Fá sólpall og heitan pott í lóðarkaupum 18. mars 2011 05:00 Sólpalli markaður staður Vinir Agnars Sigurðssonar minntust þess í síðustu viku að hundrað ár eru frá fæðingu hans og mörkuðu væntanlegum sólpalli stað með vískidreitli. Sólpallurinn ber nafn Agnars og heitir Aggapallur. Neðan við hann verður heiti potturinn Guðlaug.MYnd/Úr Einkasafni Akraneskaupstaður hyggst taka tilboði hjónanna Haralds Sturlaugssonar útgerðarmanns og Ingibjargar Pálmadóttur, fyrrverandi heilbrigðisráðherra, og kaupa 1.200 fermetra lóðarhluta þeirra á útvistarsvæðinu á Breið. Hjónin ætla að nota andvirðið til þess að reisa sólpall fyrir almenning. Ingibjörg segir að pallurinn verði byggður í minningu Agnars Sigurðssonar, góðs vinar sem hefði orðið 100 ára 10. mars síðastliðinn. Agnar vann hjá fjölskyldufyrirtækinu Haraldi Böðvarssyni undir stjórn fjögurra ættliða. Sólpallurinn mun heita Aggapallur eftir Agnari. Á eitt hundrað ára afmæli Agnars kölluðu þau Haraldur og Ingibjörg til vini Agnars að bakhlið stúkunnar við íþróttavöllinn á Jaðarsbökkum. „Þegar Agnar varð sjötugur fékk hann mikinn viskíkút frá starfsfélögum sínum. Þótt honum þætti sopinn ekki vondur þá vildi hann geyma þennan kút þar til hundrað ára fæðingardagurinn rynni upp,“ segir Ingibjörg. „Við ákváðum að gera eitthvað táknrænt og því var hellt viskíi á Langasand þar sem sólpallurinn á að rísa.“ Að sögn Ingibjargar stendur einnig til að koma fyrir setlaug neðan við sólpallinn ef leyfi bæjarins fæst. Heita pottinn eigi að kosta úr styrktarsjóði sem Ólafur Guðmundsson úr Sandgerði hafi, ásamt systkinum sínum, stofnað um foreldra þeirra. „Laugin á að heita Guðlaug eftir formóðurinni sem sjóðurinn er kenndur við,“ segir Ingibjörg sem á von á því að framkvæmdir hefjist um leið og veður leyfir. Pallurinn og laugin verða tengd íþróttamannvirkjunum sem fyrir eru og útvistarsvæðinu Langasandi sem Ingibjörg segir vera mikla paradís. „Við höldum að með þessu eigi fólk eftir að njóta lífsins enn þá betur á Langasandi. Á sumrin leika börnin sér oft í sjónum og þá er gott að ylja sér í pottinum. Foreldrarnir geta svo legið á pallinum og fylgst með,“ segir hún. Bæjarráð Akranes segir tilboð Ingibjargar og Haraldar vera rausnarlegt og sýna velvilja í garð bæjarfélagsins. Búist er við að endanlega verði gengið frá málinu á bæjarstjórnarfundi á þriðjudag. Ingibjörg segir pallinn og setlaugina munu kosta í kringum tíu milljónir króna. „Síðan erum við að láta okkur dreyma um að bæta við þetta seinna en ætlum ekki að fara lengra í bili,“ segir ráðherrann fyrrverandi. gar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Fleiri fréttir Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Sjá meira
Akraneskaupstaður hyggst taka tilboði hjónanna Haralds Sturlaugssonar útgerðarmanns og Ingibjargar Pálmadóttur, fyrrverandi heilbrigðisráðherra, og kaupa 1.200 fermetra lóðarhluta þeirra á útvistarsvæðinu á Breið. Hjónin ætla að nota andvirðið til þess að reisa sólpall fyrir almenning. Ingibjörg segir að pallurinn verði byggður í minningu Agnars Sigurðssonar, góðs vinar sem hefði orðið 100 ára 10. mars síðastliðinn. Agnar vann hjá fjölskyldufyrirtækinu Haraldi Böðvarssyni undir stjórn fjögurra ættliða. Sólpallurinn mun heita Aggapallur eftir Agnari. Á eitt hundrað ára afmæli Agnars kölluðu þau Haraldur og Ingibjörg til vini Agnars að bakhlið stúkunnar við íþróttavöllinn á Jaðarsbökkum. „Þegar Agnar varð sjötugur fékk hann mikinn viskíkút frá starfsfélögum sínum. Þótt honum þætti sopinn ekki vondur þá vildi hann geyma þennan kút þar til hundrað ára fæðingardagurinn rynni upp,“ segir Ingibjörg. „Við ákváðum að gera eitthvað táknrænt og því var hellt viskíi á Langasand þar sem sólpallurinn á að rísa.“ Að sögn Ingibjargar stendur einnig til að koma fyrir setlaug neðan við sólpallinn ef leyfi bæjarins fæst. Heita pottinn eigi að kosta úr styrktarsjóði sem Ólafur Guðmundsson úr Sandgerði hafi, ásamt systkinum sínum, stofnað um foreldra þeirra. „Laugin á að heita Guðlaug eftir formóðurinni sem sjóðurinn er kenndur við,“ segir Ingibjörg sem á von á því að framkvæmdir hefjist um leið og veður leyfir. Pallurinn og laugin verða tengd íþróttamannvirkjunum sem fyrir eru og útvistarsvæðinu Langasandi sem Ingibjörg segir vera mikla paradís. „Við höldum að með þessu eigi fólk eftir að njóta lífsins enn þá betur á Langasandi. Á sumrin leika börnin sér oft í sjónum og þá er gott að ylja sér í pottinum. Foreldrarnir geta svo legið á pallinum og fylgst með,“ segir hún. Bæjarráð Akranes segir tilboð Ingibjargar og Haraldar vera rausnarlegt og sýna velvilja í garð bæjarfélagsins. Búist er við að endanlega verði gengið frá málinu á bæjarstjórnarfundi á þriðjudag. Ingibjörg segir pallinn og setlaugina munu kosta í kringum tíu milljónir króna. „Síðan erum við að láta okkur dreyma um að bæta við þetta seinna en ætlum ekki að fara lengra í bili,“ segir ráðherrann fyrrverandi. gar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Fleiri fréttir Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Sjá meira