Loksins góðar fréttir frá Palestínu Sveinn Rúnar Hauksson skrifar 2. maí 2011 06:00 Það var stór dagur fyrir Palestínu í gær þegar gengið var frá samkomulagi milli Fatah, Hamas og annarra pólitískra afla í Palestínu um sættir, bráðabirgðastjórn og kosningar. LOKSINS, LOKSINS góðar fréttir frá Palestínu. Ég leyfi mér að gleðjast innilega, enda ástæða til, en á hinn bóginn held ég í mér andanum þar til samkomulagið hefur verið undirritað og séð verður fram á heiðarlega framkvæmd. Vonbrigðin hafa of oft og of lengi verið hlutskipti okkar sem fylgjumst með fréttum frá þessum heimshluta. Nú er lítið annað að gera en leggjast á hnéskeljarnar eða hvað? Jú, það er hægt að gera kröfur til okkar stjórnvalda um að þau grafi ekki undan sjálfsákvörðunarrétti og sjálfstæði palestínsku þjóðarinnar, heldur hafni stefnu Ísraels og Bandaríkjanna, hótunum þeirra og hefndarverkum gegn einingu Palestínumanna. Einangrunarstefna gegn Hamas og PLOEvrópusambandið hefur einnig fylgt þeirri stefnu og neitað að viðurkenna á borði rétt Palestínumanna til að kjósa sér ríkisstjórn. Evrópusambandið styður og tekur þátt í einangrunarstefnu Ísraels og Bandaríkjanna gagnvart Hamas, og stimpla þau sem hryðjuverkasamtök. Það er sama stefna og sneri að Fatah og PLO, Frelsissamtökum Palestínu, undir forystu Yassers Arafat, einmitt á þeim tíma sem PLO viðurkenndi tilvistarrétt Ísraelsríkis með sjálfstæðisyfirlýsingunni árið 1988. Þá fékk „hryðjuverkamaðurinn“ Arafat ekki vegabréfsáritun til Bandaríkjanna og flytja þurfti Allsherjarþingið frá New York til Genfar svo að Arafat gæti ávarpað það. Hin sögulega eftirgjöfPalestínska þjóðin og öll stjórnmálaöfl hennar, þar með talin Hamas, hafa lýst yfir vilja til að stofna sjálfstætt ríki innan landamæranna frá 1967. Í því felst söguleg eftirgjöf á 78% af landi Palestínu undir Ísraelsríki. Sjálfstæð Palestína á Gaza og Vesturbakkanum með Austur-Jerúsalem sem höfuðborg nær aðeins yfir 22% upphaflegrar Palestínu. Eftirgjöfin jafngildir viðurkenningu á ÍsraelsríkiÍ þessu felst að sjálfsögðu viðurkenning á Ísraelsríki, þótt áróðursmeistarar þess virðist treysta á aðferðir Göbbels, að fólk trúi því á endanum sem er endurtekið nógu oft. Þannig er áróðurinn endurtekinn aftur og aftur, um að Hamas-samtökin vilji Ísraelsríki burt af landakortinu, þótt viðurkenning þeirra hafi í raun verið komin fram árið 2003 hjá Sheik Yassin, leiðtoga Hamas-samtakanna, ári áður en hann var myrtur í sínum hjólastól með loftárás í mars 2004. Þegar Hamas-samtökin hófu stjórnmálaþátttöku í sveitarstjórnarkosningum árið 2005 og tóku þátt í kosningum til löggjafarþings á herteknu svæðunum árið 2006 staðfestu þau þessa afstöðu. Þessar kosningar byggja á Óslóarsamningnum við Ísrael frá árinu 1993 sem setur ramma fyrir þessa stjórnskipan. Þátttaka í þeim felur því líka í sér viðurkenningu á tilvist Ísraelsríkis. Viðurkenning á sjálfstæði PalestínuÞað reynir á ríkisstjórn Íslands og sérstaklega utanríkisráðherrann, hvort fylgt verður samhljóða stefnu Alþingis, sem mótuð var í maí 1989 og áréttuð síðan, þar sem kveðið er á um viðurkenningu á sjálfsákvörðunarrétti palestínsku þjóðarinnar, eða hvort farið verður í gamla farið að láta Ísrael og Bandaríkin ráða ferðinni í samskiptum við Palestínumenn. Það er sú leið sem Evrópusambandið hefur því