Hreindýraleyfi verði seld hæstbjóðendum 10. maí 2011 06:30 Hreindýr Hægt væri að ná meiri tekjum af hreindýraveiðum með því að hætta að selja veiðileyfin á undirverði, að mati fræðimanna við Háskólann á Akureyri. FRéttablaðið/Vilhelm Tekjur af hreindýrum á Austurlandi eru verulega minni en þær gætu verið vegna þess að veiðileyfin er seld á undirverði. Þetta segja kennarar við Háskólann á Akureyri. Niðurstaða Jóns Þorvalds Heiðarssonar lektors og Stefáns Sigurðssonar aðjúnkts varðandi tekjur af hreindýraveiðum komu fram í erindi þeirra um efnahagsleg áhrif skotveiða á Íslandi. „Spyrja má hvort skotveiðar og veiðiferðamennska geti haft meira efnahagslegt vægi en nú er. Þetta er einkar áleitin spurning varðandi hreindýraveiðarnar,“ sögðu Jón og Stefán, sem kveða veiðar á hreindýrum á Íslandi ekki skilvirkar. „Óskilvirkni veiðanna á hreindýrunum felst ekki í ofveiði eins og oft vill brenna við varðandi veiðar. Óskilvirknin felst í því að veiðileyfin eru seld á undirverði. Ekki er reynt að selja veiðileyfin á hæsta mögulega verði,“ segja fræðimennirnir og útskýra að vegna þess verði tekjur af veiðinni verulega minni en ella og minna fjárflæði komi til Austurlands en ef nýtingin væri skilvirk. Þeir áætla að 26 störf séu á Austurlandi vegna hreindýraveiðanna. „Störf vegna hreindýraveiða á Austurlandi eru því færri nú en þau væru ef auðlindin væri nýtt á eðlilegan hátt. Eðlilegast væri að veiðileyfin yrðu boðin hæstbjóðanda,“ segja Jón og Stefán sem telja núverandi fyrirkomulag „fæla burt erlenda veiðimenn sem eru tilbúnir til að eyða miklum fjármunum á veiðiferðum.“ Jón og Stefán segja að ef veiðileyfi væru seld hæstbjóðanda væri auðvelt fyrir þá veiðimenn að leggja fram það hátt tilboð að öruggt yrði að þeir gætu veitt næsta tímabil. „Nú er því ekki til að dreifa heldur ræður tilviljun því hvort þessir dýrmætustu veiðimenn fá leyfi eða ekki. Fyrirkomulagið er einnig til þess fallið að þeir nenni ekki að eyða fyrirhöfn í slíkt happdrætti heldur veiði annars staðar í heiminum. Má því færa rök fyrir því að Ísland verði af vissum gjaldeyristekjum vegna óskilvirkrar nýtingar á auðlindinni hreindýr.“ Í erindinu kom fram að á árinu 2009 greiddu hreindýraveiðimenn samtals 97 milljónir króna fyrir leyfi til að fella samtals 1.333 dýr. Þar af fóru 82 milljónir til landeigenda og Umhverfisstofnunar og Náttúrverndarstofa Austurlands fékk afganginn. Hver og einn veiðimaður er talinn hafa eytt að meðaltali tæpum 40 þúsund krónum á Austurlandi. Á þessu ári er hreindýraveiðikvótinn 1.001 dýr. Fjórfalt fleiri skotveiðimenn sóttu um veiðileyfin. Þau kosta á bilinu 50 til 135 þúsund eftir því hvort um er að ræða kýr eða tarf og eftir veiðisvæðum. gar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Fleiri fréttir „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Sjá meira
Tekjur af hreindýrum á Austurlandi eru verulega minni en þær gætu verið vegna þess að veiðileyfin er seld á undirverði. Þetta segja kennarar við Háskólann á Akureyri. Niðurstaða Jóns Þorvalds Heiðarssonar lektors og Stefáns Sigurðssonar aðjúnkts varðandi tekjur af hreindýraveiðum komu fram í erindi þeirra um efnahagsleg áhrif skotveiða á Íslandi. „Spyrja má hvort skotveiðar og veiðiferðamennska geti haft meira efnahagslegt vægi en nú er. Þetta er einkar áleitin spurning varðandi hreindýraveiðarnar,“ sögðu Jón og Stefán, sem kveða veiðar á hreindýrum á Íslandi ekki skilvirkar. „Óskilvirkni veiðanna á hreindýrunum felst ekki í ofveiði eins og oft vill brenna við varðandi veiðar. Óskilvirknin felst í því að veiðileyfin eru seld á undirverði. Ekki er reynt að selja veiðileyfin á hæsta mögulega verði,“ segja fræðimennirnir og útskýra að vegna þess verði tekjur af veiðinni verulega minni en ella og minna fjárflæði komi til Austurlands en ef nýtingin væri skilvirk. Þeir áætla að 26 störf séu á Austurlandi vegna hreindýraveiðanna. „Störf vegna hreindýraveiða á Austurlandi eru því færri nú en þau væru ef auðlindin væri nýtt á eðlilegan hátt. Eðlilegast væri að veiðileyfin yrðu boðin hæstbjóðanda,“ segja Jón og Stefán sem telja núverandi fyrirkomulag „fæla burt erlenda veiðimenn sem eru tilbúnir til að eyða miklum fjármunum á veiðiferðum.“ Jón og Stefán segja að ef veiðileyfi væru seld hæstbjóðanda væri auðvelt fyrir þá veiðimenn að leggja fram það hátt tilboð að öruggt yrði að þeir gætu veitt næsta tímabil. „Nú er því ekki til að dreifa heldur ræður tilviljun því hvort þessir dýrmætustu veiðimenn fá leyfi eða ekki. Fyrirkomulagið er einnig til þess fallið að þeir nenni ekki að eyða fyrirhöfn í slíkt happdrætti heldur veiði annars staðar í heiminum. Má því færa rök fyrir því að Ísland verði af vissum gjaldeyristekjum vegna óskilvirkrar nýtingar á auðlindinni hreindýr.“ Í erindinu kom fram að á árinu 2009 greiddu hreindýraveiðimenn samtals 97 milljónir króna fyrir leyfi til að fella samtals 1.333 dýr. Þar af fóru 82 milljónir til landeigenda og Umhverfisstofnunar og Náttúrverndarstofa Austurlands fékk afganginn. Hver og einn veiðimaður er talinn hafa eytt að meðaltali tæpum 40 þúsund krónum á Austurlandi. Á þessu ári er hreindýraveiðikvótinn 1.001 dýr. Fjórfalt fleiri skotveiðimenn sóttu um veiðileyfin. Þau kosta á bilinu 50 til 135 þúsund eftir því hvort um er að ræða kýr eða tarf og eftir veiðisvæðum. gar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Fleiri fréttir „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Sjá meira