Garðbæingar ósáttir við veislur í rólóhúsi 30. mars 2011 06:00 Á aflóga róluvelli við baklóðir íbúarhúsa við Faxatún hefur Kiwanisklúbburinn Setberg aðstöðu í gömlu húsi í eigu bæjarins. Fjær sést skátaheimili Vífils í blárri byggingu.Fréttablaðið/Vilhelm Auður Hallgrímsdóttir, varamaður minnihluta Fólksins í bænum í skipulagsnefnd Garðabæjar, segir mikla óánægju meðal íbúa við göturnar Faxatún og Goðatún vegna ónæðis frá skátaheimili og húsi Kiwanismanna í hverfinu. Í tillögu að breyttu deiliskipulagi á Silfurtúnssvæðinu er gert ráð fyrir skrúðgarði á gömlum róluvelli við Faxatún. Þetta segir Auður Hallgrímsdóttir vera eina af betri hugmyndunum í tillögunni því mikið ónæði sé af umsvifum Kiwanis-manna á róluvellinum. „Í gamla gæsluvallarhúsinu á þessum róluvelli hafa Kiwanis-menn haldið til í tæplega þrjátíu ár, íbúum Faxatúns til ómælds ama og óþæginda," segir Auður. Gamli Róluvöllurinn er milli bakgarða íbúðarhúsa við Faxatún. Kiwanis-klúbburinn Setberg hefur þar aðsetur sitt í húsi í eigu bæjarins. „Þarna halda þeir félagsfundi með alls kyns umstangi auk þess sem ónæði er af bílaumferð inn á viðkvæman stað. Síðan leigja þeir húsið til veisluhalda um helgar. Á sunnudagsmorgnum eru íbúarnir svefnlausir eftir veislur í rólóhúsinu og þurfa að byrja daginn á að tína upp bjórdósir í görðunum sínum," lýsir Auður ástandinu. Matthías G. Pétursson, stjórnarmaður í Kiwanisklúbbnum Setbergi, segist kannast við að sumir hafi fett fingur út í bílaumferð að húsi Setbergs. Sögur af ónæði vegna veisluhalda komi honum hins vegar á óvart. „Útleigan er í algjöru lágmarki og er helst fyrir fermingarveislur eða afmæli fyrir fimmtuga eða eldri. Það er ekki verið að leigja unglingum eða ungum krökkum þannig að það er ekki óreglunni fyrir að fara," segir hann. Félagsmenn í Setbergi um tuttugu talsins. Matthías segir þá funda hálfsmánaðarlega. Meðalaldur Setbergsmanna sé um sjötugt. „Markmið okkar er að styðja við íbúa bæjarins og höfum gert það. Þetta er bara klúbbur sem er að láta gott af sér leiða en er ekki að hittast til að drekka brennivín eða halda fagnaði." Þá segir Auður íbúa Faxatúns og Goðatúns sem næst séu skátaheimili á Bæjarbraut vera mjög ósátta. „Húsið er leigt út fyrir skemmtanir um helgar og það þýðir mikið ónæði fyrir íbúana enda snúa svefnherbergi þeirra að skátaheimilinu," segir hún. Skátaheimilið, sem byggt var 2005, hýsir bæði Skátafélagið Vífil og Hjálparsveit skáta. „Um leið og kvartanir bárust frá íbúum hættum við að leigja salinn út fyrir veislur á kvöldin," segir Hafdís Bára Kristmundsdóttir, félagsforingi Vífils. gar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Fleiri fréttir Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Sjá meira
Auður Hallgrímsdóttir, varamaður minnihluta Fólksins í bænum í skipulagsnefnd Garðabæjar, segir mikla óánægju meðal íbúa við göturnar Faxatún og Goðatún vegna ónæðis frá skátaheimili og húsi Kiwanismanna í hverfinu. Í tillögu að breyttu deiliskipulagi á Silfurtúnssvæðinu er gert ráð fyrir skrúðgarði á gömlum róluvelli við Faxatún. Þetta segir Auður Hallgrímsdóttir vera eina af betri hugmyndunum í tillögunni því mikið ónæði sé af umsvifum Kiwanis-manna á róluvellinum. „Í gamla gæsluvallarhúsinu á þessum róluvelli hafa Kiwanis-menn haldið til í tæplega þrjátíu ár, íbúum Faxatúns til ómælds ama og óþæginda," segir Auður. Gamli Róluvöllurinn er milli bakgarða íbúðarhúsa við Faxatún. Kiwanis-klúbburinn Setberg hefur þar aðsetur sitt í húsi í eigu bæjarins. „Þarna halda þeir félagsfundi með alls kyns umstangi auk þess sem ónæði er af bílaumferð inn á viðkvæman stað. Síðan leigja þeir húsið til veisluhalda um helgar. Á sunnudagsmorgnum eru íbúarnir svefnlausir eftir veislur í rólóhúsinu og þurfa að byrja daginn á að tína upp bjórdósir í görðunum sínum," lýsir Auður ástandinu. Matthías G. Pétursson, stjórnarmaður í Kiwanisklúbbnum Setbergi, segist kannast við að sumir hafi fett fingur út í bílaumferð að húsi Setbergs. Sögur af ónæði vegna veisluhalda komi honum hins vegar á óvart. „Útleigan er í algjöru lágmarki og er helst fyrir fermingarveislur eða afmæli fyrir fimmtuga eða eldri. Það er ekki verið að leigja unglingum eða ungum krökkum þannig að það er ekki óreglunni fyrir að fara," segir hann. Félagsmenn í Setbergi um tuttugu talsins. Matthías segir þá funda hálfsmánaðarlega. Meðalaldur Setbergsmanna sé um sjötugt. „Markmið okkar er að styðja við íbúa bæjarins og höfum gert það. Þetta er bara klúbbur sem er að láta gott af sér leiða en er ekki að hittast til að drekka brennivín eða halda fagnaði." Þá segir Auður íbúa Faxatúns og Goðatúns sem næst séu skátaheimili á Bæjarbraut vera mjög ósátta. „Húsið er leigt út fyrir skemmtanir um helgar og það þýðir mikið ónæði fyrir íbúana enda snúa svefnherbergi þeirra að skátaheimilinu," segir hún. Skátaheimilið, sem byggt var 2005, hýsir bæði Skátafélagið Vífil og Hjálparsveit skáta. „Um leið og kvartanir bárust frá íbúum hættum við að leigja salinn út fyrir veislur á kvöldin," segir Hafdís Bára Kristmundsdóttir, félagsforingi Vífils. gar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Fleiri fréttir Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Sjá meira