miður fylgt, þrátt fyrir mörg góð orð og ályktanir á Evrópuþinginu. Það eru hins vegar ýmis merki þess að mörg Evrópusambandsríki séu búin að fá meira en nóg af framferði Ísraelsríkis og breytt stefna sé í uppsiglingu hjá ESB. Þannig hefur heyrst að jafnvel Bretland og Frakkland muni viðurkenna sjálfstæði Palestínu í haust, eins og meirihluti Sameinuðu þjóðanna gerði strax um 1988 og á síðasta ári bættust mörg Suður-Ameríkuríki við sem losað hafa sig undan ofurvaldi Bandaríkjanna. Danmörk, Noregur og fleiri ríki hafa verið að hækka stjórnmálasambandið á hæsta stig, næst viðurkenningu sjálfstæðis. Verður Ísland fyrst?Ísland hefur áður sýnt frumkvæði í að viðurkenna nýfrjáls ríki í Eystrasaltinu, en ekki hefur heyrst nú af slíku. Enn gæti þó Ísland orðið fyrst vestrænna ríkja til að viðurkenna sjálfstæða Palestínu. Þann 1. júní 2010 í kjölfar árása Ísraelshers á hjálparskip á leið til Gaza og níu sjálfboðaliðar voru myrtir af ísraelskum sérsveitarmönnum á alþjóðlegu hafsvæði, brást Alþingi við með meirihlutasamþykkt utanríkismálanefndar. Þar var meðal annars kveðið á um að utanríkisráðherra skyldi fara til Gaza með hjápargögn. Ráðherra hafði áður lýst hug sínum á sama veg í þessu sambandi mánuði áður á aðalfundi Félagsins Ísland-Palestína. Enn hefur ekki orðið af þessari ferð. Það er alls ekki of seint fyrir Össur Skarphéðinsson að fara til Gaza. Segja má að ferðin sé brýnni nú en áður og kæmi enn frekar út sem jákvæður og mikilvægur stuðningur við það sáttaferli sem er að hefjast og ráða mun úrslitum fyrir palestínsku þjóðina. Lifi frjáls Palestína! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveinn Rúnar Hauksson Mest lesið „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Sjá meira
Það var stór dagur fyrir Palestínu í gær þegar gengið var frá samkomulagi milli Fatah, Hamas og annarra pólitískra afla í Palestínu um sættir, bráðabirgðastjórn og kosningar. LOKSINS, LOKSINS góðar fréttir frá Palestínu. Ég leyfi mér að gleðjast innilega, enda ástæða til, en á hinn bóginn held ég í mér andanum þar til samkomulagið hefur verið undirritað og séð verður fram á heiðarlega framkvæmd. Vonbrigðin hafa of oft og of lengi verið hlutskipti okkar sem fylgjumst með fréttum frá þessum heimshluta. Nú er lítið annað að gera en leggjast á hnéskeljarnar eða hvað? Jú, það er hægt að gera kröfur til okkar stjórnvalda um að þau grafi ekki undan sjálfsákvörðunarrétti og sjálfstæði palestínsku þjóðarinnar, heldur hafni stefnu Ísraels og Bandaríkjanna, hótunum þeirra og hefndarverkum gegn einingu Palestínumanna. Einangrunarstefna gegn Hamas og PLOEvrópusambandið hefur einnig fylgt þeirri stefnu og neitað að viðurkenna á borði rétt Palestínumanna til að kjósa sér ríkisstjórn. Evrópusambandið styður og tekur þátt í einangrunarstefnu Ísraels og Bandaríkjanna gagnvart Hamas, og stimpla þau sem hryðjuverkasamtök. Það er sama stefna og sneri að Fatah og PLO, Frelsissamtökum Palestínu, undir forystu Yassers Arafat, einmitt á þeim tíma sem PLO viðurkenndi tilvistarrétt Ísraelsríkis með sjálfstæðisyfirlýsingunni árið 1988. Þá fékk „hryðjuverkamaðurinn“ Arafat ekki vegabréfsáritun til Bandaríkjanna og flytja þurfti Allsherjarþingið frá New York til Genfar svo að Arafat gæti ávarpað það. Hin sögulega eftirgjöfPalestínska þjóðin og öll