

Nei við Icesave
Spyrji nú hver Íslendingur sig sjálfan hvort hann fremur myndi átelja eigin landa sem létu blekkjast af gylliboði breska útibúsins eða krefja bresku þjóðina um endurgreiðslu þeim til handa? Fyndist okkur óeðlilegt af Bretum að vernda eigin þegna fram yfir aðra yrði heildstætt bankahrun þar í landi? Myndum við ásækja þá fyrir misvísandi yfirlýsingar ráðamanna? Beita hryðjuverkalögum, hótunum og þrýstingi? Ætla bresku þjóðinni heilan Versalasamning til borgunar með vöxtum og vaxtavöxtum? Svari hver fyrir sig.
Ákvæði EES um innistæðutryggingar kveða á um innistæðusjóði EES-ríkjanna til að bregðast við hruni bankastofnana. Bankakerfin skuli sjá um áfyllinguna undir eftirliti hins opinbera. Bankarnir á Íslandi rændu þessu fé eins og öðru og eftirlitið úti á túni. En er Ísland eina EES-ríkið sem þannig er ástatt um? Hvernig ætli innistæðutryggingarsjóðir annarra EES-ríkja séu í stakk búnir til að mæta þjóðarhruni? Líkast er lítið hald í þessu ákvæði ef til kæmi. Vilji menn hins vegar virkja þetta ákvæði þrátt fyrir augljósan ágalla má benda á annan ágalla. Nefnilega þann að þó hið opinbera gangist við eftirlitsskyldu er ekkert sem segir að sé hún vanrækt skuli viðkomandi ríki borga brúsann. Þetta hafa lögfræðingar ítrekað bent á.
Inngrip forsetans í Icesave-deiluna hafa sætt gagnrýni. Þau eru þó samkvæmt stjórnarskrá og varin lýðréttindi. Íslenzka þjóðin mun því ganga aftur að kjörborðinu í aprílbyrjun. Margir eru skiljanlega orðnir þreyttir á þessu vafstri en að samþykkja Icesave þýðir ekki að við séum laus við okið heldur þvert á móti að skuldbindingin sé okkar. Gætum líka að því að óvissa um endanlega upphæð er mikil. Björtustu spár miða við 100% skil úr þrotabúi Landsbankans, þær svörtustu nálgast núllið. Sömuleiðis er enn óútkljáð hverjir munu sitja að forgangi í þrotabúið og óvíst að íslenzka ríkið verði þar í öndvegi. Þessi vafi gerir Icesave að óútfylltum víxli. Tal um lokun lánalína og einangrun hirði ég lítt um enda sýnt sig að vera marklaust.
Alvarlegast við samþykkt Icesave er þó þetta: Íslenzk þjóð er ekki að taka á sig skuldir örvasa manna heldur ránsfeng einstaklinga sem við sjáum enn sem hluthafa, fjárfesta, stóreignamenn og rekendur risakompanía, bæði heima og heiman. Þeir gangast ekki við glæpum sínum, sýna hroka og yfirlæti og ljóst að enginn þeirra mun reiða krónu af hendi ótilneyddur. Já við Icesave losar alla þessa menn úr viðjum og við þeim tekur alsaklaust fólk.
Nei við Icesave mun hins vegar beina sjónpípum Breta og Hollendinga einmitt að þessum einstaklingum, hinum einu og sönnu sökudólgum. Stjórnvöld beggja ríkja munu finna þá í fjöru og hundelta. Nei við Icesave inniber þannig dómstólaleið en hún verður ekki gegn íslenzka ríkinu og skattborgurum þess heldur bankaræningjunum sjálfum. Segjum því NEI við Icesave.
Skoðun

Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru
Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir skrifar

Við lifum í skjóli hvers annars
Dagný Hængsdóttir Köhler skrifar

Halldór 01.03.2025
skrifar

COVID-19: 5 ár frá fyrsta smiti
Svandís Svavarsdóttir skrifar

Meira um íslenskan her
skrifar

Sannanir í dómsmáli? Huldufyrirtæki og huldusögur
Jörgen Ingimar Hansson skrifar

Guðrún Hafsteinsdóttir til forystu
Hópur Sjálfstæðismanna skrifar

Háskóladagurinn og föðurlausir drengir
Margrét Valdimarsdóttir skrifar

Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands
Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar

En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar
Davíð Már Sigurðsson skrifar

Vandi Háskóla Íslands og lausnir – III – Fjármögnun háskóla
Pétur Henry Petersen skrifar

Loðnukreppan: Fleiri hvalir þýða meiri fiskur
Micah Garen skrifar

Tölum um það sem skiptir máli
Flosi Eiríksson skrifar

Hvernig borg verður til
Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar

Vill ríkisstjórnin vernda vatnið okkar?
Snæbjörn Guðmundsson skrifar

Tækifærin felast í hjúkrunarfræðingum
Helga Rósa Másdóttir skrifar

Ert þú ung kona á leiðinni á landsfund?
Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna skrifar

Dagur sjaldgæfra sjúkdóma 2025
Alice Viktoría Kent skrifar

Sjálfstæðisflokkurinn – Breiðfylking framtíðar
Sigvaldi H. Ragnarsson skrifar

Guðrún Hafsteins nýr leiðtogi - Sameinandi afl
Jóna Lárusdóttir skrifar

Látum verkin tala
Sigríður María Björnsdóttir Fortescue skrifar

Guðrún Hafsteinsdóttir, leiðtogi með sterka framtíðarsýn
Jón Ólafur Halldórsson skrifar

Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, seinni grein
Jörgen Ingimar Hansson skrifar

Glötuðu tækifærin
Guðmundur Ragnarsson skrifar

Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf
Sverrir Fannberg Júliusson skrifar

Ísland á tímamótum – Við skulum leiða gervigreindaröldina!
Sigvaldi Einarsson skrifar

Hvað eru Innri þróunarmarkmið?
Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar

Hagur okkar allra
Steinþór Logi Arnarsson skrifar

Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna
Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar

Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna?
Karl Guðmundsson skrifar