Evrópska efnahagssvæðið endurskoðað 19. apríl 2011 04:30 Jens SToltenberg og José Manuel Barroso Skriður komst á málin hjá Evrópusambandinu eftir að forsætisráðherra Noregs skýrði forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins frá starfi norsku nefndarinnar. nordicphotos/AFP Evrópusambandið hefur hug á því að endurskoða samninginn um Evrópska efnahagssvæðið, með hliðsjón af því hvernig samstarf EFTA-ríkjanna við ESB hefur þróast undanfarin fimmtán ár. Þetta kemur fram í samþykkt ráðherraráðs ESB í desember síðastliðnum, þar sem hvatt er til þess að farið verði út í slíka endurskoðun. Meðal annars eigi að kanna hvort „hagsmunum ESB er vel borgið innan núverandi samkomulags“ eða hvort betra væri að semja um víðtækara samstarf. Kanna eigi hvort uppfæra þurfi samninginn eða einfalda hann með einhverjum hætti. Norska stjórnin er nú þegar byrjuð að fara ítarlega yfir reynsluna af framkvæmd samningsins, meðal annars með tilliti til þess hvort skynsamlegt sé að gera nýjan samning eða einfalda hann til muna. Fjölmenn rannsóknarnefnd hefur starfað í meira en ár með víðtækt umboð til að rannsaka áhrif samningsins á öllum sviðum samfélagsins í Noregi. Niðurstöður þeirrar nefndar eru væntanlegar á þessu ári. Sambærilegt ferli er einnig komið í gang í Liechtenstein. Fyrir utan sjálfan EES-samninginn eru Norðmenn með ellefu tvíhliða samninga í gildi við Evrópusambandið, og vilja skoða hvort betra væri að sameina þessa samninga í einn samning eða fækka þeim í það minnsta. Ísland er einungis með einn slíkan tvíhliða samning við ESB fyrir utan EES-samninginn, nefnilega Schengen-samkomulagið. Eiríkur Bergmann Einarsson stjórnmálafræðingur segir þetta ferli hafa farið af stað eftir að Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs, gekk á fund José Manuels Barroso, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, fyrir nokkru. Stoltenberg hafi þá skýrt Barroso frá starfi norsku nefndarinnar, og í framhaldi af því hafi komist skriður á málin hjá ESB. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins í Brussel er Evrópusambandið enn að skoða hvort hefja eigi endurskoðun af þessu tagi. Ákvörðunar af hálfu ESB er varla að vænta fyrr en á næsta ári, en verði niðurstaðan sú að hefja eigi endurskoðun þá verður það ekki gert án samstarfs allra hlutaðeigandi ríkja og hagsmunaaðila. „Það sem er merkilegt í þessu er að Norðmenn virðast vera að skipta um afstöðu í þessu máli að ákveðnu leyti,“ segir Eiríkur Bergmann Einarsson, sem hefur unnið að verkefnum fyrir norsku nefndina. „Við Íslendingar lögðum fyrir nokkrum árum mikla áherslu á að uppfæra EES-samninginn. Það var metnaðarmál hjá Halldóri Ásgrímssyni, en þá lögðust Norðmenn alveg gegn því. Það yrði bara til þess að alveg myndi rakna upp úr EES-samstarfinu, sögðu þeir. Nú hafa þeir snúið við blaðinu og vilja skoða EES-samninginn, en þá vill svo til að Íslendingar hafa kannski engan sérstakan áhuga á því.“ gudsteinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Örlög Bayrou ráðast 8. september Erlent Skjálfti við Húsavík Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Árið í sögubækurnar sem eitt það hlýjasta á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Sjá meira
Evrópusambandið hefur hug á því að endurskoða samninginn um Evrópska efnahagssvæðið, með hliðsjón af því hvernig samstarf EFTA-ríkjanna við ESB hefur þróast undanfarin fimmtán ár. Þetta kemur fram í samþykkt ráðherraráðs ESB í desember síðastliðnum, þar sem hvatt er til þess að farið verði út í slíka endurskoðun. Meðal annars eigi að kanna hvort „hagsmunum ESB er vel borgið innan núverandi samkomulags“ eða hvort betra væri að semja um víðtækara samstarf. Kanna eigi hvort uppfæra þurfi samninginn eða einfalda hann með einhverjum hætti. Norska stjórnin er nú þegar byrjuð að fara ítarlega yfir reynsluna af framkvæmd samningsins, meðal annars með tilliti til þess hvort skynsamlegt sé að gera nýjan samning eða einfalda hann til muna. Fjölmenn rannsóknarnefnd hefur starfað í meira en ár með víðtækt umboð til að rannsaka áhrif samningsins á öllum sviðum samfélagsins í Noregi. Niðurstöður þeirrar nefndar eru væntanlegar á þessu ári. Sambærilegt ferli er einnig komið í gang í Liechtenstein. Fyrir utan sjálfan EES-samninginn eru Norðmenn með ellefu tvíhliða samninga í gildi við Evrópusambandið, og vilja skoða hvort betra væri að sameina þessa samninga í einn samning eða fækka þeim í það minnsta. Ísland er einungis með einn slíkan tvíhliða samning við ESB fyrir utan EES-samninginn, nefnilega Schengen-samkomulagið. Eiríkur Bergmann Einarsson stjórnmálafræðingur segir þetta ferli hafa farið af stað eftir að Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs, gekk á fund José Manuels Barroso, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, fyrir nokkru. Stoltenberg hafi þá skýrt Barroso frá starfi norsku nefndarinnar, og í framhaldi af því hafi komist skriður á málin hjá ESB. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins í Brussel er Evrópusambandið enn að skoða hvort hefja eigi endurskoðun af þessu tagi. Ákvörðunar af hálfu ESB er varla að vænta fyrr en á næsta ári, en verði niðurstaðan sú að hefja eigi endurskoðun þá verður það ekki gert án samstarfs allra hlutaðeigandi ríkja og hagsmunaaðila. „Það sem er merkilegt í þessu er að Norðmenn virðast vera að skipta um afstöðu í þessu máli að ákveðnu leyti,“ segir Eiríkur Bergmann Einarsson, sem hefur unnið að verkefnum fyrir norsku nefndina. „Við Íslendingar lögðum fyrir nokkrum árum mikla áherslu á að uppfæra EES-samninginn. Það var metnaðarmál hjá Halldóri Ásgrímssyni, en þá lögðust Norðmenn alveg gegn því. Það yrði bara til þess að alveg myndi rakna upp úr EES-samstarfinu, sögðu þeir. Nú hafa þeir snúið við blaðinu og vilja skoða EES-samninginn, en þá vill svo til að Íslendingar hafa kannski engan sérstakan áhuga á því.“ gudsteinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Örlög Bayrou ráðast 8. september Erlent Skjálfti við Húsavík Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Árið í sögubækurnar sem eitt það hlýjasta á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Sjá meira