30 Mörður Árnason Mikilvægt er að skattborgararnir borgi ekki allt saman eftir að áætlanir bíða skipbrot, segir Mörður Árnason um Vaðlaheiðargöng.Fréttablaðið/Auðunn Sigmundur Ernir Rúnarsson Formaður samgöngunefndar Alþingis, Björn Valur Gíslason úr Vinstri grænum, hefur fallist á beiðni Marðar Árnasonar úr Samfylkingunni um sérstakan fund um fyrirhuguð Vaðlaheiðargöng. Vegagerðin og félag heimamanna norðan heiða, Greið leið, hafa stofnað nýtt hlutafélag um göngin. Þeir áætla að göngin kosti 10,4 milljarða króna, sem fáist inn með veggjöldum í framtíðinni. Félag íslenskra bifreiðaeigenda dregur útreikningana í efa og kveðst óttast að skattgreiðendur borgi hluta kostnaðarins og missi í staðinn af samgönguframkvæmdum sem félagið telur brýnni. Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB, og Sigmundur Ernir Rúnarsson, alþingismaður Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi, ræddu í gær Vaðlaheiðargöngin í útvarpsþættinum Bítinu á Bylgjunni. Sagði Runólfur Sigmund þar vera „kjördæmapotara“ vegna stuðnings við málið. Sigmundur sagði málflutning Runólfs fáránlegan. Boða á Runólf og Hrein Haraldsson, vegamálastjóra og fulltrúa frá Vaðlaheiðargöngum, á áðurnefndan fund samgöngunefndar, að því er Mörður Árnason upplýsir á bloggsíðu sinni. „Það verður fróðlegt að heyra í þessum mönnum svara spurningum um hagkvæmni og forgangsröð – og auðvitað mikilvægast að svo sé gengið frá að ekki verði farin hin klassíska íslenska leið og skattborgararnir látnir borga allt saman eftir að hver áætlunin af annarri hefur beðið skipbrot,“ skrifar Mörður, sem kveðst munu verða „jákvæður þangað til ástæða reynist til annars“.- garRunólfur Ólafsson Fréttir Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Fleiri fréttir Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Sjá meira
Sigmundur Ernir Rúnarsson Formaður samgöngunefndar Alþingis, Björn Valur Gíslason úr Vinstri grænum, hefur fallist á beiðni Marðar Árnasonar úr Samfylkingunni um sérstakan fund um fyrirhuguð Vaðlaheiðargöng. Vegagerðin og félag heimamanna norðan heiða, Greið leið, hafa stofnað nýtt hlutafélag um göngin. Þeir áætla að göngin kosti 10,4 milljarða króna, sem fáist inn með veggjöldum í framtíðinni. Félag íslenskra bifreiðaeigenda dregur útreikningana í efa og kveðst óttast að skattgreiðendur borgi hluta kostnaðarins og missi í staðinn af samgönguframkvæmdum sem félagið telur brýnni. Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB, og Sigmundur Ernir Rúnarsson, alþingismaður Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi, ræddu í gær Vaðlaheiðargöngin í útvarpsþættinum Bítinu á Bylgjunni. Sagði Runólfur Sigmund þar vera „kjördæmapotara“ vegna stuðnings við málið. Sigmundur sagði málflutning Runólfs fáránlegan. Boða á Runólf og Hrein Haraldsson, vegamálastjóra og fulltrúa frá Vaðlaheiðargöngum, á áðurnefndan fund samgöngunefndar, að því er Mörður Árnason upplýsir á bloggsíðu sinni. „Það verður fróðlegt að heyra í þessum mönnum svara spurningum um hagkvæmni og forgangsröð – og auðvitað mikilvægast að svo sé gengið frá að ekki verði farin hin klassíska íslenska leið og skattborgararnir látnir borga allt saman eftir að hver áætlunin af annarri hefur beðið skipbrot,“ skrifar Mörður, sem kveðst munu verða „jákvæður þangað til ástæða reynist til annars“.- garRunólfur Ólafsson
Fréttir Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Fleiri fréttir Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Sjá meira