

Öxar við ána
Kvæðið heitir frá hendi höfundar síns, Steingríms Thorsteinssonar, Þingvallasöngur, enda ort handa baráttufundi á Þingvöllum við Öxará í júnímánuði 1885, fjögur erindi, og prentað ásamt viðkvæði sem hefst á orðunum Fram, fram, aldrei að víkja.
Nokkur von er til þess að menn héldu að viðkvæði þetta væri eftir þjóðskáldið úr því að það fylgdi erindum hans í frumprentun. Raunin var öll önnur. Ekki eitt orð þess er eftir Steingrím Thorsteinsson. Við eiginhandarrit sitt af Þingvallasöng skrifaði skáldið þessa athugasemd (örlítið stytt hér): „Viðkvæðið, sem haft var við kvæði þetta og prentað með því, þegar það var notað á þjóðfundinum ... er ekki eftir mig og heyrir því ekki til. Helgi Helgason kaupmaður bjó það til, er hann samdi lag við kvæðið, og leyfði ég þá, að það fylgdi kvæðinu að því sinni, en það heyrir því ekki til að öðru leyti.“
Í ævisögu Steingríms Thorsteinssonar, þeirri sem ég tók saman og gefin var út árið 1964, kom ég þessari athugasemd skáldsins á framfæri og ályktaði jafnframt að þarna fælist eflaust skýring þess hvers vegna Steingrímur tók ekki Þingvallasöng upp í ljóðmælasafn sitt, viðbót Helga Helgasonar var samgróin laginu og hefur skáldið „ekki talið rétt að raska einingu ljóðs og lags“. Og ennfremur segir þar: „Kvæðið, eins og það kom úr penna Steingríms, sver sig meir í ætt við skáldskap hans en eftir að Fram, fram, aldrei að víkja, o.s.frv., sem er hávaðasamari kveðskapur en dæmi eru til í verkum hans, hefur verið skeytt aftan við hvert erindi.“
Því sem nú hefur verið sagt kýs ég að halda til haga vegna greinar eftir Þröst Ólafsson hér í blaðinu 19. apríl síðastliðinn. Annars er ég honum fyllilega samdóma um hina glumrulegu ljóðlínu Helga Helgasonar, Fram, fram, aldrei að víkja, sem raunar ætti að vera kjörorð ökuþrjóta sem nóg er af hérlendis. Ég fyrirgef hins vegar stjórnlagaráðsfulltrúum að þeir skyldu syngja línuna svona einu sinni í upphitunarskyni og grípa með því móti fram í fyrir öðrum, til dæmis þeim valdamanni sem fór á hnjákollunum inn í Hvíta húsið í Washington hér um árið og bað um að fjórar orustuþotur hið minnsta hefðu eftirleiðis fasta bækistöð á Keflavíkurflugvelli, þannig að hermangi á Íslandi yrði ekki aflétt. Þeim sanna Íslendingi hefur orðið tíðrætt síðan um lappir, að standa í lappirnar.
Skoðun

Yfirfull fangelsi, brostið kerfi
Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar

Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur
Árni B. Möller skrifar

Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi
Þórður Snær Júlíusson skrifar

Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga?
Erling Valur Ingason skrifar

5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra
Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar

Endurnýjun hugarfarsins
Bjarni Karlsson skrifar

Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi
Þórir Garðarsson skrifar

Góð vísa...
Ole Anton Bieltvedt skrifar

Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS
Vala Árnadóttir skrifar

Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu?
Einar Magnússon skrifar

Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt
Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar

Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk
Sara Björg Sigurðardóttir skrifar

Ríkisstjórn sem skeytir engu
Diljá Matthíasardóttir skrifar

Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála
Anna Klara Georgsdóttir skrifar

Fólkið sem gleymdist í Grindavík
Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar

Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna
Erlingur Erlingsson skrifar

Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ?
Ómar Stefánsson skrifar

Elsku ASÍ, bara… Nei
Sunna Arnardóttir skrifar

Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu
Hrönn Stefánsdóttir skrifar

Við höfum ekki efni á norsku leiðinni
Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar

Sósíalistar á vaktinni í átta ár
Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar

Styðjum þá sem bjarga okkur
Jens Garðar Helgason skrifar

Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum?
Sigurbjörn Svavarsson skrifar

Embætti þitt geta allir séð
Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar

Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð
Nichole Leigh Mosty skrifar

Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð?
Davíð Bergmann skrifar

Sigursaga Evrópu í 21 ár
Pawel Bartoszek skrifar

Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Börnin á Gasa
Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar

Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu?
Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar