Nóg komið af áhættusækni 31. mars 2011 05:00 Margrét Kristmannsdóttir „Mín skoðun er að það verði svo sem engin ragnarök þótt Icesave verði hafnað eins og sumir vilja halda fram,“ segir Margrét Kristmannsdóttir, formaður Samtaka verslunar og þjónustu. „En hitt er annað mál að þú hittir ekki svo mann í kaffistofu eða matarboði að ekki sé verið að ræða um að hér sé ekkert að gerast. Og ég held að það ástand muni þá halda áfram.“ Margrét segir það ekki að ástæðulausu að aðilar vinnumarkaðarins, bæði Alþýðusambandið og Samtök atvinnulífsins, leggi ofurkapp á að málið verði klárað. „Menn sjá að Icesave muni meðal annars viðhalda þessu frosti sem er í atvinnulífinu og við verðum með öllum ráðum að ná hagvexti af stað á ný.“ Margrét bendir á að í fyrra hafi hagvöxtur verið neikvæður og að í ár stefni í þrjátíu milljörðum lakari afkomu ríkissjóðs en gert hafi verið ráð fyrir. „Það er næstum sama upphæð og Icesave.“ Í öðru lagi segir Margrét óvissuna um það sem við taki vera það sem verst sé fyrir atvinnulífið. „Á meðan halda fyrirtæki að sér höndum. Ég finn það til dæmis í mínum rekstri að þegar maður sér ekki fyrir hvernig aðstæður verða eftir hálft eða heilt ár, þá sitja menn með hendur í skauti á meðan.“ Margrét segir það hafa ráðið úrslitum um að hún ætli að segja já í komandi kosningum að henni finnist þessi þjóð búin að taka nógu mikla áhættu undanfarin ár og vera allt of áhættusækin. „Áhættusæknin olli því að hér varð algjört hrun. Mér finnst að þessar kynslóðir sem bera landið uppi og stjórna því, hvort heldur sem það er í stjórnmálum eða atvinnulífi, hafi tekið nóga áhættu fyrir börnin okkar.“ Margrét segir nóg komið, valið standi á milli þess að taka á sig þrjátíu milljarða króna kostnað eða hætta á kostnað upp á 750 milljarða. Hún segir íslensku Icesave-samninganefndina hafa unnið þrekvirki í að ná fram frábærum samningi. „Þar er kostnaður sem þjóðin ræður mjög vel við og kannski ekki nema tíu prósent af heildarkostnaðinum við hrunið. En við erum einhvern veginn aldrei að tala um þessi níutíu prósent,“ segir hún og bætir við að ekkert sé að því að fá á sig eitt mark í fótboltaleik ef maður skori tvö mörk á móti og vinni leikinn. „Fyrir mér snýst Icesave um miklu alvarlegri hluti en lögfræði og ég er ekki tilbúin að taka alla þessa áhættu þegar við erum komin með þennan frábæra samning í hendurnar.“ Fréttir Icesave Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Sjá meira
„Mín skoðun er að það verði svo sem engin ragnarök þótt Icesave verði hafnað eins og sumir vilja halda fram,“ segir Margrét Kristmannsdóttir, formaður Samtaka verslunar og þjónustu. „En hitt er annað mál að þú hittir ekki svo mann í kaffistofu eða matarboði að ekki sé verið að ræða um að hér sé ekkert að gerast. Og ég held að það ástand muni þá halda áfram.“ Margrét segir það ekki að ástæðulausu að aðilar vinnumarkaðarins, bæði Alþýðusambandið og Samtök atvinnulífsins, leggi ofurkapp á að málið verði klárað. „Menn sjá að Icesave muni meðal annars viðhalda þessu frosti sem er í atvinnulífinu og við verðum með öllum ráðum að ná hagvexti af stað á ný.“ Margrét bendir á að í fyrra hafi hagvöxtur verið neikvæður og að í ár stefni í þrjátíu milljörðum lakari afkomu ríkissjóðs en gert hafi verið ráð fyrir. „Það er næstum sama upphæð og Icesave.“ Í öðru lagi segir Margrét óvissuna um það sem við taki vera það sem verst sé fyrir atvinnulífið. „Á meðan halda fyrirtæki að sér höndum. Ég finn það til dæmis í mínum rekstri að þegar maður sér ekki fyrir hvernig aðstæður verða eftir hálft eða heilt ár, þá sitja menn með hendur í skauti á meðan.“ Margrét segir það hafa ráðið úrslitum um að hún ætli að segja já í komandi kosningum að henni finnist þessi þjóð búin að taka nógu mikla áhættu undanfarin ár og vera allt of áhættusækin. „Áhættusæknin olli því að hér varð algjört hrun. Mér finnst að þessar kynslóðir sem bera landið uppi og stjórna því, hvort heldur sem það er í stjórnmálum eða atvinnulífi, hafi tekið nóga áhættu fyrir börnin okkar.“ Margrét segir nóg komið, valið standi á milli þess að taka á sig þrjátíu milljarða króna kostnað eða hætta á kostnað upp á 750 milljarða. Hún segir íslensku Icesave-samninganefndina hafa unnið þrekvirki í að ná fram frábærum samningi. „Þar er kostnaður sem þjóðin ræður mjög vel við og kannski ekki nema tíu prósent af heildarkostnaðinum við hrunið. En við erum einhvern veginn aldrei að tala um þessi níutíu prósent,“ segir hún og bætir við að ekkert sé að því að fá á sig eitt mark í fótboltaleik ef maður skori tvö mörk á móti og vinni leikinn. „Fyrir mér snýst Icesave um miklu alvarlegri hluti en lögfræði og ég er ekki tilbúin að taka alla þessa áhættu þegar við erum komin með þennan frábæra samning í hendurnar.“
Fréttir Icesave Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels