Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur ákært karlmann á fertugsaldri fyrir landabrugg. Manninum er gefið að sök að hafa á heimili sínu í Skólagerði í Kópavogi framleitt í söluskyni 850 lítra af gambra.
Gambrinn reyndist vera með 9 til 13 prósenta áfengisstyrkleika. Jafnframt er manninum gefið að sök að hafa framleitt 330 lítra af landa, með 34 prósenta og 58 prósenta styrkleika. Áfengið fannst við húsleit lögreglu á heimili mannsins í nóvember í fyrra.- jss

