Kjötframleiðsla gæti aukist um fimmtung 13. maí 2011 07:00 „Bændur segjast á næstu fimm árum treysta sér til að auka framleiðsluna um tíu til tuttugu prósent," segir Sindri Sigurgeirsson, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda. Vegna horfa á auknum útflutningi segir hann möguleika til aukinnar framleiðslu hafa verið til umræðu á fundum með bændum. Samkvæmt upplýsingum sem Landssamtök sauðfjárbænda hafa frá sláturhúsum voru í fyrra framleidd 9.166 tonn af kindakjöti hér á landi (þar af voru 8.277 tonn lambakjöt). Fimmtungsframleiðsluaukning myndi því þýða að hér yrðu framleidd rétt tæp ellefu þúsund tonn af kindakjöti. Innan þeirrar aukningar myndi því rúmast sú 2.200 tonna útflutningstollkvótaaukning sem sláturleyfishafar hafa farið fram á að Íslendingar semji um við Evrópusambandið. Í fyrra var hins vegar alls flutt út 3.571 tonn af heildarframleiðslunni, eða tæp 39 prósent. Sindri segir bændur hins vegar leggja höfuðáherslu á að auka sjálfbærni í framleiðslunni, komi til aukningar. „Menn ætla ekkert að fara að ganga á landið. Við höfum snúið við þeirri þróun að gróðurþekjan eyðist og hún er nú í fyrsta sinn farin að stækka. Við viljum aldrei fá það í sama farið, þó svo að við kennum vitanlega ekki sauðkindinni um þetta allt saman," segir hann.Sindri SigurgeirssonBændur segir Sindri hins vegar mjög víða eiga byggingar sem nýta megi til framleiðsluaukningar. „Við höfum því hvatt menn til að auka framleiðsluna með ábyrgum hætti, nýta betur stofninn sem fyrir er og svo að skoða möguleika á að fjölga fénu og nýta byggingar sem eru á lausu eða eru í næsta nágrenni. Við erum ekki að hvetja til þess að menn fari að byggja fjárhús. Það teljum við ekki raunhæft." Þá segir Sindri bændur ræða mikið um nauðsyn þess að sláturleyfishafar eigi í samstarfi um útflutning kjöts úr landi. „Við leggjum áherslu á að heimamarkaði sé sinnt fullkomlega. Svo geta hlutir náttúrlega farið á versta veg, krónan getur styrkst, eftirspurn breyst og allt hrunið á einni nóttu," segir hann og vísar til mögulegra áfalla á borð við fregnir af díoxínmengun og annað slíkt. „Menn þurfa að vera við öllu búnir og mikilvægt er að anda með nefinu í þessu eins og öðru." Núna sjái íslenskir bændur hins vegar sóknarfæri í að koma íslensku lambakjöti á framfæri í þeim samdrætti sem nú sé á heimsmarkaði. Lykillinn að varanlegum árangri í því sé að marka íslensku kjöti sérstöðu. „Þá kemur ekkert annað kjöt í staðinn fyrir það." olikr@frettabladid.is Fréttir Tengdar fréttir Sauðfjárbændur græða á ESB-aðild Líkur eru á að afkoma sauðfjárbænda myndi batna til muna kæmi til Evrópusambandsaðildar Íslands. Þetta kemur fram í bakgrunnsskýrslu sem Hagfræðistofnun Háskóla Íslands vann sumarið 2009 fyrir nefnd stjórnvalda og hagsmunaaðila. 13. maí 2011 03:30 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Fleiri fréttir Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Sjá meira
„Bændur segjast á næstu fimm árum treysta sér til að auka framleiðsluna um tíu til tuttugu prósent," segir Sindri Sigurgeirsson, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda. Vegna horfa á auknum útflutningi segir hann möguleika til aukinnar framleiðslu hafa verið til umræðu á fundum með bændum. Samkvæmt upplýsingum sem Landssamtök sauðfjárbænda hafa frá sláturhúsum voru í fyrra framleidd 9.166 tonn af kindakjöti hér á landi (þar af voru 8.277 tonn lambakjöt). Fimmtungsframleiðsluaukning myndi því þýða að hér yrðu framleidd rétt tæp ellefu þúsund tonn af kindakjöti. Innan þeirrar aukningar myndi því rúmast sú 2.200 tonna útflutningstollkvótaaukning sem sláturleyfishafar hafa farið fram á að Íslendingar semji um við Evrópusambandið. Í fyrra var hins vegar alls flutt út 3.571 tonn af heildarframleiðslunni, eða tæp 39 prósent. Sindri segir bændur hins vegar leggja höfuðáherslu á að auka sjálfbærni í framleiðslunni, komi til aukningar. „Menn ætla ekkert að fara að ganga á landið. Við höfum snúið við þeirri þróun að gróðurþekjan eyðist og hún er nú í fyrsta sinn farin að stækka. Við viljum aldrei fá það í sama farið, þó svo að við kennum vitanlega ekki sauðkindinni um þetta allt saman," segir hann.Sindri SigurgeirssonBændur segir Sindri hins vegar mjög víða eiga byggingar sem nýta megi til framleiðsluaukningar. „Við höfum því hvatt menn til að auka framleiðsluna með ábyrgum hætti, nýta betur stofninn sem fyrir er og svo að skoða möguleika á að fjölga fénu og nýta byggingar sem eru á lausu eða eru í næsta nágrenni. Við erum ekki að hvetja til þess að menn fari að byggja fjárhús. Það teljum við ekki raunhæft." Þá segir Sindri bændur ræða mikið um nauðsyn þess að sláturleyfishafar eigi í samstarfi um útflutning kjöts úr landi. „Við leggjum áherslu á að heimamarkaði sé sinnt fullkomlega. Svo geta hlutir náttúrlega farið á versta veg, krónan getur styrkst, eftirspurn breyst og allt hrunið á einni nóttu," segir hann og vísar til mögulegra áfalla á borð við fregnir af díoxínmengun og annað slíkt. „Menn þurfa að vera við öllu búnir og mikilvægt er að anda með nefinu í þessu eins og öðru." Núna sjái íslenskir bændur hins vegar sóknarfæri í að koma íslensku lambakjöti á framfæri í þeim samdrætti sem nú sé á heimsmarkaði. Lykillinn að varanlegum árangri í því sé að marka íslensku kjöti sérstöðu. „Þá kemur ekkert annað kjöt í staðinn fyrir það." olikr@frettabladid.is
Fréttir Tengdar fréttir Sauðfjárbændur græða á ESB-aðild Líkur eru á að afkoma sauðfjárbænda myndi batna til muna kæmi til Evrópusambandsaðildar Íslands. Þetta kemur fram í bakgrunnsskýrslu sem Hagfræðistofnun Háskóla Íslands vann sumarið 2009 fyrir nefnd stjórnvalda og hagsmunaaðila. 13. maí 2011 03:30 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Fleiri fréttir Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Sjá meira
Sauðfjárbændur græða á ESB-aðild Líkur eru á að afkoma sauðfjárbænda myndi batna til muna kæmi til Evrópusambandsaðildar Íslands. Þetta kemur fram í bakgrunnsskýrslu sem Hagfræðistofnun Háskóla Íslands vann sumarið 2009 fyrir nefnd stjórnvalda og hagsmunaaðila. 13. maí 2011 03:30