Karl Ágúst og andlegt gjaldþrot? Stefán Benediktsson skrifar 28. apríl 2011 00:00 Vegna magnaðrar greinar Karls Ágústs Úlfssonar um „Andlegt gjaldþrot framundan“ langar mig að leiðrétta nokkur atriði sem hann telur að Reykjavíkurborg ætli að framkvæma. 1. Að sameina skóla. JÁ það er alveg rétt. 2. Að fjölga börnum í skólum. NEI. Það á ekki að fjölga börnum í húsnæði leikskóla, það á ekki að fjölga börnum á leikskólakennara, það á að hafa eina yfirstjórn yfir tveim leikskólum. Einn leikskólastjóri með 100 börn í stað 50. Fagleg áhætta af því er engin, sem sjá má best á því að menn hafa margsinnis sameinað leikskóla bæði hér í Reykjavík og annars staðar á landinu án þess að líðan barna breytist. Hér á landi eru nú leikskólar með allt að 200 börnum og ekki að merkja neitt aðra líðan barna þar en á 30 barna leikskóla. Faglegur og fjárhagslegur ávinningur felst í að það fé sem sparast í yfirstjórn skólanna rennur til skólastarfsins og nýtist þar með börnunum. 3. Að fjölga börnum í skólum. JÁ. Það stendur til að sameina grunnskóla. Markmiðið er að árgangar verði það stórir að þeir standi undir fjölbreyttu námsframboði sérstaklega í efri bekkjum, en stærri árgangur þýðir ekki fleiri nemendur í stofu, ekki fleiri nemendur í bekkjum heldur bara í félagsstarfi. 4. Að lækka laun kennara. NEI. Það stendur alls ekki til að lækka laun kennara. 5. Að gefa börnunum næringarlaust gums að borða. NEI það eru engar áætlanir um að rýra skólamat. Þvert á móti hafa verið tilraunir í gangi með aukið næringargildi og fjölbreytni að markmiði. 6. Að skera stórlega niður starfsemi bókasafna í skólum. NEI við ætlum ekki að skera niður á bókasöfnum. Þar er þó sú staðreynd á ferðinni að niðurskurður síðustu tveggja ára rak einstaka skóla til að hagræða í rekstri til að halda kennslumagni og gripu þá sumir skólar til þess að lækka stöðugildi annarra en kennara m.a. bókavarða, en það verður ekki til frambúðar. Karl Ágúst segir að lokum:„Einhver sagði að það væri dýrt að reka skólakerfi og því trúi ég vel. En ég trúi því líka að það sé ennþá dýrara að þjarma svo rækilega að því að þar viðgangist bæði líkamlegur og andlegur næringarskortur. Fyrir það gjöldum við dýru verði þótt síðar verði.“ Ég er hjartanlega sammála Karli og hagræðingaráform Bestaflokksins og Samfylkingarinnar í Reykjavík miða eingöngu að því að auka peninga varanlega í umönnun og kennslu. Að færa peninga úr stjórnun til að nota þá sem verkfæri í faglegri baráttu gegn „andlegum næringarskorti“. Auðvitað er þetta gamaldags aðferð. Þetta er bókstaflega elsta trikkið í bókinni, að draga úr stjórnunarkostnaði og nota peningana í að bæta þjónustu. Þetta trikk er að því leyti samt nýtt að það hefur ekki verið mikið notað í opinberum rekstri, hingað til. Ég er samt nokkuð viss um að þeir félagar á Stöðinni hafa sjálfir notað þessa aðferð í sínum rekstri oft, án þess að það hafi komið niður á list þeirra, hvað þá leitt til andlegs næringarskorts. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stefán Benediktsson Mest lesið Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Stjórnmálin verða að virka Bjarni Benediktsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal Skoðun Aukin tækifæri verslunarfólks til framtíðar Anna Bragadóttir, Gunnur Líf Gunnarsdóttir og Svava Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Sjá meira
