Áframhaldandi leynd Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar 7. maí 2011 09:00 Forsætisráðherra hefur lagt fram frumvarp að breytingum á upplýsingalögum. Af því tilefni rifjaðist upp fyrir mér að í mars 2007 óskuðu blaðamenn Fréttablaðsins eftir upplýsingum um notkun ráðherra á greiðslukortum ráðuneytanna árið 2006. Sjálfsagt mál hefði maður ætlað í opnu lýðræðisríki, enda um notkun á opinberu fé að ræða. Nei, öll ráðuneytin synjuðu þessari ósk Fréttablaðsins. Árni Mathiesen, þáverandi fjármálaráðherra, brást hinn versti við fyrirspurn blaðsins og lét hafa eftir sér á síðum þess: „Þetta er bara ómerkilegt, subbulegt mál þar sem verið er að reyna að gera heiðarlegt fólk að skúrkum algjörlega að ástæðulausu.“ Ósk um upplýsingar um notkun ráðherra á peningum skattgreiðenda var orðin ómerkilegur subbuskapur. Fréttablaðið sætti sig ekki við leyndarhyggju og leitaði á náðar úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Nefndin staðfesti ákvörðun ráðuneytanna á þeim grundvelli að yfirlit greiðslukorta væru bókhaldsgögn sem féllu ekki undir 2. mgr. 3. gr. upplýsingalaga um gögn sem almenningur ætti rétt til aðgangs að. Einnig var vísað til þess að beiðni Fréttablaðsins fæli í sér kröfu um að teknar yrðu saman upplýsingar eða útbúin ný gögn, en það samræmdist ekki 1. mgr. 3. gr. laga sem segði að stjórnvöldum væri skylt að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum en ekki að útbúa ný skjöl. Þannig beittu ráðuneytin ákvæðum upplýsingalaganna til að sveigja hjá markmiði sömu laga um opna og lýðræðislega umræðu. Núverandi ríkisstjórn var kosin til að breyta leikreglum, ekki síst ólögum sem koma í veg fyrir að almenningur fái upplýsingar um notkun almannafjár. Því veldur frumvarp forsætisráðherra til breytinga á upplýsingalögum mér vonbrigðum. Þar virðast fyrrnefnd ákvæði, sem ráðuneytin notuðu til að koma sér undan því að veita umræddar upplýsingar, standa óbreytt. Stjórnvöld geta þá synjað fjölmiðlum og almenningi um upplýsingar um notkun ráðherra á greiðslukortum hins opinbera. Fleira má tína til sem dæmi um íhaldssemi sem einkennir frumvarpið. Þannig sýnist mér forsætisráðuneytið hafi orðið við óskum annarra ráðuneyta og orkufyrirtækja um aukna takmörkun á aðgangi almennings að upplýsingum en tekið athugasemdum Blaðamannafélagsins og skjalavarða um of miklar takmarkanir fálega. Þetta íhaldssama og metnaðarlitla frumvarp er til umfjöllunar á Alþingi. Vonandi sjá þingmenn til þess að frumvarpinu verði breytt þannig að fjölmiðlar geti aflað mikilvægra upplýsinga, þar á meðal þeirra sem hér hefur verið fjallað um. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Hörður Guðmundsson Mest lesið Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Skoðun Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Sjá meira
Forsætisráðherra hefur lagt fram frumvarp að breytingum á upplýsingalögum. Af því tilefni rifjaðist upp fyrir mér að í mars 2007 óskuðu blaðamenn Fréttablaðsins eftir upplýsingum um notkun ráðherra á greiðslukortum ráðuneytanna árið 2006. Sjálfsagt mál hefði maður ætlað í opnu lýðræðisríki, enda um notkun á opinberu fé að ræða. Nei, öll ráðuneytin synjuðu þessari ósk Fréttablaðsins. Árni Mathiesen, þáverandi fjármálaráðherra, brást hinn versti við fyrirspurn blaðsins og lét hafa eftir sér á síðum þess: „Þetta er bara ómerkilegt, subbulegt mál þar sem verið er að reyna að gera heiðarlegt fólk að skúrkum algjörlega að ástæðulausu.“ Ósk um upplýsingar um notkun ráðherra á peningum skattgreiðenda var orðin ómerkilegur subbuskapur. Fréttablaðið sætti sig ekki við leyndarhyggju og leitaði á náðar úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Nefndin staðfesti ákvörðun ráðuneytanna á þeim grundvelli að yfirlit greiðslukorta væru bókhaldsgögn sem féllu ekki undir 2. mgr. 3. gr. upplýsingalaga um gögn sem almenningur ætti rétt til aðgangs að. Einnig var vísað til þess að beiðni Fréttablaðsins fæli í sér kröfu um að teknar yrðu saman upplýsingar eða útbúin ný gögn, en það samræmdist ekki 1. mgr. 3. gr. laga sem segði að stjórnvöldum væri skylt að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum en ekki að útbúa ný skjöl. Þannig beittu ráðuneytin ákvæðum upplýsingalaganna til að sveigja hjá markmiði sömu laga um opna og lýðræðislega umræðu. Núverandi ríkisstjórn var kosin til að breyta leikreglum, ekki síst ólögum sem koma í veg fyrir að almenningur fái upplýsingar um notkun almannafjár. Því veldur frumvarp forsætisráðherra til breytinga á upplýsingalögum mér vonbrigðum. Þar virðast fyrrnefnd ákvæði, sem ráðuneytin notuðu til að koma sér undan því að veita umræddar upplýsingar, standa óbreytt. Stjórnvöld geta þá synjað fjölmiðlum og almenningi um upplýsingar um notkun ráðherra á greiðslukortum hins opinbera. Fleira má tína til sem dæmi um íhaldssemi sem einkennir frumvarpið. Þannig sýnist mér forsætisráðuneytið hafi orðið við óskum annarra ráðuneyta og orkufyrirtækja um aukna takmörkun á aðgangi almennings að upplýsingum en tekið athugasemdum Blaðamannafélagsins og skjalavarða um of miklar takmarkanir fálega. Þetta íhaldssama og metnaðarlitla frumvarp er til umfjöllunar á Alþingi. Vonandi sjá þingmenn til þess að frumvarpinu verði breytt þannig að fjölmiðlar geti aflað mikilvægra upplýsinga, þar á meðal þeirra sem hér hefur verið fjallað um.
Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson Skoðun
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson Skoðun
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun