Draumurinn rættist 18. mars 2011 04:00 Góður dagur Edwin van der Sar, markvörður Manchester United, og Tryggvi Jón eftir sigurleik liðsins gegn Arsenal á laugardaginn var.Mynd úr einkasafni Langþráður draumur Tryggva Jóns Jónatanssonar, fimmtán ára stráks frá Akureyri, rættist um síðustu helgi. Hann heimsótti Old Trafford, heimavöll uppáhaldsfótboltaliðsins síns, Manchester United. Og ekki nóg með það því United lagði Arsenal að velli og að leik loknum heilsaði markvörður United, Edwin van der Sar, upp á Tryggva. „Tryggvi Jón hefur þráð það heitast í lífi sínu að komast á Old Trafford og nú hefur draumur hans ræst,“ segir Ásta Reynisdóttir, móðir hans. Tryggvi Jón er með sjaldgæfan hrörnunarsjúkdóm og er háður hjólastól. Hann hefur misst allan mátt í höndum, hefur örlítinn mátt í fótum, heyrir ekki og sér vart. Að sögn Ástu bar utanförina brátt að og þurfti að fara krókaleiðir til að fá miða á völlinn. Er Ásta þakklát Kristni Halldóri Einarssyni, formanni Blindrafélagsins, og nokkrum styrktaraðilum sem gerðu ferðina mögulega. Fimm voru í föruneyti Tryggva Jóns; foreldrar hans, tveir aðstoðarmenn og Kristinn Halldór. Ásta segir Tryggva Jón hafa setið á besta stað ásamt aðstoðarmanni sem hjálpaði honum að fylgjast með öllu sem fram fór með aðstoð tölvubúnaðar. Sjálf sat hún skammt frá og fylgdist með honum. „Hann sat sem aðdáandi númer eitt í sæti fyrir fatlaða og ég fylgdist með svipbrigðunum á honum og bara grét. Slíkar voru tilfinningarnar.“ Ásta segir þennan viðburð í lífi sonar síns afskaplega mikils virði. Hann sé mjög hamingjusamur og þakklátur þeim sem gerðu honum kleift að láta drauminn rætast. Hann sé reyndar enn að átta sig á ferðin hafi verið raunveruleg en ekki draumur. „Hann spurði mig síðast í gær hvort þetta hefði verið draumur eða hvort við hefðum í raun farið á Old Trafford.“ Það var svo til að kóróna allt að eftir leikinn heilsaði markvörður Manchester-liðsins Edwin van der Sar upp á Tryggva, gaf honum eiginhandaráritun og sat fyrir á mynd með honum. „Ég hef aldrei séð hann jafn hamingjusaman á nokkurri mynd og þessari. Það lýsir af honum,“ segir Ásta. bjorn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Innlent Fleiri fréttir „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Sjá meira
Langþráður draumur Tryggva Jóns Jónatanssonar, fimmtán ára stráks frá Akureyri, rættist um síðustu helgi. Hann heimsótti Old Trafford, heimavöll uppáhaldsfótboltaliðsins síns, Manchester United. Og ekki nóg með það því United lagði Arsenal að velli og að leik loknum heilsaði markvörður United, Edwin van der Sar, upp á Tryggva. „Tryggvi Jón hefur þráð það heitast í lífi sínu að komast á Old Trafford og nú hefur draumur hans ræst,“ segir Ásta Reynisdóttir, móðir hans. Tryggvi Jón er með sjaldgæfan hrörnunarsjúkdóm og er háður hjólastól. Hann hefur misst allan mátt í höndum, hefur örlítinn mátt í fótum, heyrir ekki og sér vart. Að sögn Ástu bar utanförina brátt að og þurfti að fara krókaleiðir til að fá miða á völlinn. Er Ásta þakklát Kristni Halldóri Einarssyni, formanni Blindrafélagsins, og nokkrum styrktaraðilum sem gerðu ferðina mögulega. Fimm voru í föruneyti Tryggva Jóns; foreldrar hans, tveir aðstoðarmenn og Kristinn Halldór. Ásta segir Tryggva Jón hafa setið á besta stað ásamt aðstoðarmanni sem hjálpaði honum að fylgjast með öllu sem fram fór með aðstoð tölvubúnaðar. Sjálf sat hún skammt frá og fylgdist með honum. „Hann sat sem aðdáandi númer eitt í sæti fyrir fatlaða og ég fylgdist með svipbrigðunum á honum og bara grét. Slíkar voru tilfinningarnar.“ Ásta segir þennan viðburð í lífi sonar síns afskaplega mikils virði. Hann sé mjög hamingjusamur og þakklátur þeim sem gerðu honum kleift að láta drauminn rætast. Hann sé reyndar enn að átta sig á ferðin hafi verið raunveruleg en ekki draumur. „Hann spurði mig síðast í gær hvort þetta hefði verið draumur eða hvort við hefðum í raun farið á Old Trafford.“ Það var svo til að kóróna allt að eftir leikinn heilsaði markvörður Manchester-liðsins Edwin van der Sar upp á Tryggva, gaf honum eiginhandaráritun og sat fyrir á mynd með honum. „Ég hef aldrei séð hann jafn hamingjusaman á nokkurri mynd og þessari. Það lýsir af honum,“ segir Ásta. bjorn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Innlent Fleiri fréttir „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Sjá meira