Vegna magnaðrar greinar Karls Ágústs Úlfssonar um „Andlegt gjaldþrot framundan“ langar mig að leiðrétta nokkur atriði sem hann telur að Reykjavíkurborg ætli að framkvæma. 1. Að sameina skóla. JÁ það er alveg rétt. 2. Að fjölga börnum í skólum. NEI. Það á ekki að fjölga börnum í húsnæði leikskóla, það á ekki að fjölga börnum á leikskólakennara, það á að hafa eina yfirstjórn yfir tveim leikskólum. Einn leikskólastjóri með 100 börn í stað 50. Fagleg áhætta af því er engin, sem sjá má best á því að menn hafa margsinnis sameinað leikskóla bæði hér í Reykjavík og annars staðar á landinu án þess að líðan barna breytist. Hér á landi eru nú leikskólar með allt að 200 börnum og ekki að merkja neitt aðra líðan barna þar en á 30 barna leikskóla. Faglegur og fjárhagslegur ávinningur felst í að það fé sem sparast í yfirstjórn skólanna rennur til skólastarfsins og nýtist þar með börnunum. 3. Að fjölga börnum í skólum. JÁ. Það stendur til að sameina grunnskóla. Markmiðið er að árgangar verði það stórir að þeir standi undir fjölbreyttu námsframboði sérstaklega í efri bekkjum, en stærri árgangur þýðir ekki fleiri nemendur í stofu, ekki fleiri nemendur í bekkjum heldur bara í félagsstarfi. 4. Að lækka laun kennara. NEI. Það stendur alls ekki til að lækka laun kennara. 5. Að gefa börnunum næringarlaust gums að borða. NEI það eru engar áætlanir um að rýra skólamat. Þvert á móti hafa verið tilraunir í gangi með aukið næringargildi og fjölbreytni að markmiði. 6. Að skera stórlega niður starfsemi bókasafna í skólum. NEI við ætlum ekki að skera niður á bókasöfnum. Þar er þó sú staðreynd á ferðinni að niðurskurður síðustu tveggja ára rak einstaka skóla til að hagræða í rekstri til að halda kennslumagni og gripu þá sumir skólar til þess að lækka stöðugildi annarra en kennara m.a. bókavarða, en það verður ekki til frambúðar. Karl Ágúst segir að lokum:„Einhver sagði að það væri dýrt að reka skólakerfi og því trúi ég vel. En ég trúi því líka að það sé ennþá dýrara að þjarma svo rækilega að því að þar viðgangist bæði líkamlegur og andlegur næringarskortur. Fyrir það gjöldum við dýru verði þótt síðar verði.“ Ég er hjartanlega sammála Karli og hagræðingaráform Bestaflokksins og Samfylkingarinnar í Reykjavík miða eingöngu að því að auka peninga varanlega í umönnun og kennslu. Að færa peninga úr stjórnun til að nota þá sem verkfæri í faglegri baráttu gegn „andlegum næringarskorti“. Auðvitað er þetta gamaldags aðferð. Þetta er bókstaflega elsta trikkið í bókinni, að draga úr stjórnunarkostnaði og nota peningana í að bæta þjónustu. Þetta trikk er að því leyti samt nýtt að það hefur ekki verið mikið notað í opinberum rekstri, hingað til. Ég er samt nokkuð viss um að þeir félagar á Stöðinni hafa sjálfir notað þessa aðferð í sínum rekstri oft, án þess að það hafi komið niður á list þeirra, hvað þá leitt til andlegs næringarskorts.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Aukin tækifæri verslunarfólks til framtíðar Anna Bragadóttir, Gunnur Líf Gunnarsdóttir og Svava Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Aukin tækifæri verslunarfólks til framtíðar Anna Bragadóttir, Gunnur Líf Gunnarsdóttir og Svava Þorsteinsdóttir Skoðun