Eyðum óvissunni. Segjum já. Hjálmar Sveinsson skrifar 5. apríl 2011 07:00 Ég ætla að samþykkja Icesave-samninginn í þjóðaratkvæðagreiðslunni 9. apríl. Ástæðan er einföld, jafnvel þótt málið sé flókið. Samningaleiðin er farsælli fyrir þjóðina en svokölluð dómstólaleið. Samningaleiðin leiðir til lykta ágreining við vinaþjóðir okkar. Í henni felst engin uppgjöf, heldur skynsemi og breytni sem er siðferðislega sterk. Ég er sannfærður um að samninganefnd Lee Bucheit náði í desember eins góðum samningum og kostur var á. „Nei" þann níunda apríl hleypir af stað áralöngum málaferlum. Hætt er við að það leiði til kyrrstöðu og mikillar óvissu næstu árin. Það mun rýra lífskjör almennings í landinu og draga enn meir úr tiltrú erlendra fjárfesta og lánardrottna á íslensku efnahagslífi. Dómstólaleiðin verður dýrkeypt. Margir spyrja sig „Af hverju á ég að taka á mig skuldir einkabanka?". Svarið er að samningurinn kemur einmitt í veg fyrir það. Hann er samkomulag um að eignir þrotabús gamla Landsbankans gangi upp í skuldbindingar Tryggingarsjóðs innistæðueigenda og fjárfesta. Þessar skuldbindingar snúast um lágmarkstyggingar fyrir sparifé fólks í öllum útibúum Landsbankans. Þar sem eignir Tryggingarsjóðs dugðu ekki til að greiða sparifjáreigendum í útibúunum í Bretlandi og Hollandi, voru tryggingarnar greiddar af þarlendum yfirvöldum. Sem stofnandi Tryggingarsjóðsins ábyrgist ríkisjóður aðeins vaxtagreiðslur og uppgjör ef eitthvað verður enn eftir af skuldbindingum sjóðsins þegar búið er að borga úr búi Landsbankans árið 2016. Það er umdeilt meðal íslenskra lögfræðinga hvort Íslendingum beri lagaleg skylda til að ábyrgjast lágmarksgreiðslurnar. Eftirlitsstofnun EFTA hefur hins vegar gefið út það álit að Ísland beri ábyrgð á því að íslenska innistæðutryggingarkerfið geti staðið við lögbundna lágmarkstryggingu sparifjáreigenda í öllum útibúum íslensku bankanna. Allar nágranna- og vinaþjóðir okkar munu vera sömu skoðunar. Fyrir þeim vegur jafnræðisreglan þungt. Íslensk stjórnvöld bættu íslenskum sparifjáreigendum í útibúum Landsbankans upp tap sitt en ekki útlenskum sparifjáreigendum í útibúunum. Þau gerðu greinarmun á Íslendingum og útlendingum. Það kann að vera skiljanlegt út frá sjónarmiði landlægrar þjóðernishyggju en siðferðislega er það forkastanlegt. Hvað siðferðisþáttinn varðar er gamalt og gott ráð að setja sig í spor annarra. Snúum dæminu við, eins og Hallgrímur Helgason gerði um daginn. Segjum að breskur banki hefði stofnað útibú hér á landi, lofað háum vöxtum og fjöldi Íslendinga hefði sett sparifé sitt inn á þessa reikninga, enda hefðu breskir ráðamenn og breski seðlabankastjórinn farið lofsorði um bankann og hrósað innlánastefnu hans sérstalega. Það þarf ekki að halda áfram með dæmið en það gleymist stundum í umræðunni að Tryggingarsjóður innistæðueigenda er hugsaður til koma í veg fyrir að fólk tapi öllu sparifé sínu í bankahruni og fái ekkert bætt. Sumir andstæðingar samningsins hafa gengið mjög langt og kallað þá sem vilja staðfesta hann í þjóðaratkvæðagreiðslunni lyddur og gungur. Slíkur málflutningur einkennist annað hvort af örvæntingu eða oflæti. Við höfum reynslu af því að oflætið hjálpar okkur Íslendingum ekki neitt. Örvæntingin gerir það ekki heldur. Við þurfum heldur ekki að örvænta. Við staðfestum góðan samning við vinaþjóðir okkar Breta og Hollendinga, rjúfum kyrrstöðuna, eyðum óvissunni og höldum vongóð áfram inn í framtíðina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjálmar Sveinsson Icesave Mest lesið Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Sjá meira