stjórnmálaöfl hennar, þar með talin Hamas, hafa lýst yfir vilja til að stofna sjálfstætt ríki innan landamæranna frá 1967. Í því felst söguleg eftirgjöf á 78% af landi Palestínu undir Ísraelsríki. Sjálfstæð Palestína á Gaza og Vesturbakkanum með Austur-Jerúsalem sem höfuðborg nær aðeins yfir 22% upphaflegrar Palestínu. Eftirgjöfin jafngildir viðurkenningu á ÍsraelsríkiÍ þessu felst að sjálfsögðu viðurkenning á Ísraelsríki, þótt áróðursmeistarar þess virðist treysta á aðferðir Göbbels, að fólk trúi því á endanum sem er endurtekið nógu oft. Þannig er áróðurinn endurtekinn aftur og aftur, um að Hamas-samtökin vilji Ísraelsríki burt af landakortinu, þótt viðurkenning þeirra hafi í raun verið komin fram árið 2003 hjá Sheik Yassin, leiðtoga Hamas-samtakanna, ári áður en hann var myrtur í sínum hjólastól með loftárás í mars 2004. Þegar Hamas-samtökin hófu stjórnmálaþátttöku í sveitarstjórnarkosningum árið 2005 og tóku þátt í kosningum til löggjafarþings á herteknu svæðunum árið 2006 staðfestu þau þessa afstöðu. Þessar kosningar byggja á Óslóarsamningnum við Ísrael frá árinu 1993 sem setur ramma fyrir þessa stjórnskipan. Þátttaka í þeim felur því líka í sér viðurkenningu á tilvist Ísraelsríkis. Viðurkenning á sjálfstæði PalestínuÞað reynir á ríkisstjórn Íslands og sérstaklega utanríkisráðherrann, hvort fylgt verður samhljóða stefnu Alþingis, sem mótuð var í maí 1989 og áréttuð síðan, þar sem kveðið er á um viðurkenningu á sjálfsákvörðunarrétti palestínsku þjóðarinnar, eða hvort farið verður í gamla farið að láta Ísrael og Bandaríkin ráða ferðinni í samskiptum við Palestínumenn. Það er sú leið sem Evrópusambandið hefur því miður fylgt, þrátt fyrir mörg góð orð og ályktanir á Evrópuþinginu. Það eru hins vegar ýmis merki þess að mörg Evrópusambandsríki séu búin að fá meira en nóg af framferði Ísraelsríkis og breytt stefna sé í uppsiglingu hjá ESB. Þannig hefur heyrst að jafnvel Bretland og Frakkland muni viðurkenna sjálfstæði Palestínu í haust, eins og meirihluti Sameinuðu þjóðanna gerði strax um 1988 og á síðasta ári bættust mörg Suður-Ameríkuríki við sem losað hafa sig undan ofurvaldi Bandaríkjanna. Danmörk, Noregur og fleiri ríki hafa verið að hækka stjórnmálasambandið á hæsta stig, næst viðurkenningu sjálfstæðis. Verður Ísland fyrst?Ísland hefur áður sýnt frumkvæði í að viðurkenna nýfrjáls ríki í Eystrasaltinu, en ekki hefur heyrst nú af slíku. Enn gæti þó Ísland orðið fyrst vestrænna ríkja til að viðurkenna sjálfstæða Palestínu. Þann 1. júní 2010 í kjölfar árása Ísraelshers á hjálparskip á leið til Gaza og níu sjálfboðaliðar voru myrtir af ísraelskum sérsveitarmönnum á alþjóðlegu hafsvæði, brást Alþingi við með meirihlutasamþykkt utanríkismálanefndar. Þar var meðal annars kveðið á um að utanríkisráðherra skyldi fara til Gaza með hjápargögn. Ráðherra hafði áður lýst hug sínum á sama veg í þessu sambandi mánuði áður á aðalfundi Félagsins Ísland-Palestína. Enn hefur ekki orðið af þessari ferð. Það er alls ekki of seint fyrir Össur Skarphéðinsson að fara til Gaza. Segja má að ferðin sé brýnni nú en áður og kæmi enn frekar út sem jákvæður og mikilvægur stuðningur við það sáttaferli sem er að hefjast og ráða mun úrslitum fyrir palestínsku þjóðina. Lifi frjáls Palestína!
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun