Máli tannlæknisins var vísað frá dómi 31. mars 2011 07:00 tannViðgerðir Um leið og tannlæknirinn fékk matsgerð dómkvadds sérfræðings í hendur kannaði hann gögn sín og í ljós kom að eðlilegar skýringar voru á nánast öllum þeim tilvikum sem matsmaðurinn hafði gert athugasemdir við. Máli tannlæknis á Suðurnesjum sem ákærður hafði verið fyrir fjársvik, með því að framvísa til Tryggingastofnunar reikningum vegna tannviðgerða sem hann hafði ekki unnið, var í gær vísað frá dómi í Héraðsdómi Reykjaness. Dómurinn sagði „bresta svo mjög á skýrleika verknaðarlýsingar í ákæru að ákærða verði með réttu ekki talið fært að taka afstöðu til sakargifta og halda uppi vörnum gegn þeim“. Forsaga þessa máls, sem verið hefur í gangi árum saman, er sú að 18. september 2006 kærði Tryggingastofnun ríkisins tannlækninn til lögreglu og krafðist þess að fram færi opinber rannsókn á ætluðum auðgunarbrotum hans í starfi sem tannlæknir með röngum reikningsfærslum á hendur stofnuninni. Í kærunni kom fram að tannlæknirinn hefði til margra ára skorið sig verulega úr í samanburði við aðra tannlækna í því hve margar viðgerðir hann gerði í munni hvers og eins. Hefði TR leitað eftir skýringum á þessu hjá tannlækninum en ekki verið sátt við skýringar hans. Mikið var fjallað um málið í fjölmiðlum og var jafnvel talið, samkvæmt upplýsingum sem þeim voru veittar, að svikin næmu allt að 200 milljónum króna síðustu þrjátíu ár, uppreiknað til nóvember 2007. Samkvæmt ákærunni sem síðan var þingfest var tannlækninum gefið að sök á hafa á árunum 2003 til 2006 svikið út rúmar 129 þúsund krónur vegna 34 tannviðgerða í ellefu einstaklingum. Niðurstöðum tveggja matsmanna sem fengnir voru hvor í sínu lagi með þriggja ára tímabili til að skoða sama sjúklingahóp tannlæknisins bar ekki saman. Annar sagði 164 fyllingar vanta en hinn gat ekki greint 34 fyllingar. Tannlæknirinn kvaðst, eftir könnun gagna sinna, eðlilegar skýringar vera á nánast öllum þeim tilvikum sem síðarnefndi matsmaðurinn gerði athugasemdir við. Í niðurstöðu dómsins segir að í ákæru hafi ekki verið tilgreind rétt fjárhæð þeirra reikninga sem tannlækninum var gefið að sök að hafa framvísað við Tryggingastofnun. Þá væru dagsetningar og númer reikninganna ekki tilgreind í ákæru og verknaðarlýsing óljós. Í ljósi þessa var málinu vísað frá dómi. jss@frettabladid.is Fréttir Mest lesið „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Innlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Níutíu Palestínumenn látnir lausir Erlent Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð Innlent Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Innlent Fleiri fréttir Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Sjá meira
Máli tannlæknis á Suðurnesjum sem ákærður hafði verið fyrir fjársvik, með því að framvísa til Tryggingastofnunar reikningum vegna tannviðgerða sem hann hafði ekki unnið, var í gær vísað frá dómi í Héraðsdómi Reykjaness. Dómurinn sagði „bresta svo mjög á skýrleika verknaðarlýsingar í ákæru að ákærða verði með réttu ekki talið fært að taka afstöðu til sakargifta og halda uppi vörnum gegn þeim“. Forsaga þessa máls, sem verið hefur í gangi árum saman, er sú að 18. september 2006 kærði Tryggingastofnun ríkisins tannlækninn til lögreglu og krafðist þess að fram færi opinber rannsókn á ætluðum auðgunarbrotum hans í starfi sem tannlæknir með röngum reikningsfærslum á hendur stofnuninni. Í kærunni kom fram að tannlæknirinn hefði til margra ára skorið sig verulega úr í samanburði við aðra tannlækna í því hve margar viðgerðir hann gerði í munni hvers og eins. Hefði TR leitað eftir skýringum á þessu hjá tannlækninum en ekki verið sátt við skýringar hans. Mikið var fjallað um málið í fjölmiðlum og var jafnvel talið, samkvæmt upplýsingum sem þeim voru veittar, að svikin næmu allt að 200 milljónum króna síðustu þrjátíu ár, uppreiknað til nóvember 2007. Samkvæmt ákærunni sem síðan var þingfest var tannlækninum gefið að sök á hafa á árunum 2003 til 2006 svikið út rúmar 129 þúsund krónur vegna 34 tannviðgerða í ellefu einstaklingum. Niðurstöðum tveggja matsmanna sem fengnir voru hvor í sínu lagi með þriggja ára tímabili til að skoða sama sjúklingahóp tannlæknisins bar ekki saman. Annar sagði 164 fyllingar vanta en hinn gat ekki greint 34 fyllingar. Tannlæknirinn kvaðst, eftir könnun gagna sinna, eðlilegar skýringar vera á nánast öllum þeim tilvikum sem síðarnefndi matsmaðurinn gerði athugasemdir við. Í niðurstöðu dómsins segir að í ákæru hafi ekki verið tilgreind rétt fjárhæð þeirra reikninga sem tannlækninum var gefið að sök að hafa framvísað við Tryggingastofnun. Þá væru dagsetningar og númer reikninganna ekki tilgreind í ákæru og verknaðarlýsing óljós. Í ljósi þessa var málinu vísað frá dómi. jss@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Innlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Níutíu Palestínumenn látnir lausir Erlent Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð Innlent Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Innlent Fleiri fréttir Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Sjá meira