Ég ætla að samþykkja Icesave-samninginn í þjóðaratkvæðagreiðslunni 9. apríl. Ástæðan er einföld, jafnvel þótt málið sé flókið. Samningaleiðin er farsælli fyrir þjóðina en svokölluð dómstólaleið. Samningaleiðin leiðir til lykta ágreining við vinaþjóðir okkar. Í henni felst engin uppgjöf, heldur skynsemi og breytni sem er siðferðislega sterk. Ég er sannfærður um að samninganefnd Lee Bucheit náði í desember eins góðum samningum og kostur var á. „Nei" þann níunda apríl hleypir af stað áralöngum málaferlum. Hætt er við að það leiði til kyrrstöðu og mikillar óvissu næstu árin. Það mun rýra lífskjör almennings í landinu og draga enn meir úr tiltrú erlendra fjárfesta og lánardrottna á íslensku efnahagslífi. Dómstólaleiðin verður dýrkeypt. Margir spyrja sig „Af hverju á ég að taka á mig skuldir einkabanka?". Svarið er að samningurinn kemur einmitt í veg fyrir það. Hann er samkomulag um að eignir þrotabús gamla Landsbankans gangi upp í skuldbindingar Tryggingarsjóðs innistæðueigenda og fjárfesta. Þessar skuldbindingar snúast um lágmarkstyggingar fyrir sparifé fólks í öllum útibúum Landsbankans. Þar sem eignir Tryggingarsjóðs dugðu ekki til að greiða sparifjáreigendum í útibúunum í Bretlandi og Hollandi, voru tryggingarnar greiddar af þarlendum yfirvöldum. Sem stofnandi Tryggingarsjóðsins ábyrgist ríkisjóður aðeins vaxtagreiðslur og uppgjör ef eitthvað verður enn eftir af skuldbindingum sjóðsins þegar búið er að borga úr búi Landsbankans árið 2016. Það er umdeilt meðal íslenskra lögfræðinga hvort Íslendingum beri lagaleg skylda til að ábyrgjast lágmarksgreiðslurnar. Eftirlitsstofnun EFTA hefur hins vegar gefið út það álit að Ísland beri ábyrgð á því að íslenska innistæðutryggingarkerfið geti staðið við lögbundna lágmarkstryggingu sparifjáreigenda í öllum útibúum íslensku bankanna. Allar nágranna- og vinaþjóðir okkar munu vera sömu skoðunar. Fyrir þeim vegur jafnræðisreglan þungt. Íslensk stjórnvöld bættu íslenskum sparifjáreigendum í útibúum Landsbankans upp tap sitt en ekki útlenskum sparifjáreigendum í útibúunum. Þau gerðu greinarmun á Íslendingum og útlendingum. Það kann að vera skiljanlegt út frá sjónarmiði landlægrar þjóðernishyggju en siðferðislega er það forkastanlegt. Hvað siðferðisþáttinn varðar er gamalt og gott ráð að setja sig í spor annarra. Snúum dæminu við, eins og Hallgrímur Helgason gerði um daginn. Segjum að breskur banki hefði stofnað útibú hér á landi, lofað háum vöxtum og fjöldi Íslendinga hefði sett sparifé sitt inn á þessa reikninga, enda hefðu breskir ráðamenn og breski seðlabankastjórinn farið lofsorði um bankann og hrósað innlánastefnu hans sérstalega. Það þarf ekki að halda áfram með dæmið en það gleymist stundum í umræðunni að Tryggingarsjóður innistæðueigenda er hugsaður til koma í veg fyrir að fólk tapi öllu sparifé sínu í bankahruni og fái ekkert bætt. Sumir andstæðingar samningsins hafa gengið mjög langt og kallað þá sem vilja staðfesta hann í þjóðaratkvæðagreiðslunni lyddur og gungur. Slíkur málflutningur einkennist annað hvort af örvæntingu eða oflæti. Við höfum reynslu af því að oflætið hjálpar okkur Íslendingum ekki neitt. Örvæntingin gerir það ekki heldur. Við þurfum heldur ekki að örvænta. Við staðfestum góðan samning við vinaþjóðir okkar Breta og Hollendinga, rjúfum kyrrstöðuna, eyðum óvissunni og höldum vongóð áfram inn í framtíðina.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun