Helgin var góð fyrir þau Björgvin Björgvinsson frá Dalvík og Íris Guðmundsdóttur frá Akureyri en keppt var á Skíðamóti Íslands í Bláfjöllum um helgina.
Bæði unnu gull í svigi og stórsvigi og þar með alpatvíkeppninni. Björgvin bar einnig sigur úr býtum í samhliðasvigi. Íris fékk harða samkeppni í stórsviginu og munaði aðeins einum hundraðshluta úr sekúndu á milli hennar og Katrínar Kristjánsdóttur, einnig frá Akureyri sem varð í öðru sæti.
